Heimsmarkaðsverð á olíu hríðfellur á mörkuðum í dag 16. mars 2009 12:20 Verð á hráolíu hríðféll á mörkuðum í kjölfar þess að OPEC, samtök olíuútflutningsríkja, ákváðu að fresta enn ákvörðun um að hægja á framleiðslu sinni. Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að sérfræðingar höfðu búist við að OPEC myndi skera niður framleiðsluna um 1,5 milljón tunnur á dag. Til samanburðar má geta þess að Bandaríkin, langstærsti notandi olíu í heiminum nota um það bil 20 milljón tunnur af olíu á dag. Samkvæmt áætlun OPEC sem samþykkt var í desember síðastliðnum ætti OPEC nú að vera að framleiða um 800 þúsund færri tunnur á dag en nú er raunin. OPEC ríkin standa að baki um það bil 40% af allri olíuframleiðslu heimsins og hafa þau minnkað framleiðslu sína um 4,2 milljón tunnur á dag síðan í september til að stemma stigu við verðlækkun á mörkuðum eftir því sem eftirspurn hefur minnkað. Olíuverð er nú komið niður í 43.6 dollara á tunnuna og féll um tæplega 6% í kjölfar ákvörðunar OPEC. Olíuverð hefur nú lækkað um 70% frá því að það náði hámarki í 147 dollurum þann 11.júlí síðastliðinn. Þessa miklu verðlækkun má rekja til fjármálakreppunnar sem hefur gert það að verkum að bæði eftirspurn og framleiðslugeta hefur dregist saman. Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Verð á hráolíu hríðféll á mörkuðum í kjölfar þess að OPEC, samtök olíuútflutningsríkja, ákváðu að fresta enn ákvörðun um að hægja á framleiðslu sinni. Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að sérfræðingar höfðu búist við að OPEC myndi skera niður framleiðsluna um 1,5 milljón tunnur á dag. Til samanburðar má geta þess að Bandaríkin, langstærsti notandi olíu í heiminum nota um það bil 20 milljón tunnur af olíu á dag. Samkvæmt áætlun OPEC sem samþykkt var í desember síðastliðnum ætti OPEC nú að vera að framleiða um 800 þúsund færri tunnur á dag en nú er raunin. OPEC ríkin standa að baki um það bil 40% af allri olíuframleiðslu heimsins og hafa þau minnkað framleiðslu sína um 4,2 milljón tunnur á dag síðan í september til að stemma stigu við verðlækkun á mörkuðum eftir því sem eftirspurn hefur minnkað. Olíuverð er nú komið niður í 43.6 dollara á tunnuna og féll um tæplega 6% í kjölfar ákvörðunar OPEC. Olíuverð hefur nú lækkað um 70% frá því að það náði hámarki í 147 dollurum þann 11.júlí síðastliðinn. Þessa miklu verðlækkun má rekja til fjármálakreppunnar sem hefur gert það að verkum að bæði eftirspurn og framleiðslugeta hefur dregist saman.
Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira