Viðskipti erlent

Markaðir réttu sig við í Bandaríkjunum

Helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum réttu sig við eftir fall eftir að markaðir opnuðu. Hlutabréfamarkaður tók dýfu eftir að atvinnuleysistölur voru birtar í dag þrátt fyrir almennt ágætar niðurstöður um eins prósents veltuaukningu í smásölugeiranum á milli mánaða í janúar. Atvinnuleysi hefur ekki mælst meira vestanhafs í sextán ár.

Viðskipti erlent

Írland er ekki Ísland

Írland væri í sporum Íslands ef ekki væri fyrir aðild að evrunni. Þetta segir José Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í samtali við Irish Times.

Viðskipti erlent

Bréf í Asíu lækka

Hlutabréf á Asíumörkuðum féllu í verði í morgun, fjórða daginn í röð, og stafar lækkunin af efasemdum fjárfesta um að ný björgunaráætlun Bandaríkjastjórnar nægi til að draga þarlent efnahagslíf á flot aftur.

Viðskipti erlent

Kolsvört hagspá ASÍ

Framundan er mesta samdráttarskeið sem íslenskt efnahaglíf hefur gengið í gegnum á síðari árum. Fyrir höndum eru tvö erfið ár en það tekur að rofa til að nýju á árinu 2011.

Viðskipti erlent

Aukin hætta á greiðslufalli

Greiðslufallsáhætta Moody's á heimsvísu var 4,8 prósent í janúar, en var 1,1 prósent fyrir ári. Spá Moody's gerir ráð fyrir að greiðslufallsáhættan hækki hratt og verði 16,4 prósent í nóvember en lækki svo aftur aðeins í desember.

Viðskipti erlent

Lækkun á bréfum í Asíu

Asísk hlutabréf féllu í verði í morgun og er talið að óvissa um 800 milljarða aukabjörgunarpakka bandaríska þingsins valdi því að fjárfestar hafi stigið varlega til jarðar undanfarna daga.

Viðskipti erlent

Nissan segir upp 20 þúsund manns

Japanski bílaframleiðandinn Nissan hefur tilkynnt um að félagið hyggist segja upp 20 þúsund manns á næsta ári. Gripið er til þessa vegna vernsandi ástands í bílasölu um allan heim en um er að ræða 8,5 prósent af öllum starfsmönnum bílarisans. Forstjóri fyrirtækisins segir að bílaiðnaðurinn um allan heim sé í miklum vandræðum og að Nissan sé engin undantekning í því sambandi.

Viðskipti erlent