Viðskipti erlent

Óska tilboða í Actavis

Eignarhaldsfélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, Novator, hefur óskað eftir tilboðum í lyfjafyrirtækið Actavis. Bloomberg-fréttavefurinn greinir frá þessu og segir kaupverðið geta orðið allt að sex milljarða evra en skuldir fyrirtækisins séu fimm milljarðar evra. Novator óskar að sögn Bloomberg eftir því að tilboð berist í þessum mánuði.

Viðskipti erlent

Hækkun á Asíumörkuðum

Hlutabréf á asískum mörkuðum hækkuðu í verði í morgun, annan daginn í röð, eftir að stjórnvöld ýmissa ríkja boðuðu enn frekari umbætur í efnahagsmálum.

Viðskipti erlent

Samdráttur í sölu Chrysler 55 prósent í janúar

Sala nýrra bíla í Bandaríkjunum reyndist minni í janúar en hún hefur verið í 27 ár og er það nokkru meiri samdráttur en búist hafði verið við. Þetta er í fyrsta sinn sem sala bíla í Bandaríkjunum er minni en í Kína, til dæmis dróst salan hjá Chrysler saman um 55 prósent og hjá General Motors um tæp 50 prósent.

Viðskipti erlent

Árangurslítill fundur í Alpabænum

Fimm daga ársfundi Alþjóðaefnahagsráðsins (e. World Economic Forum) í Alpabænum Davos í Sviss lauk á sunnudag. Fundurinn var með rólegra móti en fyrri ár og eru menn nokkuð sammála um að yfirskrift hans hafi ekki verið í neinu samræmi við innihaldið. Hún var: Uppbygging í kjölfar kreppu.

Viðskipti erlent

Þungt fram undan á fjármálamörkuðum

„Við verðum að vera vakandi fyrir því að hagvísar til næstu fjögurra mánaða eru mjög neikvæðir víða um heim,“ segir Robert Parker, varastjórnarformaður og stofnandi eignastýringarsviðs alþjóðalega risabankans Credit Suisse, í samtali við Markaðinn. Hann var staddur hér á landi í síðustu viku og fór yfir möguleikana fram undan með fagfjárfestum.

Viðskipti erlent

Macy´s boðar 7.000 uppsagnir

Bandaríska verslunarkeðjan Macy´s tilkynnti í gær að 7.000 uppsagnir væru yfirvofandi þar á bæ eftir að spár um stórlækkaðar tekjur á yfirstandandi fjárhagsári litu dagsins ljós.

Viðskipti erlent

Hækkun á Asíumörkuðum

Hlutabréf á Asíumörkuðum hækkuðu í verði í morgun og leiddu bréf banka og hátæknifyrirtækja hækkunina. Hana má að einhverju leyti rekja til hertra aðgerða stjórnvalda í Ástralíu og Japan í átt að því að draga úr áhrifum efnahagslægðarinnar, til dæmis lækkaði seðlabanki Ástralíu stýrivexti í landinu og hafa þeir ekki verið lægri í rúma fjóra áratugi.

Viðskipti erlent

Woolworths vakin upp frá dauða sem netverslun

Verslunarkeðjan Woolworths sem varð gjaldþrota í lok síðasta árs verður vakin upp frá dauða sem netverslun. Baugur átti hlut í Woolworths er keðjan varð gjaldþrota en síðustu af 807 verslunum keðjunnar voru seldar í síðasta mánuði.

Viðskipti erlent

Nokia hótar að yfirgefa Finnland

Nokia, stærsti framleiðandi heimsins á farsímum, hótar því nú að flytja alla starfsemi sína frá Finnlandi. Þetta er sökum þess að stjórnvöld í Finnlandi hika nú við að samþykkja löggjöf sem gefur atvinnurekendum aðgang að tölvupóstum starfsmanna sinna.

Viðskipti erlent

Honda lokar verksmiðjum á Bretlandi

Japanski bílaframleilðandinn Honda ætlar að loka verksmiðjum sínum á Bretlandi næstu fjóra mánuði vegna samdráttar í sölu. Verksmiðjunum í Swindon og Wiltshire verður lokað en áætlað er að opna þær aftur þann 1.júní. Starfsmenn verksmiðjanna sem eru 4200 fá full laun í tvo mánuði en einungist 60% launa sinna seinni tvo mánuðina.

Viðskipti erlent

Lækkun á Asíumörkuðum

Hlutabréf á asískum mörkuðum lækkuðu í verði í morgun og lækkuðu bréf banka og hátæknifyrirtækja mest. Lækkunin kemur í kjölfar neikvæðra afkomuspáa margra stórfyrirtækja, til dæmis Toshiba og tölvuleikjaframleiðandans Nintendo en bréf þessara fyrirtækja lækkuðu um meira en 12 prósent.

Viðskipti erlent

Hneykslaður á ábyrgðarleysi bankamanna

Barack Obama forseti Bandaríkjanna sagði í kvöld að bónusar sem bankamenn á Wall Street borguðu sér síðasta ári væru svívirðilegir. Hann sagði að það væru skýr skilaboð frá stjórn sinni til þessara manna að þeir sýndu aðhald.

Viðskipti erlent

Hækkun á Asíumörkuðum

Hækkun varð á hlutabréfum á asískum mörkuðum í morgun þegar vonir fjárfesta, um aðgerðir bandarískra stjórnvalda til bjargar þarlendum bönkum, styrktust. Nikkei-vísitalan í Tókýó hækkaði um tæpt prósent en þar á bæ munaði mestu um hækkun bréfa Mitsubishi UFJ-bankans, stærsta viðskiptabanka landsins, en þau hækkuðu um 4,6 prósent.

Viðskipti erlent

Bandarísk hlutabréf hækkuðu í dag

Það var líf og fjör á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum í dag. Vísitalan rauk upp vegna væntinga manna til áætlunar stjórnvalda sem eiga að losa bankana við lélegar fjárfestingar. Við lokun markaða kom í ljós að Nasdaq vísitalan hækkað um 3,5% og Dow Jones um 2,5%. Þetta er í samræmi við þær hækkanirnar sem hófust í síðustu viku.

Viðskipti erlent