Viðskipti erlent

Grátandi Norðmenn vegna gjaldþrots Glitnir Privatökonomi

Arne V. Njöten bústjóri í þrotabúi Glitnir Privatökonomi segir að margir fyrrverandi viðskiptavinir þessa fyrrum dótturfélags Glitnis séu grátandi í símanum til hans. Þeir hafa áhyggjur af því að missa hýbýli sín vegna fjárhagsráðgjafar félagsins áður en það varð gjaldþrota.

Viðskipti erlent

Jenið lækkar áfram

Japanska Nikkei-hlutabréfavísitalan lækkaði um 0,4 prósent í morgun en aðrar vísitölur í Asíu hækkuðu sumar hverjar. Til dæmis hækkaði Hang Seng-vísitalan í Hong Kong um rúmlega þrjú prósent. Japanska jenið heldur áfram að lækka gagnvart dollar og evru sem eru góð tíðindi fyrir þau fyrirtæki í Japan sem selja vörur sínar á markaði í Bandaríkjunum og Evrópu.

Viðskipti erlent

Vilja hækka olíuverð

Líklegt þykir að forsvarsmenn Samtaka olíuútflutningsríkja (OPEC) ákveði að draga úr olíuframleiðslu aðildarríkjanna í því augnamiði að hækka heimsmarkaðsverð á hráolíu. Þetta hefur Bloomberg-fréttaveitan eftir áreiðanlegum heimildum í gær.

Viðskipti erlent

Marel: Stóðum rétt að málum

Marel Food Systems segir óumdeilt að stjórnarformaður fyrirtækisins hafi að öllu leyti staðið rétt að framkvæmd viðskipta tveggja fjárhagslega tengdra aðila stjórnarformanns fyrirtækisins, að fram kemur í tilkynningu.

Viðskipti erlent

Danskt fasteignafélag í klemmu eftir hrun Straums

Hið nýstofnaða fasteignafélag Pecunia Properties er komið í klemmu aðeins fjórum dögum eftir að það var stofnað í Kaupmannahöfn. Straumur var einn af stofnendum félagsins og átti þar að auki hlut í öðru félagi sem stendur að Pecunia, það er Property Group.

Viðskipti erlent

Obama velur aðstoðarfjármálaráðherra

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur valið þrjá menn til þess að gegna forystuhlutverkum í bandaríska fjármálaráðuneytinu. Fjármálaráðherra hefur verið gagnrýndur nokkuð að undanförnu fyrir að vera ekki með fullmannað ráðuneyti.

Viðskipti erlent

Breska ríkið eignast 75% í Lloyds bankanum

Breska ríkið mun ráða yfir allt að sjötíu og fimm prósent hlut í Lloyds bankanum í Bretlandi, eftir ákvörðun sem tekin var í gærkvöld. Samkvæmt nýju samkomulagi mun breska ríkið eignast 65% í Lloyds bankanum í Bretlandi, en áður hafði verið tilkynnt um að eignarhlutur ríkisins yrði 43%.

Viðskipti erlent

Fréttaskýring: Gjaldþrot AIG hefði sett Evrópu á hliðina

Skuldatryggingar á lánum og verðbréfum ríkisstjórna, banka og fjármálafyrirtækja eru orðin tifandi tímasprengja undir öllu fjármálakerfi heimsins. Markaðurinn á útistandi skuldatryggingum er mældur í fleiri trilljónum dollara eða hundruðum þúsunda milljarða kr. og menn eru að velta því fyrir sér hvað eigi að gera við þennan nornapott sem gæti á endanum látið núverandi fjármálakreppu líta út eins og barnagælur á leikskólavelli.

Viðskipti erlent

Bréf lækka í Asíu

Hlutabréf á asískum mörkuðum lækkuðu í verði í morgun í kjölfar lækkunar á Wall Street í gær en þar féllu bréf Citigroup-bankans svo langt niður að verðið á hlut fór niður fyrir einn dollara í fyrsta sinn í sögu bankans. Í Japan varð lækkunin einna mest hjá bílaframleiðandanum Honda, 5,3 prósent, enda dregst sala nýrra bíla nú saman um allan heim. Eins lækkuðu bréf Billington-námafyrirtækisins um tæp þrjú prósent.

Viðskipti erlent

Hlutabréf lækkuðu verulega á Wall Street

Töluverðar lækkanir urðu á Wall Street vegna ótta um stöðu stærstu banka Bandaríkjanna og vanda General Motors sem talinn er fara vaxandi. Dow Jones lækkaði um 4,09%, S&P 500 lækkaði um 4,25 og Nasdaq lækkaði um 4%. Lækkunin í dag étur upp þá hækkun sem varð á mörkuðum í gær.

Viðskipti erlent

Asíubréf á uppleið

Hlutabréf á Asíumörkuðum hækkuðu í verði í morgun og voru það bréf framleiðslu- og byggingarfyrirtækja sem hækkuðu mest. Bréf námufyrirtækisins Billington hækkuðu um tæplega fjögur og hálft prósent og bréf japanska bílaframleiðandans Mazda hækkuðu um 11 prósent eftir veikingu jensins en stór hluti Mazda-bíla er fluttur úr landi og seldur á erlendum mörkuðum.

Viðskipti erlent