Viðskipti erlent

Ókeypis viagra handa atvinnulausum

Bandaríski lyfjarisinn Pfizer ætlar að leggja sitt af mörkum til að lina þjáningar fólk í fjármálakreppunni. Pfizer ætlar að dreifa 70 ólíkum lyfjum, þar á meðal viagra, til þeirra sem eru atvinnulausir í Bandaríkjunum.

Viðskipti erlent

Greenspan segir enn hættur í hagkerfinu

Alan Greenspan, fyrrverandi seðlabankastjóri í Bandaríkjunum, segir að alheimskreppan sé ekki komin á enda og að stærstu bankar í Bandaríkjunum verði að safna miklu fé áður en að efnahagsbatinn getur byrjað. Greenspan segir jafnframt að jafnvægi þurfi að komast á húsnæðismarkaðinn.

Viðskipti erlent

Enn hækkar gull gagnvart bandaríkjadal

Gull hefur hækkað í verði og er komið í 950 dali únsan í fyrsta sinn í tvo mánuði, en bandaríkjadalur hefur jafnframt verið að falla í verði gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Gull hefur hækkað um 6,7% gagnvart bandaríkjadal í þessum mánuði og er skýringin sú að fjárfestar kaupa málminn til að verja sig gegn verðbólgu og lágu gengi.

Viðskipti erlent

S&P segir horfur í Bretlandi neikvæðar

Breska ríkið er nálægt því að tapa AAA lánshæfismati sínu eftir að Standard & Poors breytti horfum úr stöðugum í neikvæðar. Ástæðan er verri staða ríkisfjármála en jafnframt pólitískur óstöðugleiki og óeining um það hvernig eigi að bregðast við í ríkisfjármálum.

Viðskipti erlent

Enn mikið tap hjá norska olíusjóðnum

Norski olíusjóðurinn tapaði 66 milljörðum norskra kr. á fyrsta ársfjórðungi ársins eða sem nemur rúmlega 1.300 milljörðum kr. Góðu fréttirnar eru að sjóðurinn er aftur byrjaður að hagnast á hlutabréfakaupum sínum.

Viðskipti erlent