Viðskipti erlent

Hagnaður NIB eykst verulega milli ára

Hagnaður Norræna fjárfestingarbankans (NIB) nam 231 milljónum evra, eða rúmum 42,5 milljörðum kr., á tímabilinu janúar til ágúst í ár. Til samanburðar nam hagnaður bankans 30 milljónum evra á sama tímabili í fyrra.

Viðskipti erlent

Hollenskum banka slátrað í beinni útsendingu

„Ef þið erum óánægð með órökstudd yfirverð DSB bankans á íbúðalánum sínum skulið þið taka peninga ykkar út úr bankanum í mótmælaskyni." Þetta er nokkurn veginn inntak orða hins virta hollenska hagfræðings, Pieter Lakeman, í beinni útsendingu á besta tíma í hollenska sjónvarpinu í byrjun mánaðarins. Orð Lakeman ollu áhlaupi á DSB sem varð að lýsa yfir gjaldþroti sínu 11 dögum síðar.

Viðskipti erlent

AGS hefur í hótunum við sænska banka

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hefur nú í hótunum við sænska banka sem starfa í Eystrasaltsríkjunum. AGS hefur komið þeim skilaboðum á framfæri í nýrri skýrslu að ef sænsku bankarnir standi ekki við lánaskuldbindingar sínar í þessum ríkjum muni sjóðurinn ekki standa gegn því að gengi gjaldmiðla þessara ríkja verði fellt.

Viðskipti erlent

ConocoPhillips hefur áhuga á Jan Mayen svæðinu

Bandaríski olíurisinn ConocoPhillips hefur áhuga á olíuleit og vinnslu á Jan Mayen svæðinu. Þetta kemur fram í frétt á vefsíðunni offshore.no þar sem greint er frá árlegri ráðstefnu Samtaka norska olíuiðnaðarins (OLF) sem haldin var í síðustu viku.

Viðskipti erlent

Sterkara gengi um að kenna

Útflutningur frá evrusvæðinu dróst saman um 5,8 prósent á milli mánaða í ágúst, segir í upplýsingum frá Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Tölurnar komu á óvart enda jókst vöruútflutningur um 4,7 prósent á milli mánaða í júlí.

Viðskipti erlent

Hvítflibbakrimmi rannsakaður eins og mafíuforingi

Milljarðafjárfestirinn Raj Rajaratnam, fyrrum forstjóri Bear Steams, IBM, Intel and Mckinsey var ákærður á föstudaginn fyrir innherjasvik tengdum vogunarsjóði. Bandaríski saksóknarinn segir þetta stærsta svikamál sem upp hefur komið og tengist vogunarsjóði. Fimm aðrir hafa verið ákærðir í málinu.

Viðskipti erlent

Makríldeila Norðmanna og ESB tekur nýja stefnu

Deila Norðmanna og Evrópusambandsins um veiðar á makríl í lögsögu ESB tók nýja stefnu í gær er norsk stjórnvöld sendu öllum aðildarlöndum sambandsins bréf, þar sem hvatt er til þess að þau beiti sér fyrir því opnað verði fyrir makrílveiðar innan lögsögu ESB að nýju.

Viðskipti erlent

Sjælsö Gruppen að rétta úr kútnum

Sjælsö Gruppen, stærsta fasteignafélag Danmerkur, er að rétta úr kútnum eftir erfitt ár. Samkvæmt tilkynningu frá félaginu er skammt í að fjárhagslegri endurskipulaginu þess sé lokið. Aðeins eigi eftir að ganga frá lánalengingum og staðfesta áætlanir.

Viðskipti erlent

Magasin opnar netverslun

Stjórnendur Magasin undirbúa opnun netverslunar þessa dagana. Strax í næstu viku verður hægt að kaupa meira en sjö þúsund vörur á netinu. Gert er ráð fyrir að innan skamms verði netverslunin orðin jafn umsvifamikil og aðrar verslanir Magasin keðjunnar.

Viðskipti erlent

Fyrsta tap Nokia frá aldamótum

Finnska farsímafyrirtækið Nokia skilaði sínu fyrsta tapi frá aldamótum á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Tapið nam tæplega 560 milljónum evra eða yfir 100 milljörðum kr. Í fréttum erlendra fjölmiðla segir að tapið hafi komið á óvart.

Viðskipti erlent

Landsbankinn var fordæmi í Bretlandi

Breska fjármálaeftirlitið (FSA) hefur bannað banka frá Lettlandi að opna útibú í Bretlandi. Þetta segir dagblaðið Telegraph, sem bendir á að bannið sé í samræmi við kröfur breskra fjármálayfirvalda um endurskoðun á reglum um starfsemi erlendra banka.

Viðskipti erlent

Dow Jones fór yfir 10 þúsund stig

Dow Jones vísitalan náði 10 þúsund stigum í dag. Meira en ár er liðið síðan hún náði yfir 10 þúsund stigin síðast. Það var þann 7. október í fyrra að Dow Jones var síðast yfir 10 þúsund stigum. Síðan þá hefur ein versta efnahagskrísa í manna minnum skekið heiminn og Dow Jones vísitalan hefur mælst eftir því. En nú blasir annað við og Dow Jones mældist 10.018 fyrir lokun í dag.

Viðskipti erlent

Evrusvæðið stígur stórt skref út úr kreppunni

Hagfræðideild Danske Bank segir að evrusvæðið hafi stigið stór skref út úr keppunni. Iðnaðarframleiðslan á svæðinu jókst um 0,9% í ágúst samkvæmt nýjustu tölum. Á sama tíma voru endurskoðaðar tölur birtar fyrir júlí sem breyttu samdrætti upp á 0,2% í aukningu upp á 0,3%.

Viðskipti erlent

Lyfjarisinn GlaxoSmithKline í verulegum vandræðum

Breski lyfjarisinn GlaxoSmithkKline (GSK) er í verulegum vandræðum eftir að dómstóll í Pennsylvaníu dæmdi móður skaðabætur frá GSK upp á 2,5 milljónir dollara. Móðirin hafði fætt barn með hjartagalla eftir að hafa notað þunglyndislyfið Paxil meðan á meðgöngunni stóð.

Viðskipti erlent

Ford innkallar 4,5 milljónir bíla

Bílaframleiðandinn Ford hefur innkallað 4,5 milljónir bíla og vill fá þá á verkstæði til að gera við gallaðan hnapp í mælaborði þeirra. Vegna hnappsins er hætta á að eldur kvikni í bílunum, jafnvel þegar þeir eru ekki í gangi.

Viðskipti erlent