Viðskipti erlent

Viðsnúningur í rekstri BP

Mikill viðsnúningur hefur orðið í rekstri breska olíufélagsins BP. Hagnaður félagsins á öðrum ársfjórðungi ársins nam 5,6 milljörðum dollara eða rúmlega 600 milljörðum kr.

Viðskipti erlent

Verð á gulli hækkar enn og nær nýjum methæðum

Skuldavandræði Bandaríkjanna urðu meðal annars til þess að verð á gulli náði nýjum methæðum þegar markaðir í Austurlöndum opnuðu í dag. Verðið á únsunni stökk upp um 20 dollara á skammri stundu og nemur nú andvirði rúmlega 187 þúsund króna.

Viðskipti erlent

Gott uppgjör hjá McDonalds

Bandaríska hamborgarakeðjan McDonalds skilaði mjög góðu uppgjöri á öðrum ársfjórðungi ársins. Salan jókst um 15% miðað við sama tímabil í fyrra og hagnaðurinn jókst um nær 10%.

Viðskipti erlent

Nýr iPhone kynntur í september?

Apple-aðdáendur bíða margir hverjir gríðarlegar spenntir eftir fimmtu útgáfunni iPhone símanum. Nú hafa netverjar fullyrt að nýi síminn verður kynntur til leiks í september. Áður var því haldið fram að hann kæmi í byrjun ágúst. Talið er víst að í símanum verði ný uppfærsla á stýrikerfinu, iOS 5, en iPhone 4 er iOS 4 stýrikerfið.

Viðskipti erlent

Vextir á grískum skuldabréfum yfir 40%

Ávöxtunarkrafan á grískum ríkisskuldabréfum til tveggja ára fór yfir 40% í morgun. Svo há krafa hefur ekki áður sést á grískum skuldabréfum. Þegar leið á morguninn lækkaði þessi krafa aðeins og stendur nú í kringum 38%.

Viðskipti erlent

Uppgjör Goldman Sachs veldur vonbrigðum

Fjárfestingarbankinn Goldman Sachs skilaði mun minni hagnaði á öðrum ársfjórðungi ársins en spáð hafði verið. Hagnaðurinn nam rétt rúmlega 1 milljarði dollara eða 185 sent á hlut en spár gerðu ráð fyrir að hagnaðurinn yrði 230 sent á hlut.

Viðskipti erlent

Methagnaður hjá Apple

Bandaríski tölvurisinn Apple skilaði methagnaði á öðrum ársfjórðungi. Hagnaðurinn nam 7,3 milljörðum dollara eða um 860 milljörðum kr. Jókst hagnaðurinn um 125% frá sama tímabili í fyrra.

Viðskipti erlent

Óvissa í efnahagsmálum beggja vegna Atlantshafs

Ótti hefur gripið um sig beggja vegna Atlantsála um að ný fjármálakreppa sé í aðsigi. Í Evrópu er skuldafarg að sliga nokkur ríki evrusvæðisins og björgunaraðgerðir hinna ESB-ríkjanna virðast ekki hafa skilað tilætluðum árangri. Í Bandaríkjunum er vandinn af öðrum toga en þar er komið upp pólitískt þrátefli sem gæti, ef allt fer á versta veg, valdið greiðslufalli bandaríska ríkisins.

Viðskipti erlent

Schmeichel betri í markinu en á markaðinum

Hinn þekkti danski markmaður Peter Schmeichel þénaði milljarða á ferli sínum, einkum hjá enska félaginu Manchester United. Þeir milljarðar eru að stórum hluta að gufa upp því fjárfestingar markmannsins hafa gengið einstaklega illa í gegnum tíðina. Schmeichel reyndist mun betri í markinu en á markaðinum.

Viðskipti erlent