Viðskipti erlent

Verðfallið hélt áfram í Asíu

Hlutabréf í Asíu héldu áfram að lækka við lokun markaða þar í nótt og fylgja lækkanirnar í kjölfarið á mikilli lækkun í Evrópu og Bandaríkjunum í gær. Vikan sem er að líða er því sú versta fyrir hlutabréfamarkaðina frá árinu 2008.

Fulltrúar G20 ríkjanna, öflugustu ríkja heims sögðust í gær vera tilbúin til að viðhalda jafnvægi á mörkuðum heimsins eftir að vísitölur í Evrópu höfðu fallið í gær um fimm prósent. Þetta hafði lítil áhrif á asíska fjárfesta og féll aðalvísitala Suður Kóreu um fimm prósent. Þá lækkaði aðalvísitala Tævan um 3.5 prósent og vísitalan í Hong Kong fór niður um næstum tvö prósent.

Í Japan eru hlutabréfamarkaðir hinsvegar lokaðir vegna frídags.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×