Viðskipti erlent

Verðbólga lækkar niður í 1,9 prósent

Verðbólga í Kína mælist nú 1,9 prósent og lækkaði hún úr tveimur prósentum í september mánuði. Vonir standa til þess að þetta auðveldi yfirvöldum í Kína að ná hagvaxtarmarkmiðum sínum, en nokkuð hefur dregið úr umsvifum í kínverska hagkerfinu að undanförnu.

Viðskipti erlent

Mikil auking á útflutningi frá Kína

Útflutningur Kínverja jókst um 9,9% í september miðað við sama mánuði í fyrra. Þetta er mun meiri vöxtur en sérfræðingar höfðu gert ráð fyrir og munar yfir fjórum prósentustigum á spám þeirra og raunveruleikanum.

Viðskipti erlent

Tölvuleikjaiðnaðurinn vex gríðarlega hratt

Á meðan óvissa ríkir um heimsbúskapinn hefur umfang tölvuleikjaiðnaðarins haldið áfram að vaxa. Þessi tiltölulega nýi iðnaður er þó síbreytilegur og tilkoma spjaldtölvunnar og snjallsímans hefur gjörbreytt landslagi tölvuleikjanna.

Viðskipti erlent

Segir verstu hliðar kreppunnar ekki komnar fram

Stjórnvöld ríkja í Evrópu og Bandaríkjunum verða að grípa til meira afgerandi aðgerða í baráttu sinni við skuldavandann, segir Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hún segir tímann ekki vinna með stjórnvöldum.

Viðskipti erlent

Nýr iPad í þessum mánuði

Tæknirisinn Apple mun opinbera minni og ódýrari útgáfu af nýjustu iPad-spjaldtölvunni 23. október næstkomandi. Það er tæknifréttamiðillinn AllThingsD sem greinir frá þessu.

Viðskipti erlent

Amazon græðir ekki á Kindle

Vefverslunarrisinn Amazon gerir ekki ráð fyrir að nýjasta vörulína sín muni skila hagnaði. Þetta sagði Jeff Bezos, framkvæmdastjóri Amazon, í gær. Hann sagði að Kindle-lesbrettin hefðu aldrei verið hugsuð sem möguleg tekjulind.

Viðskipti erlent

Minni Galaxy S III væntanlegur

Talið er að suður-kóreski raftækjaframleiðandinn Samsung muni opinbera minni útgáfu af flaggskipi sínu, Galaxy S III, á næstu dögum. Snertiskjár nýja símans verður fjórar tommur samkvæmt heimildum fjölmiðla í Suður-Kóreu en skjár iPhone 5, nýjasta snjallsíma Apple, er einmitt af svipaðri stærð.

Viðskipti erlent

Galaxy S III er snjallsími ársins

Tævanski raftækjaframleiðandinn ASUS vann til fimm verðlauna á T3 tæknihátíðinni sem fór fram í Lundúnum í vikunni. Fulltrúar frá öllum helstu tæknifyrirtækjum veraldar voru viðstaddir afhendingu verðlaunanna.

Viðskipti erlent

Alcoa skilaði rekstrarhagnaði

Álrisinn Alcoa, móðurfélag Fjarðaráls, skilaði hagnaði af rekstri sínum á þriðja ársfjórðungi ársins þvert á væntingar sérfræðinga sem spáð höfðu engum hagnaði eða jafnvel tapi á ársfjórðungnum.

Viðskipti erlent

Launin hækka og hækka á Wall Street

Laun fjármálafyrirtækjanna Í Bandaríkjunum, sem oft eru kennd við Wall Street, eru nú sögulegu hámarki, jafnvel þótt störfum hafi fækkað töluvert á undanförnum árum. Meðalárslaun venjulegs starfsmanns fjármálafyrirtækis í New York, þ.e. ekki stjórnanda, sem vinnur við tryggingaviðskipti og fleira, nema tæplega 362 þúsund dölum á ári, eða sem nemur 45,3 milljónum króna. Það gerir um 3,7 milljónir króna á mánuði. Frá þessu er greint á vefsíðu New York Times í dag.

Viðskipti erlent

Sérfræðingur WSJ: Google hefur vinninginn í kortunum

Walter S. Mossberg, sérfræðingur Wall Street Journal (WSJ) þegar kemur að tækni og tólum, segir að kortahugbúnaður Google, Google Maps, sé miklu öflugri en hjá öðrum þegar kemur að búnaði á snjallsímum. Sérstaklega segir hann þetta greinilegt á nýjum iphone 5 símunum, þar sem er nýr kortahugbúnaður frá Apple, sem sé ekki næstum jafn góður og Google Maps búnaðurinn.

Viðskipti erlent

Arfleifð Steve Jobs - Apple stærst allra

Rúmt ár er liðið frá því að Steve Jobs, framkvæmdastjóri og einn af stofnendum Apple, hélt á vit forfeðra sinna. Margir óttuðust að fráfall hans myndi boða endalok þess mikla uppgangstíma sem tæknirisinn hafði gengið í gegnum síðustu ár.

Viðskipti erlent

Verkfall í verksmiðju Apple

Hátt í fjögur þúsund starfsmenn tævanska raftækjaframleiðandans Foxconn eru nú í verkfalli. Foxconn hefur um árabil framleitt vörur Apple, þar á meðal iPad spjaldtölvuna og iPhone snjallsímana.

Viðskipti erlent

Atvinnuleysi minnkar - vinnur með Obama

Atvinnuleysi í Bandaríkjunum hefur dregist saman að undanförnu og mælist nú 7,8 prósent, samkvæmt tölum sem birtar voru í morgun. Þetta er í fyrsta skipt í fjögur ár sem atvinnuleysi í Bandaríkjunum mælist minna en átta prósent, og þykja þær benda til þess að efnahagur Bandaríkjanna sé að rétta hraðar úr kútnum en spáð hafði verið.

Viðskipti erlent

Methagnaður hjá Samsung

Forsvarsmenn Samsung Electronics telja að rekstrarhagnaður á þriðja ársfjórðungi hafi tvöfaldast frá sama tíma í fyrra og að um methagnað sé að ræða.

Viðskipti erlent