Brian Dunn, fyrrverandi forstjóri raftækjaverslanakeðjunnar Best Buy, er versti forstjóri ársins 2012, samkvæmt lista Business Week. Gengi Best Buy var slakt á árinu, félagið tapaði markaðshlutdeild, gengi hlutabréfa félagsins hrundi, og erfilega gekk að nútímavæða verslanirnar og auka sölu á vefnum, eins og keppinautarnir gerðu með góðum árangri.
Næst versti forstjórinn var Aubrey McClendon, forstjóri orkufyrirtækisins Chesapeake Energy. Ástæðan fyrir því að hann er á listanum, er sú að hann var staðinn að því að reka eigin vogunarsjóð upp á 200 milljónir dala, rétt um 25,4 milljarða króna, meðfram störfum sínum fyrir fyrirtækið, þar sem hann veðjaði með eða á móti fjárfestingum þess. Þá notaði hann sjóði fyrirtækisins til þess að borga undir sig og sína, þegar hann var að gera auglýsingasamninga við körfuboltaliðið Oklahoma City Thunder. Hann var sjálfur eigandi félagsins á þeim tíma.
Þriðji versti forstjóri ársins 2012 að mati Business Week, er Andrea Jung, fyrrverandi forstjóri Avon. Staða fyrirtækisins hefur versnað mikið á undanförnum árum, markaðsvirði þess hefur minnkað um 80 prósent á sex árum. Jung var rekinn í apríl, eftir afleitt gengi.
Sjá má lista Business Week, yfir tíu verstu forstjóra ársins 2012, hér.
Viðskipti erlent