Viðskipti erlent

Bandarísk stjórnvöld stefna S&P

Lánshæfismatsfyrirtækið Standard & Poor's býst við því að bandaríska ríkið muni lögsækja fyrirtækið vegna einkunna sem fyrirtækið gaf fasteignalánum, árið 2007, í aðdraganda að fjármálakreppunni. Um er að ræða svokölluð undirmálslán sem hafa jafnan verið talin ein af helstu orsökum fjármálakreppunnar sem skók allan heiminn.

Viðskipti erlent

Rajoy ætlar að birta yfirlit yfir eignir sínar

Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, segir að stjórnvöld muni leggja meiri áherslu á gagnsæi og baráttu gegn spillingu, með það fyrir augum að endurheimta traust íbúa landsins, en mótmæli í stærstu borgum Spánar, þar sem megininntakið er barátta gegn spilltri stjórnsýslu, hafa verið fjölmenn undanfarna mánuði.

Viðskipti erlent

Tunnan af Brent olíunni komin yfir 115 dollara

Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að hækka þótt dregið hafi úr hækkun þess á Asíumörkuðum í nótt í kjölfar nýrra upplýsinga um að landsframleiðsla Bandaríkjanna hafi dregist aðeins saman á fjórða ársfjórðungi síðasta árs.

Viðskipti erlent

Ástandið á Spáni versnar enn

Landsframleiðsla á Spáni dróst saman á þriðja ársfjórðungi ársins í fyrra um 0,7 prósent frá ársfjórðunginum á undan, og um 1,8 prósent miðað við sama tímabil í fyrra. Þá sýna nýjustu tölur um smásöluverslun á Spáni að hún var mun verri í desember á síðasta ári heldur en árið 2011, en smásalan dróst saman um 10,7 prósent milli ára, að því er segir í frétt á vef Wall Street Journal í dag.

Viðskipti erlent

Exxon komið á toppinn eftir fall Apple

Olíufélagið Exxon Mobil er aftur orðið verðmætasta fyrirtæki heims, eftir fallandi verð á hlutabréfum í Apple að undanförnu. Exxon trónaði á toppnum frá árinu 2005 og allt til ársins 2011 þegar Apple skaut því ref fyrir rass á blómatíma tæknirisans.

Viðskipti erlent

Enn eitt hagnaðarmetið hjá Samsung

Hagnaður suður-kóreska raftækjaframleiðandans Samsung á síðasta ársfjórðungi ársins 2012 jókst um 76 prósent samanborið við árið á undan. Heildarhagnaðurinn nam 6,6 milljörðum Bandaríkjadala, eða sem nemur 858 milljörðum króna.

Viðskipti erlent

Merkel hvatti leiðtoga til þess að halda einbeitingu

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hvatti leiðtoga úr stjórnmálum og atvinnulífi, sem eru samankomnir í Davos í Sviss, til þess að halda einbeitingu og hugsa um að bæta efnahagsástandið í löndum sínum. Beindi hún orðum sínum ekki síst til stjórnmálaleiðtoga Evrópu, sem hún sagði að hefði skyldum að gegna, og þeir mættu ekki missa móðinn.

Viðskipti erlent

Gríðarlegur hagnaður Ikea

Hagnaður sænska húsgagnaframleiðandans Ikea jókst um átta prósent á síðasta ári. Nettó hagnaður fyrirtækisins nam tæpum fimm hundruð og fimmtíu milljörðum króna á meðan heildartekjur þess námu rúmlega fjögur þúsund og sjö hundruð milljörðum.

Viðskipti erlent

Spá hnignun hjá Apple

Tæknirisinn Apple mun á miðvikudag opinbera uppgjör sitt fyrir síðasta ársfjórðung 2012. Margir reikna með því að í fyrsta skipti í níu ár hafi Apple ekki aukið hagnað sinn á milli fjórðunga.

Viðskipti erlent

Hagvöxtur í Kína eykst á ný

Staða efnahagsmála í Kína hefur verið að batna að undanförnu og mældist hagvöxtur 7,9 prósent á síðasta ársfjórðungi ársins 2012, samanborið við 7,4 prósent ársfjórðunginn á undan.

Viðskipti erlent