Viðskipti erlent Bandarísk stjórnvöld stefna S&P Lánshæfismatsfyrirtækið Standard & Poor's býst við því að bandaríska ríkið muni lögsækja fyrirtækið vegna einkunna sem fyrirtækið gaf fasteignalánum, árið 2007, í aðdraganda að fjármálakreppunni. Um er að ræða svokölluð undirmálslán sem hafa jafnan verið talin ein af helstu orsökum fjármálakreppunnar sem skók allan heiminn. Viðskipti erlent 4.2.2013 23:40 Rajoy ætlar að birta yfirlit yfir eignir sínar Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, segir að stjórnvöld muni leggja meiri áherslu á gagnsæi og baráttu gegn spillingu, með það fyrir augum að endurheimta traust íbúa landsins, en mótmæli í stærstu borgum Spánar, þar sem megininntakið er barátta gegn spilltri stjórnsýslu, hafa verið fjölmenn undanfarna mánuði. Viðskipti erlent 4.2.2013 10:37 Ítalska mafían með meiri veltu en orkurisinn Eni Ný úttekt á vegum Sameinuðu þjóðanna sýnir að veltan af glæpastarsemi ítölsku mafíunni nemur 116 milljörðum evra á ári. Þessi upphæð er hærri en nemur veltunni hjá orkurisanum Eni sem er stærsta fyrirtæki landsins. Viðskipti erlent 4.2.2013 06:29 Barclays bankinn í rannsókn vegna al-Thani fléttu Rannsókn er hafin á viðskiptum Barclays bankans í Bretlandi við al-Thani fjölskylduna í Katar en þessi viðskipti eru hliðstæð þeim sem Kaupþing átti við einn af meðlimum þessarar fjölskyldu korteri fyrir hrunið 2008. Viðskipti erlent 1.2.2013 08:32 Verulega dró úr hagnaði Facebook Verulega dró úr hagnaði Facebook á fjórða ársfjórðungi í fyrra miðað við sama tímabil árið áður. Viðskipti erlent 31.1.2013 06:38 Nýtt grænlenskt flugfélag í burðarliðnum Nýtt grænlenskt flugfélag er í burðarliðnum en það á að heita Greenland Express. Viðskipti erlent 31.1.2013 06:32 Tunnan af Brent olíunni komin yfir 115 dollara Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að hækka þótt dregið hafi úr hækkun þess á Asíumörkuðum í nótt í kjölfar nýrra upplýsinga um að landsframleiðsla Bandaríkjanna hafi dregist aðeins saman á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Viðskipti erlent 31.1.2013 06:31 Ástandið á Spáni versnar enn Landsframleiðsla á Spáni dróst saman á þriðja ársfjórðungi ársins í fyrra um 0,7 prósent frá ársfjórðunginum á undan, og um 1,8 prósent miðað við sama tímabil í fyrra. Þá sýna nýjustu tölur um smásöluverslun á Spáni að hún var mun verri í desember á síðasta ári heldur en árið 2011, en smásalan dróst saman um 10,7 prósent milli ára, að því er segir í frétt á vef Wall Street Journal í dag. Viðskipti erlent 30.1.2013 10:54 Fjársvik kosta Merrild Kaffe nærri 5 milljarða Umfangsmikil fjársvik í Brasiliu hafa kostað danska kaffiframleiðandann Merrild yfir 200 milljónir danskra króna eða hátt í 5 milljarða króna. Viðskipti erlent 30.1.2013 08:02 Mesti hagnaður Nordea bankans í sögunni Norræni stórbankinn Nordea skilaði methagnaði á síðasta ári eða rúmlega 4 milljörðum evra sem samsvarar um 700 milljörðum króna. Fyrra met bankans var árið 2007 þegar hagnaðurinn nam 3,9 milljörðum evra. Viðskipti erlent 30.1.2013 07:56 Hneykslið hjá Banca Monte gæti skaðað orðspor Mario Draghi Hneykslið sem nú skekur elsta banka heimsins, hinn ítalska Banca Montre dei Paschi, gæti haft áhrif á komandi þingkosningar á Ítalíu og það gæti einnig skaðað orðspor Mario Draghi bankastjóra Evrópska seðlabankans. Viðskipti erlent 30.1.2013 06:27 Boðar hagvöxt í Grikklandi í lok ársins Yannis Stournaras fjármálaráðherra Grikklands segir að það versta sé að baki í efnahagshremmingum landsins og að hann eigi von á hagvexti í landinu í lok þess árs og á því næsta. Viðskipti erlent 29.1.2013 06:35 Heimsmarkaðsverð á olíu fer hækkandi Heimsmarkaðsverð á olíu hefur farið hækkandi undanfarna daga og er tunnan af Brent olíunni nú komin í 113.5 dollara. Viðskipti erlent 29.1.2013 06:27 Fundu risavaxið olíusvæði í ástralskri eyðimörk Ástralska orkufyrirtækið Linc Energy segist hafa fundið risavaxið olíusvæði í eyðimörk í suðurhluta Ástralíu. Viðskipti erlent 28.1.2013 06:45 Elsti banki heimsins í miklum erfiðleikum Elsti banki heimsins, Banca Monte dei Paschi á Ítalíu, glímir við miklar erfiðleika þessa stundina og þarf á aðstoð frá hinu opinbera til að geta haldið áfram starfsemi sinni. Viðskipti erlent 28.1.2013 06:37 Exxon komið á toppinn eftir fall Apple Olíufélagið Exxon Mobil er aftur orðið verðmætasta fyrirtæki heims, eftir fallandi verð á hlutabréfum í Apple að undanförnu. Exxon trónaði á toppnum frá árinu 2005 og allt til ársins 2011 þegar Apple skaut því ref fyrir rass á blómatíma tæknirisans. Viðskipti erlent 27.1.2013 09:41 Enn eitt hagnaðarmetið hjá Samsung Hagnaður suður-kóreska raftækjaframleiðandans Samsung á síðasta ársfjórðungi ársins 2012 jókst um 76 prósent samanborið við árið á undan. Heildarhagnaðurinn nam 6,6 milljörðum Bandaríkjadala, eða sem nemur 858 milljörðum króna. Viðskipti erlent 25.1.2013 09:15 Verð á gasolíu í Rotterdam ekki verið hærra í áratugi Meðalverðið á gasolíu á Rotterdammarkaði í fyrra nam 945 dollurum á tonnið og hefur ekki verið hærra í áratugi. Til samanburðar var meðalverð ársins á undan 918 dollarar á tonnið. Viðskipti erlent 25.1.2013 06:41 Úkraína semur við Shell um gasvinnslu Stjórnvöld í Úkraínu hafa samið við Royal Dutch Shell olíufélagið um vinnslu á gasi þar í landi. Viðskipti erlent 25.1.2013 06:30 Merkel hvatti leiðtoga til þess að halda einbeitingu Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hvatti leiðtoga úr stjórnmálum og atvinnulífi, sem eru samankomnir í Davos í Sviss, til þess að halda einbeitingu og hugsa um að bæta efnahagsástandið í löndum sínum. Beindi hún orðum sínum ekki síst til stjórnmálaleiðtoga Evrópu, sem hún sagði að hefði skyldum að gegna, og þeir mættu ekki missa móðinn. Viðskipti erlent 25.1.2013 01:04 Sextíu prósent atvinnuleysi hjá ungmennum á Spáni Atvinnuleysi á Spáni hefur náð nýjum hæðum. Sextíu prósent atvinnubærra Spánverja undir tuttugu og fimm ára aldri er nú án atvinnu. Þetta kemur fram í nýjum tölum sem yfirvöld á Spáni birtu í dag. Viðskipti erlent 24.1.2013 08:53 Gríðarlegur hagnaður Ikea Hagnaður sænska húsgagnaframleiðandans Ikea jókst um átta prósent á síðasta ári. Nettó hagnaður fyrirtækisins nam tæpum fimm hundruð og fimmtíu milljörðum króna á meðan heildartekjur þess námu rúmlega fjögur þúsund og sjö hundruð milljörðum. Viðskipti erlent 24.1.2013 06:41 Skattar á fjármagnshreyfingar færast nær Fjármálaráðherrar Evrópuríkja hafa gefið grænt ljós á það að ríki álfunnar setji skatt á fjármagnshreyfingar, með það að markmiði að gera fjármálakerfi ríkjanna öruggari og traustari. Viðskipti erlent 22.1.2013 14:33 Jeroen verður næsti leiðtogi Eurogroup hópsins Jeroen Dijsselbloem fjármálaráðherra Hollands hefur verið kosinn sem formaður svokallaðs Eurogroup eða hóps fjármálaráðherra evrusvæðsins. Hann tekur við stöðunni af Jean-Claude Junkers. Viðskipti erlent 22.1.2013 06:03 Atvinnuleysi í heiminum heldur áfram að aukast Nýjar tölur frá Alþjóða vinnumálastofnuninni sýna að fimm árum eftir að hin alþjóðlega fjármálakreppa hófst heldur atvinnulausum áfram að fjölga í heiminum. Viðskipti erlent 22.1.2013 05:58 Meirihlutaeigendur Bakkavarar vilja Lýð burt úr stjórnarformennsku Hluthafar í Bakkavör vilja að Lýður Guðmundsson hverfi úr starfi sínu sem stjórnarformaður félagsins, á meðan ákæra á hendur honum er til meðferðar í dómskerfinu. Lýður og Ágúst bróðir hans eru stærstu eigendur félagsins en Arion banki og lífeyrissjóðir standa gegn því að þeir nái meirihluta í félaginu. Viðskipti erlent 21.1.2013 18:30 Spá hnignun hjá Apple Tæknirisinn Apple mun á miðvikudag opinbera uppgjör sitt fyrir síðasta ársfjórðung 2012. Margir reikna með því að í fyrsta skipti í níu ár hafi Apple ekki aukið hagnað sinn á milli fjórðunga. Viðskipti erlent 21.1.2013 10:37 Hagvöxtur í Kína eykst á ný Staða efnahagsmála í Kína hefur verið að batna að undanförnu og mældist hagvöxtur 7,9 prósent á síðasta ársfjórðungi ársins 2012, samanborið við 7,4 prósent ársfjórðunginn á undan. Viðskipti erlent 21.1.2013 10:32 Verðbólgan mælist 1,9% í Danmörku Verðbólgan í Danmörku mældist 1,9% í desember s.l. eða nokkuð undir meðaltalinu í ríkjum Evrópusambandsins sem var 2,3% verðbólga. Viðskipti erlent 21.1.2013 10:04 Fundað um neyðarlán til Kýpur, Kýpurbúar með ás upp í erminni Fjármálaráðherrar evrusvæðisins funda í dag um hvort veita eigi Kýpur meira af neyðarlánum en þegar hefur verið ákveðið. Kýpurbúar eru með öflugan ás upp í erminni. Viðskipti erlent 21.1.2013 06:19 « ‹ 149 150 151 152 153 154 155 156 157 … 334 ›
Bandarísk stjórnvöld stefna S&P Lánshæfismatsfyrirtækið Standard & Poor's býst við því að bandaríska ríkið muni lögsækja fyrirtækið vegna einkunna sem fyrirtækið gaf fasteignalánum, árið 2007, í aðdraganda að fjármálakreppunni. Um er að ræða svokölluð undirmálslán sem hafa jafnan verið talin ein af helstu orsökum fjármálakreppunnar sem skók allan heiminn. Viðskipti erlent 4.2.2013 23:40
Rajoy ætlar að birta yfirlit yfir eignir sínar Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, segir að stjórnvöld muni leggja meiri áherslu á gagnsæi og baráttu gegn spillingu, með það fyrir augum að endurheimta traust íbúa landsins, en mótmæli í stærstu borgum Spánar, þar sem megininntakið er barátta gegn spilltri stjórnsýslu, hafa verið fjölmenn undanfarna mánuði. Viðskipti erlent 4.2.2013 10:37
Ítalska mafían með meiri veltu en orkurisinn Eni Ný úttekt á vegum Sameinuðu þjóðanna sýnir að veltan af glæpastarsemi ítölsku mafíunni nemur 116 milljörðum evra á ári. Þessi upphæð er hærri en nemur veltunni hjá orkurisanum Eni sem er stærsta fyrirtæki landsins. Viðskipti erlent 4.2.2013 06:29
Barclays bankinn í rannsókn vegna al-Thani fléttu Rannsókn er hafin á viðskiptum Barclays bankans í Bretlandi við al-Thani fjölskylduna í Katar en þessi viðskipti eru hliðstæð þeim sem Kaupþing átti við einn af meðlimum þessarar fjölskyldu korteri fyrir hrunið 2008. Viðskipti erlent 1.2.2013 08:32
Verulega dró úr hagnaði Facebook Verulega dró úr hagnaði Facebook á fjórða ársfjórðungi í fyrra miðað við sama tímabil árið áður. Viðskipti erlent 31.1.2013 06:38
Nýtt grænlenskt flugfélag í burðarliðnum Nýtt grænlenskt flugfélag er í burðarliðnum en það á að heita Greenland Express. Viðskipti erlent 31.1.2013 06:32
Tunnan af Brent olíunni komin yfir 115 dollara Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að hækka þótt dregið hafi úr hækkun þess á Asíumörkuðum í nótt í kjölfar nýrra upplýsinga um að landsframleiðsla Bandaríkjanna hafi dregist aðeins saman á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Viðskipti erlent 31.1.2013 06:31
Ástandið á Spáni versnar enn Landsframleiðsla á Spáni dróst saman á þriðja ársfjórðungi ársins í fyrra um 0,7 prósent frá ársfjórðunginum á undan, og um 1,8 prósent miðað við sama tímabil í fyrra. Þá sýna nýjustu tölur um smásöluverslun á Spáni að hún var mun verri í desember á síðasta ári heldur en árið 2011, en smásalan dróst saman um 10,7 prósent milli ára, að því er segir í frétt á vef Wall Street Journal í dag. Viðskipti erlent 30.1.2013 10:54
Fjársvik kosta Merrild Kaffe nærri 5 milljarða Umfangsmikil fjársvik í Brasiliu hafa kostað danska kaffiframleiðandann Merrild yfir 200 milljónir danskra króna eða hátt í 5 milljarða króna. Viðskipti erlent 30.1.2013 08:02
Mesti hagnaður Nordea bankans í sögunni Norræni stórbankinn Nordea skilaði methagnaði á síðasta ári eða rúmlega 4 milljörðum evra sem samsvarar um 700 milljörðum króna. Fyrra met bankans var árið 2007 þegar hagnaðurinn nam 3,9 milljörðum evra. Viðskipti erlent 30.1.2013 07:56
Hneykslið hjá Banca Monte gæti skaðað orðspor Mario Draghi Hneykslið sem nú skekur elsta banka heimsins, hinn ítalska Banca Montre dei Paschi, gæti haft áhrif á komandi þingkosningar á Ítalíu og það gæti einnig skaðað orðspor Mario Draghi bankastjóra Evrópska seðlabankans. Viðskipti erlent 30.1.2013 06:27
Boðar hagvöxt í Grikklandi í lok ársins Yannis Stournaras fjármálaráðherra Grikklands segir að það versta sé að baki í efnahagshremmingum landsins og að hann eigi von á hagvexti í landinu í lok þess árs og á því næsta. Viðskipti erlent 29.1.2013 06:35
Heimsmarkaðsverð á olíu fer hækkandi Heimsmarkaðsverð á olíu hefur farið hækkandi undanfarna daga og er tunnan af Brent olíunni nú komin í 113.5 dollara. Viðskipti erlent 29.1.2013 06:27
Fundu risavaxið olíusvæði í ástralskri eyðimörk Ástralska orkufyrirtækið Linc Energy segist hafa fundið risavaxið olíusvæði í eyðimörk í suðurhluta Ástralíu. Viðskipti erlent 28.1.2013 06:45
Elsti banki heimsins í miklum erfiðleikum Elsti banki heimsins, Banca Monte dei Paschi á Ítalíu, glímir við miklar erfiðleika þessa stundina og þarf á aðstoð frá hinu opinbera til að geta haldið áfram starfsemi sinni. Viðskipti erlent 28.1.2013 06:37
Exxon komið á toppinn eftir fall Apple Olíufélagið Exxon Mobil er aftur orðið verðmætasta fyrirtæki heims, eftir fallandi verð á hlutabréfum í Apple að undanförnu. Exxon trónaði á toppnum frá árinu 2005 og allt til ársins 2011 þegar Apple skaut því ref fyrir rass á blómatíma tæknirisans. Viðskipti erlent 27.1.2013 09:41
Enn eitt hagnaðarmetið hjá Samsung Hagnaður suður-kóreska raftækjaframleiðandans Samsung á síðasta ársfjórðungi ársins 2012 jókst um 76 prósent samanborið við árið á undan. Heildarhagnaðurinn nam 6,6 milljörðum Bandaríkjadala, eða sem nemur 858 milljörðum króna. Viðskipti erlent 25.1.2013 09:15
Verð á gasolíu í Rotterdam ekki verið hærra í áratugi Meðalverðið á gasolíu á Rotterdammarkaði í fyrra nam 945 dollurum á tonnið og hefur ekki verið hærra í áratugi. Til samanburðar var meðalverð ársins á undan 918 dollarar á tonnið. Viðskipti erlent 25.1.2013 06:41
Úkraína semur við Shell um gasvinnslu Stjórnvöld í Úkraínu hafa samið við Royal Dutch Shell olíufélagið um vinnslu á gasi þar í landi. Viðskipti erlent 25.1.2013 06:30
Merkel hvatti leiðtoga til þess að halda einbeitingu Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hvatti leiðtoga úr stjórnmálum og atvinnulífi, sem eru samankomnir í Davos í Sviss, til þess að halda einbeitingu og hugsa um að bæta efnahagsástandið í löndum sínum. Beindi hún orðum sínum ekki síst til stjórnmálaleiðtoga Evrópu, sem hún sagði að hefði skyldum að gegna, og þeir mættu ekki missa móðinn. Viðskipti erlent 25.1.2013 01:04
Sextíu prósent atvinnuleysi hjá ungmennum á Spáni Atvinnuleysi á Spáni hefur náð nýjum hæðum. Sextíu prósent atvinnubærra Spánverja undir tuttugu og fimm ára aldri er nú án atvinnu. Þetta kemur fram í nýjum tölum sem yfirvöld á Spáni birtu í dag. Viðskipti erlent 24.1.2013 08:53
Gríðarlegur hagnaður Ikea Hagnaður sænska húsgagnaframleiðandans Ikea jókst um átta prósent á síðasta ári. Nettó hagnaður fyrirtækisins nam tæpum fimm hundruð og fimmtíu milljörðum króna á meðan heildartekjur þess námu rúmlega fjögur þúsund og sjö hundruð milljörðum. Viðskipti erlent 24.1.2013 06:41
Skattar á fjármagnshreyfingar færast nær Fjármálaráðherrar Evrópuríkja hafa gefið grænt ljós á það að ríki álfunnar setji skatt á fjármagnshreyfingar, með það að markmiði að gera fjármálakerfi ríkjanna öruggari og traustari. Viðskipti erlent 22.1.2013 14:33
Jeroen verður næsti leiðtogi Eurogroup hópsins Jeroen Dijsselbloem fjármálaráðherra Hollands hefur verið kosinn sem formaður svokallaðs Eurogroup eða hóps fjármálaráðherra evrusvæðsins. Hann tekur við stöðunni af Jean-Claude Junkers. Viðskipti erlent 22.1.2013 06:03
Atvinnuleysi í heiminum heldur áfram að aukast Nýjar tölur frá Alþjóða vinnumálastofnuninni sýna að fimm árum eftir að hin alþjóðlega fjármálakreppa hófst heldur atvinnulausum áfram að fjölga í heiminum. Viðskipti erlent 22.1.2013 05:58
Meirihlutaeigendur Bakkavarar vilja Lýð burt úr stjórnarformennsku Hluthafar í Bakkavör vilja að Lýður Guðmundsson hverfi úr starfi sínu sem stjórnarformaður félagsins, á meðan ákæra á hendur honum er til meðferðar í dómskerfinu. Lýður og Ágúst bróðir hans eru stærstu eigendur félagsins en Arion banki og lífeyrissjóðir standa gegn því að þeir nái meirihluta í félaginu. Viðskipti erlent 21.1.2013 18:30
Spá hnignun hjá Apple Tæknirisinn Apple mun á miðvikudag opinbera uppgjör sitt fyrir síðasta ársfjórðung 2012. Margir reikna með því að í fyrsta skipti í níu ár hafi Apple ekki aukið hagnað sinn á milli fjórðunga. Viðskipti erlent 21.1.2013 10:37
Hagvöxtur í Kína eykst á ný Staða efnahagsmála í Kína hefur verið að batna að undanförnu og mældist hagvöxtur 7,9 prósent á síðasta ársfjórðungi ársins 2012, samanborið við 7,4 prósent ársfjórðunginn á undan. Viðskipti erlent 21.1.2013 10:32
Verðbólgan mælist 1,9% í Danmörku Verðbólgan í Danmörku mældist 1,9% í desember s.l. eða nokkuð undir meðaltalinu í ríkjum Evrópusambandsins sem var 2,3% verðbólga. Viðskipti erlent 21.1.2013 10:04
Fundað um neyðarlán til Kýpur, Kýpurbúar með ás upp í erminni Fjármálaráðherrar evrusvæðisins funda í dag um hvort veita eigi Kýpur meira af neyðarlánum en þegar hefur verið ákveðið. Kýpurbúar eru með öflugan ás upp í erminni. Viðskipti erlent 21.1.2013 06:19