Gott uppgjör hjá Actavis, eign Björgólfs eykst um 1,2 milljarða 3. maí 2013 10:04 Samheitalyfjafyrirtækið Actavis skilaði mun betra uppgjöri á fyrsta ársfjórðungi en sérfræðingar höfðu spáð. Eftir birtingu uppgjörsins hækkuðu hlutir í Actavis um rúm 2% en það þýðir að hlutafjáreign Björgólfs Thors Björgólfssonar jókst um 1,2 milljarða króna á markaðinum í New York í gærdag. Í frétt um málið á Reuters segir að Actavis hafi skilað tæplega 103 milljóna dollara tapi á ársfjórðungnum. Tapið er tilkomið vegna sameiningar Actavis og Watson í vetur og kaupa á lyfjafyrirtækinu Uteron Pharma. Sérfræðingar áttu von á töluvert meira tapi vegna þessa. Tekjur Actavis jukust um 24% miðað við sama tímabil í fyrra og námu 1,9 milljörðum dollara sem var nærri því á pari við væntingar sérfræðinga. Reuter hefur eftir Chris Schott greinanda hjá JP Morgan að Actavis sé í einni bestu stöðunni í heiminum hvað samheitalyfjafyrirtæki varðar, hvort sem litið sé til skemmri eða lengri tíma. Hvað fyrrgreindan ágóða Björgólfs Thors varðar hér að framan kom fram í fréttum í gær að hann ætti um 60 milljarða virði af hlutafé í Actavis. Þar með bætti sú eign við sig um 1,2 milljörðum kr. miðað við hækkunina í New York í gærdag. Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Samheitalyfjafyrirtækið Actavis skilaði mun betra uppgjöri á fyrsta ársfjórðungi en sérfræðingar höfðu spáð. Eftir birtingu uppgjörsins hækkuðu hlutir í Actavis um rúm 2% en það þýðir að hlutafjáreign Björgólfs Thors Björgólfssonar jókst um 1,2 milljarða króna á markaðinum í New York í gærdag. Í frétt um málið á Reuters segir að Actavis hafi skilað tæplega 103 milljóna dollara tapi á ársfjórðungnum. Tapið er tilkomið vegna sameiningar Actavis og Watson í vetur og kaupa á lyfjafyrirtækinu Uteron Pharma. Sérfræðingar áttu von á töluvert meira tapi vegna þessa. Tekjur Actavis jukust um 24% miðað við sama tímabil í fyrra og námu 1,9 milljörðum dollara sem var nærri því á pari við væntingar sérfræðinga. Reuter hefur eftir Chris Schott greinanda hjá JP Morgan að Actavis sé í einni bestu stöðunni í heiminum hvað samheitalyfjafyrirtæki varðar, hvort sem litið sé til skemmri eða lengri tíma. Hvað fyrrgreindan ágóða Björgólfs Thors varðar hér að framan kom fram í fréttum í gær að hann ætti um 60 milljarða virði af hlutafé í Actavis. Þar með bætti sú eign við sig um 1,2 milljörðum kr. miðað við hækkunina í New York í gærdag.
Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira