Tíska og hönnun

500m² stofa

Þriggja manna fjölskylda býr í þessu glæsilega 500m² húsi í Vín í Austurriki sem skoða má í myndasafninu. Um er að ræða fjögurra hæða heimili. Jarðhæð og þrjár hæðir, þar sem garðurinn er beint framhald af stofu og eldhúsi hússins.

Tíska og hönnun

Bara holl samkeppni

Agla Stefánsdóttir og Sigrún Unnarsdóttir útskrifuðust með MA í fatahönnun frá Designskolen í Kolding í vor. Þær eru báðar austan af Fljótsdalshéraði en segjast ekki hafa verið neinar samlokur í skólanum.

Tíska og hönnun

Samnýta fataskápa

Vinkonurnar Anika Laufey Baldursdóttir og Krista Sigríður Hall ganga óhikað í fataskápana hjá hvor annarri og segja það hið besta kreppuráð. Þær hafa búið saman í miðbæ Reykjavíkur frá því í byrjun sumars og geta, með því að samnýta fataskápa, skartað "nýrri“ flík á nánast hverjum degi. Við vinnum báðar í Spútnik og segjum reglulega: "Þurfum við ekki að fá okkur svona,“ segir Krista. "Við erum líka með mjög svipaðan stíl,“ segir Anika, " erum báðar svolítið rokkaðar.“

Tíska og hönnun

Hákarlinn sló í gegn

Allt ætlaði um að koll að keyra þegar Sruli Recht frumsýndi nýja herralínu í París á dögunum. Meðal viðstaddra var hinn heimsþekkti Lenny Kravitz, sem keypti aðklæðnað fyrir væntanlegt tónleikaferðalag.

Tíska og hönnun

Stígvélaæði á Glastonbury

Hunter-fyrirtækið hefur framleitt stígvél allt frá árinu 1856 og er enn einn vinsælasti stígvélaframleiðandinn í Bretlandseyjum. Stígvélin frá Hunter voru algeng sjón á fótum gesta Glastonbury-tónlistarhátíðarinnar í ár eins og fyrri ár.

Tíska og hönnun

Köflótt undir kleinurnar

Sannkölluð keramíkveisla stendur nú yfir í Kraumi í Aðalstræti 10 en þar sýnir Ólöf Erla Bjarnadóttir nýja línu kökudiska. Einnig sýna nemendur Myndlistaskólans í Reykjavík vörur sem unnar voru fyrir Kahla.

Tíska og hönnun

Hannar mynd á breskan bol

Mynd eftir íslenska hönnuðinn Sigga Eggertsson birtist á bolum Asos í júlí. Asos er stærsta sjálfstæða tísku- og snyrtivöruverslun Bretlands á netinu. Siggi er fyrsti Íslendingurinn sem vinnur með Asos.

Tíska og hönnun

Speisað vinnuspeis

Í myndasafni má sjá myndir, líkan og teikningar af skrifstofuhúsnæði sem er staðsett í Shanghai í Kína. Hönnunin er eftir Taranta arkítekta. Vinnustöðvarnar eru skemmtilega hannaðar með það í huga að efla sköpun á meðal starfsmanna. Á neðri hæð skrifstofunnar má sjá loftið falla niður í mitt rýmið líkt og um stóran vatnsdropa væri að ræða. Þá er gólfið á efri hæðinni nýtt sem skrifstofuborð eins og sjá má hér.

Tíska og hönnun

Naomi Campbell hannar gallabuxnalínu

Ofurfyrirsætan Naomi Campbell hefur verið fengin til að hanna gallabuxnalínu fyrir ítalska tískumerkið Fiorucci. Sögur herma að línan verði frumsýnd á herratískuvikunni í Mílanó sem fram fer um þessar mundir.

Tíska og hönnun

Lampi í anda Eyjafjallajökuls

"Þegar Eyjafjallajökull og öskuskýið tóku yfir fréttatímann og dagblöðin í heiminum í fyrra heillaðist ég af myndunum sem birtust og þaðan kom hugmyndin að lampanum," segir Mia E. Göransson, sænskur leirhönnuður sem hefur hannað lampa sem ber nafnið Eyjafjallajökull.

Tíska og hönnun

Hvítt heltekur Hollywood

Meðfylgjandi myndir sýna að Hollywoodstjörnurnar eru hrifnar af skjannahvítum kjólum. Sjáðu Kim Kardashian, Carrie Underwood, Kate Middleton, Lucy Liu, Evu Longoria og fleiri í myndasafni.

Tíska og hönnun

Spennandi tækifæri

Herborg Eðvaldsdóttir er á leið í starfsnám í postulínsverksmiðjunni Kahla í Þýskalandi. „Þetta verður skemmtileg upplifun,“ segir Herborg Eðvaldsdóttir en tilkynnt var um valið á alþjóðlegu sýningunni DMY í Berlín á dögunum, þar sem sjö nemendur skólans sýndu verk sín.

Tíska og hönnun

Dýrgripir úr ólíkum þræði

Sýningin Þræðir var opnuð á þjóðhátíðardaginn í Sparki á Klapparstíg 33. Þar mætast tvær kynslóðir sem fást við skartgripagerð á ólíkan hátt en þó eiga þær margt sameiginlegt.

Tíska og hönnun

Sundlaugin kallar á mann

Sundlaugin við húsið sem staðsett er í Ástralíu kallar svo sannarlega á mann. Húsið, sem er hannað af arkitektum sem kalla sig Vibe Design Group, er sérstak í útliti eins og sjá má í myndasafni en lögð var áhersla á að birtan fengi að njóta sín og að allar hliðar hússins myndu gleðja íbúa þess þegar kemur að útliti og notagildi.

Tíska og hönnun

Kaupendur hanna fötin

Fyrsti íslenski internetklæðskerinn sem sérhæfir sig í sérsaumuðum og sérhönnuðum jakkafötum á karlmenn og drögtum á konur hefur hafið rekstur. Áætluð er útrás til Skandinavíu og Bretlands.

Tíska og hönnun

Klikkað útsýni í strandhúsi

Litagleðin er allsráðandi í skemmtilegu strandhúsi sem staðsett er í Perú eftir Longhi arkitekta eins og sjá má í myndasafni. Ekki spillir útsýnið fyrir stemningunni í svefnherberginu. Skoða egglaga hús á stærð við hjóhýsi hér.

Tíska og hönnun

Barnvænt hús í Belgíu

DmvA arkítektar hönnuðu húsið sem skoða má í meðfylgjandi myndasafni. Húsið, sem er í Belgíu, var teiknað fyrir fjölskyldufólk sem lagði ríka áherslu að húsið væri barnvænt og að umferðin fyrir utan húsið hyrfi um leið og stigið væri inn í það. Garðurinn snýr ekki að götunni og það á einnig við um svefnherbergin og stofuna.

Tíska og hönnun

Litaðar gallabuxur rokka

Meðfylgjandi má m.a. sjá myndir af Hollywoodstjörnum eins og Kylie Minogue, Siennu Miller, Hayden Panettiere, Hilary Duff og Khloe Kardashian sem allar eiga það sameiginlegt að ganga í lituðum gallabuxum í sumar. Skoða buxurnar betur í meðfylgjandi myndskeiði.

Tíska og hönnun

Gaman að byrja svona vel

Emilía Borgþórsdóttir iðnhönnuður hlaut gullverðlaun á stærstu húsgagnasýningu Bandaríkjanna, NeoCon, sem haldin er árlega í Chicago. Verðlaunin þykja mikill heiður og reynist mörgum stökkpallur í fremstu línu hönnuða á heimsvísu. Emilía fékk verðlaun í flokki sófaborða en sérstaka athygli vekur ytra að fyrsta vara hönnuðar, eins og raunin er með borð hennar, hljóti svo stóra viðurkenningu.

Tíska og hönnun

Þetta er almennileg lofthæð

Meðfylgjandi má skoða myndir af húsi í Tokyo í Japan hannað af Ikimono arkitektum. Við hönnun hússins, sem líkist helst skemmu, var lögð áhersla á mikla lofthæð og endalaust rými sem lætur íbúum hússins líða eins og þeir séu staddir úti en ekki inni. Ryðfrítt stál er aðaluppistaða hússins eins og sjá má á myndunum.

Tíska og hönnun

Lela Rose - haust 2011

Fatahönnuðurinn Lela Rose fékk hugmyndina að munstrinu sem hún notar í haustlínunni sinni fyrir árið 2011, sem skoða má í myndasafni, á listasýningu þýska listamannins Gerhard Richter í Chicago. Sjá haustlínu Lelu í meðfylgjandi myndasafni.

Tíska og hönnun

Kalt hús í steikjandi hitanum

Meðfylgjandi má sjá glæsilegt hús í Aigina í Grikklandi hannað af arkitektinum Helen Sfakianaki. Eins og sjá má í myndasafni kjósa íbúar hússins að kæla sig niður í miðhlutanum, eða öllu heldur í skugganum þar sem gluggar hússins eru færanlegir. Bæði lag og útlit hússins harmonerar afskaplega vel við hlýtt loftslagið og fagurblátt hafið. Sjá myndir hér.

Tíska og hönnun