Skoðun

Framtíðin er líka á morgun

Birkir Ingibjartsson skrifar

Framsóknarflokkurinn er hægt og rólega að sýna á spilin fyrir komandi kosningar. Það er í sjálfu sér ágætt, þá er allavega hægt að bregðast við þeim ákúrum sem frá þeim koma.

Skoðun

Fyrirsjáanleg íbúafjölgun og uppbygging í Árborg?

Bragi Bjarnason skrifar

Það hefur ekki farið framhjá neinum að íbúafjölgun í Sveitarfélaginu Árborg hefur verið mikil undanfarin ár og hvað þá að hér hefur geisað heimsfaraldur. Það er þó ekki víst að íbúar í Árborg hafi fengið að vita eins mikið af yfirvofandi heitavatnsskorti þar sem stefnan hefur ekki verið í takti við stækkun sveitarfélagsins síðastliðin fjögur ár.

Skoðun

Bur­nout Bar­bie - nú fáan­leg með lyf­seðli

Þorbjörg Marinósdóttir skrifar

Ég var að keyra dætur mínar (3 og 7 ára) í skólann fyrir nokkrum vikum. Þær söngluðu í aftursætunum, lag úr Disney-kvikmyndinni Encanto á meðan lægðin refsaði bílrúðunum. Nokkuð hugguleg stund, við á góðum tíma og allt í merkilega góðu jafnvægi.

Skoðun

Skulda­dagar í Reykja­víkur­borg

Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Í vor kjósum við Reykvíkingar um framtíð Reykjavíkurborgar. Rekstur sveitarfélaga snýst í grunninn um það að veita íbúum lögbundna grunnþjónustu - hlúa að velferð íbúanna. Lögbundin verkefni sveitarfélaganna sem þeim er skylt að sinna standa íbúum mjög nærri og eru þeim mikilvæg í daglegu lífi.

Skoðun

Ef ég myndi vilja gagn­rýna Sjálf­stæðis­flokkinn

Sveinn Kristjánsson skrifar

Þá myndi ég fara um víðan völl því af nógu er að taka. Í sjálfstæðisflokkinn eða “flokkinn” einsog hann er nefndur í daglegu tali, velst margt vel meinandi og gott fólk sem vill láta gott af sér leiða og bæta samfélagið fyrir okkur öll. Ég þekki nokkra, toppfólk.

Skoðun

Frístundir, fyrir öll börn!

Dagbjört Harðardóttir skrifar

Sveitarfélagið Árborg hefur tekið þátt í verkefninu Heilsueflandi samfélag frá árinu 2019. Margt gott hefur verið gert, en betur má ef duga skal. Rannsóknir hafa sýnt að þátttaka barna í frístundum hefur mikið forvarna- og forspárgildi fyrir velgengni þeirra síðar á lífsleiðinni.

Skoðun

For­ysta sem virðir Eflingar­fé­laga fær virðingu til baka

Magnús Freyr Magnússon skrifar

Ég heiti Magnús Freyr Magnússon og er félagsmaður í Eflingu. Ég er svokallaður „starfsmaður 2 með stuðning” og vinn á leikskóla. Ég brenn fyrir verkalýðsmálum og trúi á lýðræði. Ég er jafnréttissinnaður baráttumaður í húð og hár og ég stend við orð mín undir nafni.

Skoðun

Skóli á skil­orði

Birna Gunnlaugsdóttir skrifar

Margir hafa áhyggjur af grunnskólagöngu barna hvort heldur eigin barna, barnabarna eða barna yfirleitt. Áhyggjur stafa oftar en ekki af vangetu skólanna til að sinna til fullnustu þörfum barnanna, líkt og lög gera ráð fyrir.

Skoðun

Hafnar­fjörður – bær fram­kvæmdanna

Orri Björnsson skrifar

Frá því að Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði komst í meirihluta árið 2014 hefur ríkt mikið framkvæmda- og framfaraskeið í bænum. Eftir ísaldarkjörtímabil vinstrimanna, þar sem ekkert var framkvæmt vegna afleitrar fjárhagsstöðu og óstjórnar, fór landið að rísa hratt.

Skoðun

Mark­visst öku­nám skilar sér í hæfari öku­mönnum

Þuríður B. Ægisdóttir skrifar

Á ári hverju öðlast fjöldi nýrra ökumanna ökuréttindi í fyrsta skipti að undangengnu ökunámi og ökuprófi. Mikilvægt er að þessir nýju ökumenn séu sem best undir það búnir að takast á við þær fjölbreytilegu aðstæður sem upp geta komið í umferðinni.

Skoðun

Er þing­mennska ævi­starf?

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar

Þingkosningarnar seinast liðið haust voru nýliðum gæfuríkar, en tuttugu og fjórir þingmenn eru nú á sínu fyrsta starfsári. Mér hefur þó oft þótt einkennilegt hvað sumir þingmenn sitja lengi á þingi. Hafa jafnvel setið á þingi frá því áður en ég fór að fylgjast með fréttum af ráði.

Skoðun

Banka­sýsla ríkisins, ekki meir

Erna Bjarnadóttir skrifar

Bein útsending heitir það, þegar send er út óklippt útgáfa af atburðum á vettvangi. Við þekkjum slíkar útsendingar t.d. frá eldstöðvum á Reykjanesskaga eða jafnvel afhendingu handritanna fyrir 51 ári. Ég man vel eftir þeirri útsendingu. Hún var hins vegar ekkert sérstaklega spennandi, allir þekktu endinn fyrirfram.

Skoðun

Ó­vissa um fram­tíðina í hús­bíla­byggð Laugar­dals

Trausti Breiðfjörð Magnússon og Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifa

Í gær heimsóttum við íbúa í hjólhýsa- og húsbílabyggð Laugardals. Þar tók á móti okkur góður hópur fólks. Þau ræddu við okkur um aðbúnaðinn, hvernig væri að lifa í byggðinni og hvað væri hægt að gera betur.

Skoðun

Árborg er stórborg

Álfheiður Eymarsdóttir skrifar

Árborg er sveitarfélag í örum vexti og breytist hratt. Þar sem áður þekktu allir alla, er nú komin borgarbragur á sveitarfélagið okkar. Ef sveitarfélagið á að halda í við þessar öru breytingar og mikla vöxt, þá þarf stjórnsýslan að þróast með.

Skoðun

„Al­gjört vald“ en engin á­byrgð?

Jóhann Páll Jóhannsson skrifar

„Ég get ekki séð annað, virðulegi forseti, en að ráðherrann hafi algjört vald á því hvernig hann fari með þessi mál,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson þegar frumvarp til laga um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum var til umræðu á Alþingi 20. desember 2012.

Skoðun

Þjáning þol­enda eða upp­risa ger­enda

Hrafnhildur Sigmarsdóttir skrifar

Það er maður dæmdur fyrir kynferðisbrot í ættinni minni og mörgum í fjölskyldunni finnst sú staðreynd afar óþægileg. Eðlilega svo. Helst talar enginn um það, og síst af öllu við mig vegna starfsvettvangs míns.

Skoðun

Bankasýslan krossfest

Sigmar Guðmundsson skrifar

Það er svolítið merkilegt að fylgjast með því hvernig ríkisstjórnin hefur varið páskahelginni. Stjórnarforystan hafði tíma til að velta hlutum fyrir sér þar sem síminn var á silent þegar fjölmiðlar hringdu ítrekað.

Skoðun

Saman erum við ó­stöðvandi

Hilda Jana Gísladóttir skrifar

Eitt af því sem ég er hvað stoltust af á kjörtímabilinu er að hafa fengið að leiða starf landshlutasamtakanna okkar sem formaður SSNE, samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra.

Skoðun

Sam­fella í stuðningi við fanga með þroska­hömlun og á ein­hverfurófinu

Unnur Helga Óttarsdóttir,Sigrún Birgisdóttir og Elfa Dögg S. Leifsdóttir skrifa

Erlendar rannsóknir sýna svart á hvítu að fólk með þroskahömlun og/eða á einhverfurófi sem dæmt er til fangelsisvistar hefur mjög mikla þörf fyrir viðeigandi stuðning og vernd meðan á fangelsisvist stendur og eftir að það hefur lokið afplánun.

Skoðun

Er til­gangur ASÍ að berjast gegn Eflingu?

Barbara Sawka skrifar

Árið 2018 fengum við Eflingarfélagar tækifæri til að kjósa um formann í félaginu okkar í fyrsta sinn. Þá völdum við formann, Sólveigu Önnu Jónsdóttur, til að vinna fyrir okkur. Það gerði hún svo sannarlega: Hún hefur undirbúið, skipulagt og leitt raunverulega baráttu fyrir okkur. Við höfum fengið von um að ef við stöndum saman þá eru okkur allir vegi færir.

Skoðun

Kjósum oftar í Kópavogi

Ólafur Þór Gunnarsson skrifar

Frá því vinstri græn buðu fyrst fram í Kópavogi hefur alltaf verið lögð áhersla á íbúalýðræði, sem nú er ýmist kallað þátttökulýðræði eða íbúasamráð. VG fékk samþykkta fyrstu tillögu um þetta efni í Kópavogi í nóvember 2012. Um svipað leyti var farið af stað með verkefni á Akureyri og í Reykjavík þ.s. íbúum gafst kostur á að velja um hvaða verkefni til bætingar umhverfisins ættu að njóta forgangs. Öll þessi verkefni byggja á hugmyndafræðinni um þátttökufjárlagagerð sem hefur verið að ryðja sér til rúms víða um heim.

Skoðun

Ríkisstjórnin utan þjónustusvæðis

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar

Það hefur ríkt þögn á stjórnarheimilinu eftir að Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra setti fram pólitíska stríðsyfirlýsingu gagnvart Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra með orðum um að fjármálaráðherrans sé að axla ábyrgð á því hvernig sala á fjórðungseignarhluta ríkisins í Íslandsbanka fór fram.

Skoðun

Fyrir fólkið, fyrst og fremst

Valdimar Víðisson og Margrét Vala Marteinsdóttir skrifa

Fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar árið 2018 sögðumst við ætla að lækka álögur á fjölskyldufólk með hinum ýmsu aðgerðum. Þær aðgerðir voru m.a. stóraukinn systkinaafsláttur á leikskólagjöldum, gjaldfrjálsar skólamáltíðir grunnskólabarna og hækkun frístundastyrks.

Skoðun

Frítt fyrir fimm ára í leikskóla

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar

Í leikskólum fer fram mikilvæg menntun fyrir börn, áður en skólaskyldan hefst. Menntun sem byggist á því að læra og þroskast í gegnum leik og samveru við önnur börn undir handleiðslu fagaðila. Við í Viðreisn viljum að sem flest börn njóti þess að vera á leikskólum og finni þar fyrir umhyggju, öryggi og vellíðan. Við sjáum á þjónustukönnunum að foreldrar eru mjög ánægðir með leikskóla í Reykjavík og telja að börnunum sínum líði þar vel.

Skoðun

Skóla­upp­bygging til fram­tíðar í Garða­bæ

Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar

Í nýrri skýrslu VSÓ um íbúaþróun og skólasóknarsvæði Garðabæjar til ársins 2040 er dregin fram skýr mynd af verkefninu framundan. Það þarf að taka ákvörðun um skólauppbyggingu til framtíðar til þess að mæta fyrirsjáanlegri fjölgun íbúa.

Skoðun

Fjarðabyggð til framtíðar

Eydís Ásbjörnsdóttir,Sigurður Ólafsson og Einar Már Sigurðarson skrifa

Nú er kjörtímabilið senn á enda og gengið verður til kosninga. Kjósendur hafa því enn á ný tækifæri til að ákveða hverjum þau treysta til að leiða rekstur og stefnumótun sveitarfélagsins næstu fjögur árin. Við teljum því viðeigandi að líta yfir áherslur og árangur Fjarðalistans á liðnu kjörtímabili.

Skoðun

Að selja fjör­egg

Þorsteinn Sæmundsson skrifar

Frá því að ég man fyrst eftir hafa íslenskum stjórnvöldum verið mislagðar hendur við að selja fjöregg þjóðarinnar. Allt frá sölu á Síldarverksmiðjum ríkisins, áburðar og sementsverksmiðjum, Símanum að ekki sé minnst á s.k. einkavæðingu bankanna hina fyrri.

Skoðun