Skoðun

Eitt samfélag eða tvö?

Sabine Leskopf skrifar

Málefni innflytjenda hafa ekki farið hátt í þessari kosningarbaráttu. Þó að úr röðum Miðflokksins heyrist sérkennilegar skoðanir um innflytjendamál, hvaða innflytjendur eru góðir og hvaða ekki -kunnuglegur hræðsluáróður um árekstra ólíka menningarheima - þá hefur þjóðernispopúlismi eða hreinn og beinn rasismi blessunarlega aldrei borið árangur í þingkosningum á Íslandi.

Skoðun

Græn störf fyrir grænna líf?

Kolbrún Fríða Hrafnkelsdóttir skrifar

Umræðan um græn störf hefur aukist hratt síðastliðin ár en almennt er hugtakið “grænt starf” frekar nýtt af nálinni. Loftslagsbreytingar af mannavöldum munu óumflýjanlega hafa bein áhrif á m.a. efnahags- og atvinnulíf um allan heim.

Skoðun

Hvar ætla milljón öku­menn að keyra?

Andrés Ingi Jónsson skrifar

Hvernig ætlum við Íslendingar að ferðast á milli staða þegar við verðum orðin milljón talsins? Þegar það búa næstum 700 þúsund á höfuðborgarsvæðinu? Hvernig verður umferðin um Ártúnsbrekkuna þegar bílstjórarnir eru þrefalt fleiri en í dag?

Skoðun

Betri kjör til okkar besta fólks

Fjóla Hrund Björnsdóttir skrifar

Eldri borgarar þessa lands eru búnir að bíða allt of lengi eftir leiðréttingu kjara sinna. Enginn efast um að það eru réttlátar aðgerðir sem hefur verið lofað fyrir löngu. Nú telur Miðflokkurinn að það sé komið að því að efna loforð og fyrirheit fortíðar.

Skoðun

Viltu svona samfélag?

Árni Múli Jónasson skrifar

Í Fréttablaðinu 17. september sl. sagði: „Almenningur á Íslandi hefur töluvert sterkari hugmyndir en aðrir Norðurlandabúar um að auðmagn móti tækifærin. Þá telja Íslendingar að pólitísk tengsl hér á landi séu sérlega mikilvæg og eru á pari við Rússa í þeim skoðunum.

Skoðun

Sjálf­bær orku­fram­tíð

Tinna Traustadóttir og Pétur Blöndal skrifa

„Sjálfbær orkuframtíð“ er yfirskrift orkustefnu Íslands sem kynnt var í vetur að frumkvæði iðnaðarráðherra, en að henni stóð starfshópur með aðkomu allra þingflokka. Uppleggið var að skapa sátt um framtíðarsýn Íslands í orkumálum.

Skoðun

Jöfnum bú­setu­skil­yrði og réttum hlut sjávar­byggða

Eyjólfur Ármannsson skrifar

Helsta baráttumál Flokks fólksins er baráttan gegn fátækt. Flokkur fólksins ætlar að útrýma fátækt og óréttlæti á Íslandi, svo allir fái lifað mannsæmandi lífi. Lífsgæði eru ekki einkaréttur útvalinna! Það á við um landsbyggðina og sjávarbyggðir.

Skoðun

Af­glæpa­væðing er kjaft­æði

Sigurður Páll Jónsson skrifar

Sumir eru tilbúnir að ráðast í samfélagstilraunir og skiptir engu þó þær tilraunir beinist að viðkvæmustu hópum samfélagsins og fólki sem getur ekki borið hönd yfir höfuð sér. Ein slík tilraun ber heitið „afglæpavæðing“ þó það sé hið mesta öfugmæli því engin barátta vinnst með því að gefast upp.

Skoðun

Lax­eldis­iðnaðurinn beitir sefjun fyrir kosningar

Elvar Örn Friðriksson skrifar

Nýlega náði Veiga Grétarsdóttir, umhverfisverndarsinni og kajakræðari, ógeðfelldu myndefni í sjókvíum á Austurlandi. Nú er þetta í annað skipti á skömmum tíma þar sem myndefni Veigu sýnir hve slæmt opið sjókvíaeldi er í raun.

Skoðun

Þjóðar­höllin rísi

Ásmundur Einar Daðason,Lilja D. Alfreðsdóttir og Willum Þór Þórsson skrifa

Laugardalurinn hefur um áratugaskeið verið vettvangur margra stærstu sigra í íslenskri íþróttasögu, hvort sem þeir hafa unnist í Laugardalshöllinni eða á -vellinum. Aðstaðan í Laugardalnum er hins vegar löngu úr sér gengin og landsleikir í handbolta eða körfubolta þurfa sérstakar undanþágur alþjóðasambanda, því Laugardalshöllin uppfyllir ekki alþjóðlegar kröfur.

Skoðun

Stígum skrefið til fulls

Halldóra Hauksdóttir skrifar

Því ber að fagna að loks sé verið að stíga skref í þá átt að jafna stöðu foreldra, en samþykkt hefur verið frumvarp til breytingar á barnalögum þar sem megin inntakið varðar skipta búsetu barna.

Skoðun

Að halda reisn og sjálf­stæði

Elínborg Steinunnardóttir skrifar

Í janúar 2020 varð ég fyrir hræðilegu slysi á leið heim úr vinnu. Bíll sem ekið var af próflausum ökumanni undir áhrifum vímuefna, eltum af lögreglunni, lenti framan á bíl sem ég var í á 150 km hraða.

Skoðun

Halli kjörinn á þing

Konráð S. Guðjónsson skrifar

Við könnumst öll við þessa sögu: Stjórnmálaflokkur lofar öllu fögru – að lækka skatta á alla nema þá tekjuhæstu, stórauka framlög til mennta- og heilbrigðiskerfis, hækka bætur og allt skal verða betra.

Skoðun

Hvað kostar krónan okkur?

Guðmundur Ragnarson skrifar

Það er vaxandi umræða um gjaldmiðilinn krónuna nú í aðdraganda kosninganna enda hefur hún valdið miklum kostnaði, með háum vöxtum og stökkbreyttum lánum í gegnum áratugina.

Skoðun

Án ger­enda eru engir þol­endur

Brynja Dan Gunnarsdóttir skrifar

Á síðustu vikum höfum við enn og aftur fengið áminningu um það þjóðfélagsmein sem kynbundið ofbeldi er. Það er á ábyrgð okkar allra að vinna gegn því með öllum tiltækum ráðum. Best væri auðvitað ef ofbeldi ætti sér aldrei stað. Því án gerenda eru engir þolendur.

Skoðun

Hinn ör­litli grenjandi minni­hluti mun ekki þagna

Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar

Mikil andstaða var og er enn við frumvarp til laga um miðhálendisþjóðgarð. Því er það hin mesta furða að málinu hafi verið vísað til ríkisstjórnarinnar og að umhverfis- og auðlindaráðherra verði þar með falið að leggja fram nýtt frumvarp.

Skoðun

Þegar mál­þófið svæfði lýð­ræðið

Halldóra Mogensen skrifar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar 2021 er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu. Að hunsa vilja þjóðarinnar grefur ekki aðeins undan trausti og trú fólks á stjórnmálunum heldur undan samfélaginu sjálfu.

Skoðun

Saga um stað­festan glæp gegn þjóðinni

Ásthildur Lóa Þórsdóttir og Ragnar Þór Ingólfsson skrifa

Inni í félagsmálaráðuneytinu liggur skýrsla sem ekki fæst birt, enda leiðir hún í ljós hversu alvarlega ríkisstjórnir síðustu áratuga hafa brotið gegn heimilum landsins og við getum fullyrt að þær ríkisstjórnir sem setið hafa frá hruni hafi sýnt einbeittan vilja til þess að viðhalda brotunum gagnvart þjóðinni.

Skoðun

V­á­hrifask­valdrar, sam­fé­lags­bítar og égarar

Lárus Jón Guðmundsson skrifar

Til lítils er að hneykslast á því sem spriklar í flæðarmáli samtímans og oftast átakaminnst að leyfa því að þorna á fjöru og skolast burt á næsta flóði. Sumt er þó lífseigara en annað og nær að skríða á þurrt í skjóli nætur, bora sig inn í þjóðarlíkamann og valda kláða.

Skoðun

„Píratar………………….tómt kjaft­æði“

Þorsteinn Sæmundsson skrifar

Í umræðu um fjármálaáætlun flutti fulltrúi Pírata langa og stirðlega ræðu sem var að meirihluta til um form en ekki efni. Að vanda hafði Píratinn uppi miklar athugasemdir um vinnubrögð þingsins en engar leiðir til úrbóta.

Skoðun

Fyrir at­vinnu­lífið, fyrir fólkið

Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar

Framsókn vann þetta kjörtímabil í anda samvinnu og skynsamlegra lausna, og við þurfum að halda því áfram á næsta kjörtímabili. Við þurfum að halda áfram að fjárfesta í fólki og búa atvinnulífinu og fyrirtækjum slíkt umhverfi að þau geti tekist á við krefjandi verkefni.

Skoðun

Einn flokkur hlustar best á eldri borgara

Gísli Rafn Ólafsson skrifar

Nú í vikunni gaf Landssamband eldri borgara (LEB) út samanburð á milli stjórnmálaflokkana um afstöðu þeirra til baráttumála eldri borgara. Það hefur eflaust komið mörgum á óvart að Píratar skoruðu hæst í þessum samanburði.

Skoðun

Gefðu fram­tíðinni tæki­færi

Guðbrandur Einarsson skrifar

Næstkomandi laugardag göngum við til kosninga og veljum okkur þingmenn sem eiga að leiða okkur inn í framtíðina. Sjaldan hefur mikilvægi kosninga verið eins mikið og núna þó að sjálf kosningabaráttan hafi að mati sumra látið lítið yfir sér. Stóru málin eru hins vegar mörg en þó eru þeir til sem gera lítið úr þeim áskorunum sem bíða okkar.

Skoðun

Af skeini­pappír og öryggis­kennd

Jón Ingi Hákonarson skrifar

Ég, eins og margir Íslendingar, keyri beinustu leið í Costco og kaupi mér skeinipappír í hvert sinn sem áföll dynja á, hvort heldur eldfjöll gjósi eða landamæri lokist vegna heimsfaraldurs. Ekki það að mig skorti skeinipappír, þessi ósjálfráðu viðbrögð veita mér öryggiskennd. Hún er ómetanleg.

Skoðun

Velsældin í „landi tækifæranna“

Aldís Schram skrifar

Vegna bílslyss árið 2020 missti Una Bjarnhéðinsdóttir vinnuna og fór á örorkubætur þess valdandi að hún, einstæð móðirin, hefur nú ekki efni á hollustumat, tannlækni, læknum, sálfræðingi, sjúkraþjálfun...

Skoðun

Gleymum ekki ör­yrkjum

Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar

Loforð stjórnmálaflokkanna eru um margt svipuð. Það virðist ver tilhneigingin, að korter fyrir kosningar þá breytast allir í Sósíalista, þrátt fyrir að aðgerðirnar eftir kosninga sýni svart á hvítu að það er ekki tilfellið.

Skoðun