Menning

Íris Ólöf í Ketilhúsi

Fjórði þriðjudagsfyrirlestur Ketilhússins á Akureyri verður fluttur á morgun. Þar er fjallað um tilurð sýningarinnar Myndlist minjar / Minjar myndlist.

Menning

Miðaldra er heimilislegt orð

Guðrún Eva Mínervudóttir flúði sveitina í fússi sem unglingur og ætlaði aldrei til baka. Tuttugu árum síðar er hún orðin sultandi húsfreyja í Hveragerði, gift kona og móðir.

Menning

Tvö hundruð manna uppfærsla á Don Carlo

Íslenska óperan frumsýnir á laugardag óperuna Don Carlo eftir Verdi. Óperan hefur aldrei fyrr verið sett upp hérlendis. Hátt í tvö hundruð manns koma að uppfærslunni sem aðeins verður sýnd fjórum sinnum.

Menning

Bókin er ástarbréf til sjö ára Guðna

Guðni Líndal Benediktsson hlaut í gær Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir söguna Leitin að Blóðey. Þetta er fyrsta bók Guðna sem er menntaður kvikmyndagerðarmaður og hefur meðal annars hlotið verðlaun fyrir stuttmyndina No homo.

Menning

Lífið er oft skemmtilegt drullumall

Leikhúsið 10 fingur frumsýnir á laugardag barnasýninguna Lífið í Tjarnarbíói. Að baki sýningunni stendur sama teymi og setti upp verðlaunasýninguna Skrímslið litla systir mín sem hlaut Grímuverðlaun sem besta barnasýningin 2012.

Menning

Innskeif og rangeygð póesía

Bókin Dancing Horizon inniheldur ljósmyndaverk Sigurðar Guðmundssonar frá árunum 1970-1982 og er þetta í fyrsta sinn sem þeim er safnað saman á bók. Sigurður hefur verið búsettur erlendis áratugum saman en segir íslenska póesíu viðvarandi áhrifavald.

Menning

Tinna aftur á leiksviðið

Fyrsti samlestur á Sjálfstæðu fólki var í morgun. Þorleifur Örn Arnarson leikstjóri mun leikstýra jólasýningu Þjóðleikhússins.

Menning

Krakkamyndir kveiktu áhugann

Erla Haraldsdóttir opnar sýninguna Visual Wandering eða Sjónrænar göngur í Listasafni ASÍ í dag. Hún hefur málað frá því hún flutti sem barn til Svíþjóðar og eignaðist vini með því að mála portrett af þeim.

Menning

Allir lesa á B.S.Í.

Lestrarvefurinn Allir lesa var formlega opnaður í gær með samsæti á B.S.Í. Um leið var opnað fyrir skráningar í keppnina Landsleik í lestri sem hefst eftir viku.

Menning

Eðlilegt að vilja drepa gerandann

Skáldsagan Kata eftir Steinar Braga tekur á afleiðingum kynferðislegs ofbeldis gegn konum á óvæginn og oft sjokkerandi hátt. Steinar segir aðalpersónuna, Kötu, hafa tekið af sér ráðin og sumt í bókinni þyki honum sjálfum siðferðilega hæpið.

Menning