Rómantískar perlur frá ýmsum tímum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. janúar 2015 14:00 Söngkonurnar tíu í Boudoir, ásamt þeim Ian Wilkinson vinstra megin, Arnhildi Valgarðsdóttur í miðjunni og Julian Hewlett til hægri. „Þetta er í fyrsta skipti sem við höldum tónleika með þessu sniði. Hingað til höfum við bara verið í klassíkinni en nú tökum við vinsælar dægurlagaperlur allt frá árunum 1950-60 til dagsins í dag,“ segir Kristín R. Sigurðardóttir um tónleikana Rómó á Rósenberg sem verða á Café Rósenberg annað kvöld, föstudaginn 16. janúar, klukkan 22. Hún nefnir víðfræg lög eins og Crazy, Saving all my love for you, My heart will go on og Bæn mín eina er. „Við stingum inn einu og einu klassísku, sem kannski töldust til dægurlaga á sínum tíma, en hafa nú klassískt yfirbragð, eins og Volare! Svo erum við með lög úr söngleikjum, til dæmis úr Vesalingunum.“ Kristín er ein kvennanna í sönghópnum Boudoir sem allar eiga það sameiginlegt að vera sönglærðar og flestar starfandi söng- eða tónlistarkonur. Julian Hewlett stjórnar hópnum og leikur líka á hljómborð, auk hans leika Ian Wilkinson á básúnu, barítonhorn og túbu, Steina Ólafsdóttir saxófónleikari og Arnhildur Valgarðsdóttir klarínettuleikari sem syngur líka með sönghópnum inn á milli. Einsöngvarar á tónleikunum eru Erla Berglind Einarsdóttir, Vilborg Birna Helgadóttir, Bryndís Guðnadóttir, Ragnhildur Þórhallsdóttir, Ian Wilkinson, Rós Ingadóttir og Kristín R. Sigurðardóttir. Miðar eru seldir á Café Rosenberg að Klapparstíg 27, eftir klukkan 15 á daginn. Miðaverð er 2.500 en 4.000 krónur kostar fyrir pör. Menning Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Þetta er í fyrsta skipti sem við höldum tónleika með þessu sniði. Hingað til höfum við bara verið í klassíkinni en nú tökum við vinsælar dægurlagaperlur allt frá árunum 1950-60 til dagsins í dag,“ segir Kristín R. Sigurðardóttir um tónleikana Rómó á Rósenberg sem verða á Café Rósenberg annað kvöld, föstudaginn 16. janúar, klukkan 22. Hún nefnir víðfræg lög eins og Crazy, Saving all my love for you, My heart will go on og Bæn mín eina er. „Við stingum inn einu og einu klassísku, sem kannski töldust til dægurlaga á sínum tíma, en hafa nú klassískt yfirbragð, eins og Volare! Svo erum við með lög úr söngleikjum, til dæmis úr Vesalingunum.“ Kristín er ein kvennanna í sönghópnum Boudoir sem allar eiga það sameiginlegt að vera sönglærðar og flestar starfandi söng- eða tónlistarkonur. Julian Hewlett stjórnar hópnum og leikur líka á hljómborð, auk hans leika Ian Wilkinson á básúnu, barítonhorn og túbu, Steina Ólafsdóttir saxófónleikari og Arnhildur Valgarðsdóttir klarínettuleikari sem syngur líka með sönghópnum inn á milli. Einsöngvarar á tónleikunum eru Erla Berglind Einarsdóttir, Vilborg Birna Helgadóttir, Bryndís Guðnadóttir, Ragnhildur Þórhallsdóttir, Ian Wilkinson, Rós Ingadóttir og Kristín R. Sigurðardóttir. Miðar eru seldir á Café Rosenberg að Klapparstíg 27, eftir klukkan 15 á daginn. Miðaverð er 2.500 en 4.000 krónur kostar fyrir pör.
Menning Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira