Það er Nóra í mér og þér Magnús Guðmundsson skrifar 3. janúar 2015 10:00 Unnur Ösp var lengi upptekin af því að vera dóttir pabba síns en hefur eftir því sem á ferilinn hefur liðið orðið meira hún sjálf og minna dóttir foreldra sinna. vísir/ernir Unnur Ösp Stefánsdóttir leikkona hefur alla tíð verið í hringiðu leikhússins. Verandi dóttir hjónanna Stefáns Baldurssonar leikstjóra og þjóðleikhústjóra til áraraða og Þórunnar Sigurðardóttur leikkonu og leikstjóra er það sem kallast að vera alin upp í leikhúsi. Eiginmaður Unnar er Björn Thors leikari svo leikhúsið er með sönnu veigamikið í lífi þessarar ungu leikkonu sem hefur þó fjölskylduna í fyrsta sæti. Engu að síður nýtti Unnur Ösp jólin til þess að slá í gegn í hlutverki Nóru í Dúkkuheimili Ibsens í Borgarleikhúsinu, einu eftirsóttasta og í senn erfiðasta hlutverki leikbókmenntanna. Hlutverki sem leikkonur í senn þrá og óttast. Það er því ekki að undra að þegar Kristín Eysteinsdóttir bauð henni hlutverkið síðastliðið vor hafi komið á hana. „Ég verð að játa að það kom á mig þegar Kristín bauð mér hlutverkið. Mér fannst fyrst að aðrar leikkonur myndu passa betur í hlutverkið því í mér blundar leikstjóri. En svo fór ég að anda og hugsa að svona tækifæri kæmi kannski bara einu sinni á ferlinum og í dag er ég þakklát fyrir að hafa tekið slaginn því þetta er dásamlegt hlutverk. Nóra er gríðarlega vel skrifuð og verkið allt enda gæti það allt eins hafa verið skrifað í síðustu viku því það tekur á djúpri mannlegri togstreitu og eðli mannsins, algjörlega óháð tíma. Okkur fannst því strax áskorun að reyna að setja verkið í beint samband við okkar tíma. Í þessu verki er ekki aðeins verið að fjalla um eina konu og baráttu hennar við það að öðlast frelsi frá oki staðalímyndanna. Það er líka verið að fjalla um hluti eins og skuldir, græðgina sem fylgir völdum og síðast en ekki síst þetta ímyndarbrjálæði sem er sjálfskipað fangelsi þeirra sem eru stöðugt að velta því fyrir sér hvað öðrum finnst og þrá eftir viðurkenningu sem aldrei kemur.Krefur okkur um litlar uppreisnirEn er Dúkkuheimili ekki fyrst og fremst feminsmi? „Nei, ekki í mínum huga. Þetta snýst fyrst og fremst um leit manneskjunnar að sjálfri sér og réttinn til að setja sjálfa sig í fyrsta sæti í sínu lífi. Í okkar uppsetningu reynum við að skoða hvað gerist þegar bankastjórafrú, kona sem reiðir sig á afkomu og velgengni mannsins síns, áttar sig á því að hún hefur aldrei verið hamingjusöm og fer að þrá eitthvað annað og meira og hugsa lífið fyrir utan þennan ímyndaða kassa sem henni er ætlaður. Þetta á erindi í samtímann og mér fannst satt best að segja erfitt lengi vel í ferlinu hvað ég tengdist henni mikið – því það er Nóra í mér og það er Nóra í öllum vinkunum mínum líka, það er meira að segja líka Nóra í fjölmörgum karlmönnum sem ég þekki því hún er svo sammannleg. Persónur verksins eru í raun allar ákaflega margbrotnar og ófyrirsjáanlegar – eru í senn góðar og vondar. Samúðin með þeim sveiflast til eftir senum og aðstæðum og það er snilli Ibsens. En klárlega er þetta eitt mesta feministaverk allra tíma og Ibsen öfgafeministi sinnar kynslóðar þótt hann hafi lagt áherslu á að uppreisn Nóru snerist um frelsi en ekki bara kvenréttindi. Um rétt okkar allra að vera við sjálf en ekki eitthvað sem samfélagið krefur okkur um að vera. Þetta er verk sem hvetur okkur til að gera litlar uppreisnir ef okkur finnst við úr tengslum við drauma okkar og þrár.“Alin upp í leikhúsinu Sérðu þig í þessum átökum? „Já auðvitað. Ég hef oft verið að fást við svona ímyndarvanda enda alin upp í leikhúsi af stórum nöfnum í leikhúsheiminum og íslenskur leikhúsheimur er nú ekki stór. Ég man að fyrst þegar ég reyndi að komast inn í leiklistarskólann og það gekk ekki þá sögðu allir „elskan mín þetta er bara út því hver pabbi þinn er“. En svo þegar ég komst inn þá var það líka bara út af pabba svo það er vandlifað. Þannig að fyrst eftir að ég byrjaði að leika var ég mjög upptekin af þessu – vildi ekki vinna í húsinu hans pabba eða einhvernvegin virðast vera þarna á forsendum foreldra minna. Þótt stuðningurinn sé góður þá getur þetta líka verið erfitt. En eftir því sem á ferilinn hefur liðið þá er ég nú meira bara ég sjálf og minna dóttir foreldra minna – því eins og Nóra þá vil ég vera manneskja og reyndar listamaður á mínum eigin forsendum.“En nú hafið þið Björn verið að vinna saman innan Vesturports. Er ekki lífið endalaust leikhús? „Jú en við eigum líka tvö yndisleg börn og við hugsum þetta út frá þeim. Fjölskyldan er í fyrsta sæti því mig hryllir við að líta til baka yfir farinn veg eftir einhver ár með eftirsjá. Finnast ég hefði átt að gefa þeim meiri tíma, - vinna minna og svo framvegis. Við höfum þvi kosið að fara þá leið að velja okkar verkefni af kostgæfni og leitast við að stilla vinnunni í hóf, það er líka sanngjarnara gagnvart vinnunni því þá er maður frekar fær um að gefa sig 100% í viðkomandi verkefni. Vinnan innan Vesturports hefur veitt mér einstakt tækifæri til þess að ferðast um heiminn og það meira að segja allri fjölskyldunni. ¿Eg hef heimsótt fjórar heimsálfur með Vesturporti og við Björn höfum verið svo heppin að leika stundum saman á þessum ferðalögum og tengdamóðir mín hefur ferðast með okkur sem barnapía og það er nú ekki amalegt að hafa góða ömmu alltaf innan seilingar. Í upphafi síðasta árs vorum við þrjá mánuði í Toronto þar sem við lékum Hamskiptin fyrir tugi þúsunda áhorfenda og það var svo sannarlega merkileg lífsreynsla. Maður hefur líka svo gott af því að fara út í heim og skipta alveg um umhverfi. Það var upp undir þrjátíu stiga frost í Toronto svona köldustu dagana þannig að nú get ég sagt með sanni að ég alveg elska íslenska veðrið! Stundum þarf maður að fá fjarlægðina til þess að þess að sjá fegurðina í heimahögum.“Meira stofudrama framundan! „Nóra er stór hluti af lífi mínu í dag og verður það eitthvað áfram og vonandi fyrir fullu húsi. Það eru reyndar takmörk á sýningartíma og fjölda því leikhúsið er svo þétt bókað af spennandi sýningum. Framundan hjá mér er svo meira stofudrama svo þetta er ákaflega dramatískur vetur hjá mér. Þetta er verkefni sem ég er alveg ótrúlega spennt fyrir enda er það nýtt verk eftir Birgi Sigurðsson sem ég fullyrði að íslenskt leikhús hafi beðið eftir. Þar fæ ég líka að leika með dásamlegum meðleikurum með Kristbjörgu Keld fremsta á meðal jafningja og það er mikið tilhlökkunarefni. Málið með að leika er það þegar maður fær góðan mótleikara, eins og ég hef til að mynda í Hilmi Snæ í Dúkkuheimili, þá fyrst fara hlutirnar að gerast. Þá fyrst kemst sköpunin á skrið og þess vegna er ég svo þakklát fyrir fólkið sem ég fæ að vinna með og hvað það gefur mér mikið.“ Menning Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Unnur Ösp Stefánsdóttir leikkona hefur alla tíð verið í hringiðu leikhússins. Verandi dóttir hjónanna Stefáns Baldurssonar leikstjóra og þjóðleikhústjóra til áraraða og Þórunnar Sigurðardóttur leikkonu og leikstjóra er það sem kallast að vera alin upp í leikhúsi. Eiginmaður Unnar er Björn Thors leikari svo leikhúsið er með sönnu veigamikið í lífi þessarar ungu leikkonu sem hefur þó fjölskylduna í fyrsta sæti. Engu að síður nýtti Unnur Ösp jólin til þess að slá í gegn í hlutverki Nóru í Dúkkuheimili Ibsens í Borgarleikhúsinu, einu eftirsóttasta og í senn erfiðasta hlutverki leikbókmenntanna. Hlutverki sem leikkonur í senn þrá og óttast. Það er því ekki að undra að þegar Kristín Eysteinsdóttir bauð henni hlutverkið síðastliðið vor hafi komið á hana. „Ég verð að játa að það kom á mig þegar Kristín bauð mér hlutverkið. Mér fannst fyrst að aðrar leikkonur myndu passa betur í hlutverkið því í mér blundar leikstjóri. En svo fór ég að anda og hugsa að svona tækifæri kæmi kannski bara einu sinni á ferlinum og í dag er ég þakklát fyrir að hafa tekið slaginn því þetta er dásamlegt hlutverk. Nóra er gríðarlega vel skrifuð og verkið allt enda gæti það allt eins hafa verið skrifað í síðustu viku því það tekur á djúpri mannlegri togstreitu og eðli mannsins, algjörlega óháð tíma. Okkur fannst því strax áskorun að reyna að setja verkið í beint samband við okkar tíma. Í þessu verki er ekki aðeins verið að fjalla um eina konu og baráttu hennar við það að öðlast frelsi frá oki staðalímyndanna. Það er líka verið að fjalla um hluti eins og skuldir, græðgina sem fylgir völdum og síðast en ekki síst þetta ímyndarbrjálæði sem er sjálfskipað fangelsi þeirra sem eru stöðugt að velta því fyrir sér hvað öðrum finnst og þrá eftir viðurkenningu sem aldrei kemur.Krefur okkur um litlar uppreisnirEn er Dúkkuheimili ekki fyrst og fremst feminsmi? „Nei, ekki í mínum huga. Þetta snýst fyrst og fremst um leit manneskjunnar að sjálfri sér og réttinn til að setja sjálfa sig í fyrsta sæti í sínu lífi. Í okkar uppsetningu reynum við að skoða hvað gerist þegar bankastjórafrú, kona sem reiðir sig á afkomu og velgengni mannsins síns, áttar sig á því að hún hefur aldrei verið hamingjusöm og fer að þrá eitthvað annað og meira og hugsa lífið fyrir utan þennan ímyndaða kassa sem henni er ætlaður. Þetta á erindi í samtímann og mér fannst satt best að segja erfitt lengi vel í ferlinu hvað ég tengdist henni mikið – því það er Nóra í mér og það er Nóra í öllum vinkunum mínum líka, það er meira að segja líka Nóra í fjölmörgum karlmönnum sem ég þekki því hún er svo sammannleg. Persónur verksins eru í raun allar ákaflega margbrotnar og ófyrirsjáanlegar – eru í senn góðar og vondar. Samúðin með þeim sveiflast til eftir senum og aðstæðum og það er snilli Ibsens. En klárlega er þetta eitt mesta feministaverk allra tíma og Ibsen öfgafeministi sinnar kynslóðar þótt hann hafi lagt áherslu á að uppreisn Nóru snerist um frelsi en ekki bara kvenréttindi. Um rétt okkar allra að vera við sjálf en ekki eitthvað sem samfélagið krefur okkur um að vera. Þetta er verk sem hvetur okkur til að gera litlar uppreisnir ef okkur finnst við úr tengslum við drauma okkar og þrár.“Alin upp í leikhúsinu Sérðu þig í þessum átökum? „Já auðvitað. Ég hef oft verið að fást við svona ímyndarvanda enda alin upp í leikhúsi af stórum nöfnum í leikhúsheiminum og íslenskur leikhúsheimur er nú ekki stór. Ég man að fyrst þegar ég reyndi að komast inn í leiklistarskólann og það gekk ekki þá sögðu allir „elskan mín þetta er bara út því hver pabbi þinn er“. En svo þegar ég komst inn þá var það líka bara út af pabba svo það er vandlifað. Þannig að fyrst eftir að ég byrjaði að leika var ég mjög upptekin af þessu – vildi ekki vinna í húsinu hans pabba eða einhvernvegin virðast vera þarna á forsendum foreldra minna. Þótt stuðningurinn sé góður þá getur þetta líka verið erfitt. En eftir því sem á ferilinn hefur liðið þá er ég nú meira bara ég sjálf og minna dóttir foreldra minna – því eins og Nóra þá vil ég vera manneskja og reyndar listamaður á mínum eigin forsendum.“En nú hafið þið Björn verið að vinna saman innan Vesturports. Er ekki lífið endalaust leikhús? „Jú en við eigum líka tvö yndisleg börn og við hugsum þetta út frá þeim. Fjölskyldan er í fyrsta sæti því mig hryllir við að líta til baka yfir farinn veg eftir einhver ár með eftirsjá. Finnast ég hefði átt að gefa þeim meiri tíma, - vinna minna og svo framvegis. Við höfum þvi kosið að fara þá leið að velja okkar verkefni af kostgæfni og leitast við að stilla vinnunni í hóf, það er líka sanngjarnara gagnvart vinnunni því þá er maður frekar fær um að gefa sig 100% í viðkomandi verkefni. Vinnan innan Vesturports hefur veitt mér einstakt tækifæri til þess að ferðast um heiminn og það meira að segja allri fjölskyldunni. ¿Eg hef heimsótt fjórar heimsálfur með Vesturporti og við Björn höfum verið svo heppin að leika stundum saman á þessum ferðalögum og tengdamóðir mín hefur ferðast með okkur sem barnapía og það er nú ekki amalegt að hafa góða ömmu alltaf innan seilingar. Í upphafi síðasta árs vorum við þrjá mánuði í Toronto þar sem við lékum Hamskiptin fyrir tugi þúsunda áhorfenda og það var svo sannarlega merkileg lífsreynsla. Maður hefur líka svo gott af því að fara út í heim og skipta alveg um umhverfi. Það var upp undir þrjátíu stiga frost í Toronto svona köldustu dagana þannig að nú get ég sagt með sanni að ég alveg elska íslenska veðrið! Stundum þarf maður að fá fjarlægðina til þess að þess að sjá fegurðina í heimahögum.“Meira stofudrama framundan! „Nóra er stór hluti af lífi mínu í dag og verður það eitthvað áfram og vonandi fyrir fullu húsi. Það eru reyndar takmörk á sýningartíma og fjölda því leikhúsið er svo þétt bókað af spennandi sýningum. Framundan hjá mér er svo meira stofudrama svo þetta er ákaflega dramatískur vetur hjá mér. Þetta er verkefni sem ég er alveg ótrúlega spennt fyrir enda er það nýtt verk eftir Birgi Sigurðsson sem ég fullyrði að íslenskt leikhús hafi beðið eftir. Þar fæ ég líka að leika með dásamlegum meðleikurum með Kristbjörgu Keld fremsta á meðal jafningja og það er mikið tilhlökkunarefni. Málið með að leika er það þegar maður fær góðan mótleikara, eins og ég hef til að mynda í Hilmi Snæ í Dúkkuheimili, þá fyrst fara hlutirnar að gerast. Þá fyrst kemst sköpunin á skrið og þess vegna er ég svo þakklát fyrir fólkið sem ég fæ að vinna með og hvað það gefur mér mikið.“
Menning Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira