Málaði stundum yfir myndir pabba Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 14. janúar 2015 13:00 Vísir/GVA Einar Hákonarson er að raða upp myndum sínum í vestursal Kjarvalsstaða, ásamt aðstoðarmönnum. Þær eru margar stórar og litríkar og hver og ein segir sína sögu. Yfirskrift sýningarinnar er Púls tímans. Hún er sótt í titil eins verksins sem er málað undir áhrifum fyrstu hjartaflutninga á milli manna en á líka afar vel við því augljóst er að Einar hefur haft puttann á púlsi tímans síðustu áratugi. Þarna eru verk frá því kvennabaráttan stóð sem hæst á áttunda áratugnum, Horfin sjónarmið sýnir hnípið fólk við fagran fjörð þegar allur kvóti er farinn og Kringum gullkálfinn er sláandi verk, þar sést kvenlíkami meðal kjötskrokka en í forgrunni er dílað um verð. Listamaðurinn er greinilega rammpólitískur. „Það er hægt að skoða myndirnar í sögulegu samhengi og sýningarstjórinn, Ingiberg Magnússon, er að búa til texta sem settir verða upp við þær,“ segir Einar. „En maður útskýrir ekki guð og ekki heldur list.“ Trúarleg stef eru sterk í sumum verkum Einars sem tengd eru inn í íslenskar aðstæður og stundum er hann eins og spámaður. Ein myndin frá 1987 sýnir konu og mann með mósaíknet á milli sín. Hún á að túlka tölvusamskipti, þó máluð sé áður en internetvæðingin fer á flug.Listabakteríuna kveðst Einar hafa frá föður sínum, Hákoni Sumarliðasyni, og bróður hans, Bjarna. „Ég byrjaði að mála með litunum hans pabba og notaði strigann hans líka, málaði stundum yfir myndirnar hans.“ Elsta myndin á sýningunni varð þannig til, að hans sögn, hana málaði hann ellefu ára gamall. Einar hélt sína fyrstu sýningu í Bogasal Þjóðminjasafnsins 1968. Þar má greina áhrif poppsins og hann minnist þess að Margrét Jónsdóttir, eiginkona meistara Þórbergs, hafi ekki verið sátt heldur klagað í Kristján Eldjárn þjóðminjavörð yfir að þvílíku drasli væri hleypt þar inn. Einar er sjötugur í dag en ætlar bara að halda upp á það með fjölskyldunni. Hann á heimili á tveimur stöðum, í borginni og á Hólmavík – segir hvergi betra að mála en við Steingrímsfjörðinn.Sýning hans á Kjarvalsstöðum er sú fyrsta í meira en 20 ár. „Málverkið hefur ekki átt upp á pallborðið undanfarna tvo til þrjá áratugi en nú er það að breytast,“ segir hann. „Ég er rosalega ánægður með það.“ Einar var enn í framhaldsnámi í Valand, listaháskólanum í Gautaborg, þegar hann vann myndlistarverðlaun Norðurlandaráðs og verk hans voru sýnd í Louisiana-safninu í Kaupmannahöfn. Hann hefur á ferli sínum haldið yfir 40 einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga víða um lönd. Einar var einn af frumkvöðlum grafíklistar á Íslandi, skólastjóri Myndlista- og handíðaskólans 1978-1982, listrænn forstöðumaður Kjarvalsstaða og Ásmundarsafns 1987-1988 og formaður stjórnar Kjarvalsstaða 1982-1986. Þá byggði hann árið 1996 Listaskálann í Hveragerði sem hýsir nú Listasafn Árnesinga. Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Einar Hákonarson er að raða upp myndum sínum í vestursal Kjarvalsstaða, ásamt aðstoðarmönnum. Þær eru margar stórar og litríkar og hver og ein segir sína sögu. Yfirskrift sýningarinnar er Púls tímans. Hún er sótt í titil eins verksins sem er málað undir áhrifum fyrstu hjartaflutninga á milli manna en á líka afar vel við því augljóst er að Einar hefur haft puttann á púlsi tímans síðustu áratugi. Þarna eru verk frá því kvennabaráttan stóð sem hæst á áttunda áratugnum, Horfin sjónarmið sýnir hnípið fólk við fagran fjörð þegar allur kvóti er farinn og Kringum gullkálfinn er sláandi verk, þar sést kvenlíkami meðal kjötskrokka en í forgrunni er dílað um verð. Listamaðurinn er greinilega rammpólitískur. „Það er hægt að skoða myndirnar í sögulegu samhengi og sýningarstjórinn, Ingiberg Magnússon, er að búa til texta sem settir verða upp við þær,“ segir Einar. „En maður útskýrir ekki guð og ekki heldur list.“ Trúarleg stef eru sterk í sumum verkum Einars sem tengd eru inn í íslenskar aðstæður og stundum er hann eins og spámaður. Ein myndin frá 1987 sýnir konu og mann með mósaíknet á milli sín. Hún á að túlka tölvusamskipti, þó máluð sé áður en internetvæðingin fer á flug.Listabakteríuna kveðst Einar hafa frá föður sínum, Hákoni Sumarliðasyni, og bróður hans, Bjarna. „Ég byrjaði að mála með litunum hans pabba og notaði strigann hans líka, málaði stundum yfir myndirnar hans.“ Elsta myndin á sýningunni varð þannig til, að hans sögn, hana málaði hann ellefu ára gamall. Einar hélt sína fyrstu sýningu í Bogasal Þjóðminjasafnsins 1968. Þar má greina áhrif poppsins og hann minnist þess að Margrét Jónsdóttir, eiginkona meistara Þórbergs, hafi ekki verið sátt heldur klagað í Kristján Eldjárn þjóðminjavörð yfir að þvílíku drasli væri hleypt þar inn. Einar er sjötugur í dag en ætlar bara að halda upp á það með fjölskyldunni. Hann á heimili á tveimur stöðum, í borginni og á Hólmavík – segir hvergi betra að mála en við Steingrímsfjörðinn.Sýning hans á Kjarvalsstöðum er sú fyrsta í meira en 20 ár. „Málverkið hefur ekki átt upp á pallborðið undanfarna tvo til þrjá áratugi en nú er það að breytast,“ segir hann. „Ég er rosalega ánægður með það.“ Einar var enn í framhaldsnámi í Valand, listaháskólanum í Gautaborg, þegar hann vann myndlistarverðlaun Norðurlandaráðs og verk hans voru sýnd í Louisiana-safninu í Kaupmannahöfn. Hann hefur á ferli sínum haldið yfir 40 einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga víða um lönd. Einar var einn af frumkvöðlum grafíklistar á Íslandi, skólastjóri Myndlista- og handíðaskólans 1978-1982, listrænn forstöðumaður Kjarvalsstaða og Ásmundarsafns 1987-1988 og formaður stjórnar Kjarvalsstaða 1982-1986. Þá byggði hann árið 1996 Listaskálann í Hveragerði sem hýsir nú Listasafn Árnesinga.
Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira