Lífið

Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku

Knattspyrnukonan og læknaneminn Elín Metta Jensen og Sigurður Tómasson framkvæmdastjóri vaxtar og viðskiptaþróunar hjá Origo eignuðust sitt fyrsta barn saman 14. nóvember síðastliðinn. Parið greinir frá gleðitíðindunum í færslu á samfélagsmiðlum.

Lífið

Hvernig hætti ég að feika það?

Spurning barst frá lesenda „Er komin í nýtt samband en frá byrjun er ég búin að feika fullnægingu og finnst of seint og erfitt að segja honum frá því núna, vil ekki særa hann. Með fyrrverandi manninum mínum fékk ég fullnægingar því hann var betri í að gefa mér munnmök. Ég er búin að reyna að segja nýja kærastanum til en hann hlustar ekki eða byrjar eins og ég vil en fer svo í eitthvað annað. Ég er bara í því að þóknast honum, held ég, og vil ekki særa hann. Hvernig nálgast ég þetta án þess að særa manninn?”

Lífið

Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn

Tónlistarkonan Sza segist hafa gert mistök þegar hún ákvað að skella sér í lýtaaðgerð sem snýr af því að stækka rassinn, nánar tiltekið farið í brasilíska rassalyftingu eða BBL. Í viðtali við Vogue á dögunum segist hún hafa ákveðið að skella sér í aðgerðina því dagleg hreyfing var ekki að skila henni rassinum sem hún óskaði sér.

Lífið

Aron Can fagnaði 25 ára af­mælinu á hótel Geysi

Tónlistarmaðurinn Aron Can Gultekin fagnaði 25 ára afmæli sínu með glæsibrag liðna helgi og bauð til heljarinnar veislu á Hótel Geysi. Kærasta Arons, Erna María Björnsdóttir flugfreyja, birti myndir af herlegheitunum á Instagram-síðu sinni.

Lífið

Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle

Fischersunds systkinin Jónsi, Inga, Lilja og Sigurrós Birgisbörn standa fyrir glæsilegri listasýningu í Norræna safninu í Seattle, Bandaríkjunum um þessar mundir. Gestum er boðið í ferðalag lyktar, hljóðs og listsköpunar á þessari fyrstu safnasýningu þeirra sem opnaði með glæsibrag samhliða tónleikum Jónsa, sem er hvað þekktastur sem söngvari sveitarinnar Sigur Rós, ásamt Sin Fang og Kjartani Holm.

Lífið

Ilmaðu eins og fram­bjóð­endur

Góður ilmur spilar stórt hlutverk í lífi margra og er stundum sagt að ilmur geti sagt mikið til um persónuleika okkar. Þegar við finnum ilm sem við erum ánægð með, eigum við það til að nota hann árum saman. Frambjóðendur til Alþingiskosninga 2024 eru þar engin undantekning. Hér að neðan má sjá hvaða ilmi nokkrar af þeim konum sem eru í framboði nota.

Lífið

Ung­frú Dan­mörk fegurst allra

Hin 21 árs gamla Victoria Kjær Theilvig frá Danmörku stóð uppi sem sigurvegari í Ungfrú alheimur 2024 (e. Miss Universe) sem fór fram í Mexíkóborg síðastliðið laugardagskvöld. Þetta er í fyrsta skipti sem Danmörk vinnur titilinn.

Lífið

Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957

Fullt var út úr húsi Eldhúspartýi FM957 sem fór fram í Keiluhöllinni Egilshöll síðastliðið fimmtudagskvöld. Þar kom fram rjómi tónlistarfólks á Íslandi í brjálaðri stemningu í eftirsóttasta partýi ársins.

Lífið

Annar bakaradrengur kominn í heiminn

Gunn­laug­ur Arn­ar Inga­son, bak­ari og kondítor, bet­ur þekkt­ur sem Gulli bak­ari, og sambýliskona hans Kristel Þórðardótt­ir, eignuðust dreng þann 15. nóvember síðastliðinn. Fyr­ir eiga þau soninn Arn­ar Inga sem fæddist í apríl 2023. 

Lífið

Edrú í eitt ár

Sjónvarps- og samfélagsmiðlastjarnan Patrekur Jaime hefur verið án áfengis í eitt ár. Þessu greinir hann frá á samfélagsmiðlinum Instagram í einlægri færslu.

Lífið

Skot­heldar hug­myndir að góðri hlustun

Veðrið versnandi fer og dagarnir verða dimmari. Oft er þörf en nú er nauðsyn að geta gripið í góð hlaðvörp og grípandi tóna til þess að gera lífið huggulegra og skemmtilegra og lýsa upp skammdegið að einhverju leyti. Lífið á Vísi spurði því nokkra lífskúnstnera eftirfarandi spurningu: Hvað ertu að hlusta á?

Lífið

Fer ekki út úr húsi eftir greininguna

„Það er erfitt að lifa með lungnaþembu. Ég get varla gengið þvert yfir herbergi. Það er eins og að ganga um með plastpoka á hausnum,“ segir leikstjórinn David Lynch sem hætti að reykja fyrir tveimur árum en hafði fyrir það reykt frá átta ára aldri.

Lífið

Hvers­dags­legir hlutir urðu óyfir­stígan­legir

„Kulnun er andstyggileg. Hún læðist upp að þér, dulbýr sig til dæmis sem „bara stress“ eða „smá lægð“ og áður en þú veist af ertu í sjálfheldu. Það er erfitt að bera kennsl á hana því hún hefur svo margar birtingarmyndir. Fyrir sumum er hún andleg uppgjöf, fyrir öðrum síþreyta eða jafnvel kvíðaköst og þunglyndi. Hvernig sem hún birtist þá er hún raunveruleg og verðskuldar athygli, “ segir Styrmir Barkarson. Hann talar af reynslu. Hann upplifði alvarlega kulnun í starfi og er enn í dag að kljást við afleiðingarnar.

Lífið