Lífið

Fróun í beinni út­sendingu og upp­runi FM-hnakkans

Sigvaldi Kaldalóns, betur þekktur sem Svali, er einn af þekktustu útvarpsmönnum landsins. Hann hóf feril sinn á FM957 árið 1991 og starfaði þar samfleytt í 21 ár. Í tilefni 36 ára afmælis stöðvarinnar í dag rifjaði Svali upp minningar og óþægileg atvik í viðtali við Egil Ploder og Rikka G í morgunþættinum Brennslan.

Lífið

Svona verður dag­skráin á 17. júní í Reykja­vík

Fjölbreytt dagskrá verður í boði í Reykjavík á 17. júní á þriðjudaginn. Skrúðganga verður frá Hallgrímskirkju en auk þess eru á dagskrá tónleikar, götuleikhús, dansveisla, sirkus, leiktæki, matarvagnar og fornbílasýningar í Hljómskálagarði og á Klambratúni svo fátt eitt sé nefnt.

Lífið

Rúm ung­barna eigi að vera ljót og leiðin­leg

Herdís Storgaard, hjúkrunarfræðingur, segir ung börn hvorki eiga að sofa úti í vagni né uppi í rúmi hjá foreldrum sínum. Herdís segir barnavagna ekki hannaða fyrir börn til að sofa í. Það séu gerðar kröfur til neytendavöru sem er ætluð kornabörnum því þau geta ekki bjargað sér sjálf úr aðstæðum á fyrsta aldursári. Herdís fór yfir málið í Bítinu á Bylgjunni í dag.

Lífið

„Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi ein­hvers annars?“

„Það er svo auðvelt að láta streituna heltaka sig en listsköpunin er þvílík núvitund frá hversdagslega amstrinu,“ segir hönnuðurinn og listakonan Sunna Dögg Ásgeirsdóttir. Sunna hefur komið víða við í hinum skapandi heimi og sýnt verk sín víða utan landsteinanna en var að opna einkasýninguna Ilmur í tvívídd í Gallerí Gróttu.

Menning

Röddin með stóru Erri og greini lögð á hilluna

Í tengslum við breytingar á útliti miðla Sýnar, þar sem vörumerkið Stöð 2 hefur verið lagt niður, hefur Björgvin Halldórsson stórsöngvari – Bó – nú lokið leik sem þulur fyrirtækisins. Hann er sáttur við það og honum lýst vel á arftaka sinn.

Lífið

Sabrina Carpenter gagn­rýnd fyrir að ýta undir hlut­gervingu kvenna

Bandaríska söngkonan Sabrina Carpenter tilkynnti í gær á Instagram að ný plata hennar, Man’s Best Friend, væri væntanleg í lok ágúst. Með tilkynningunni birti hún mynd af plötuumslaginu þar sem hún er á fjórum fótum í svörtum kjól og hælaskóm, og karlmaður heldur í hárið á henni. 

Lífið

Bjössi í Mínus er ný rödd Sýnar

Leikarinn Björn Stefánsson er ný rödd Sýnar. Hann mun því tala fyrir vörumerkið í auglýsingum, dagskrártilkynningum og símasvara fyrirtækisins. Hann tekur við hlutverkinu af sjálfum Björgvini Halldórssyni og því feta í ansi stór fótspor.

Lífið

Eltir draumana og þarf að færa fórnir

„Lagið var samið daginn fyrir þriggja ára afmæli sonar míns. Það leit allt út fyrir að ég myndi missa af því sökum óveðurs,“ segir tónlistarmaðurinn Ágúst Þór Brynjarsson sem var að senda frá sér lagið Á leiðinni.

Tónlist

Gríman og glens í Borgar­leik­húsinu

Grímuverðlaunin voru veitt í 23. sinn við hátíðlega athöfn í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi, þar sem sviðslistum síðasta árs voru fagnað. Flest verðlaun, eða þrenn, hlutu sýningarnar Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður. Alls voru tíu sýn­ing­ar verðlaunaðar.

Lífið

Dular­full glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli

Einar Björn Magnússon bóksali í Skáldu segir að sér hafi fyrir skömmu borist brúnn böggull merktan Skáldu. Þetta var dularfullur böggull, í var dularfull bók eftir afar dularfullan höfund. Öðru bókmenntafólki hefur borist samskonar böggull og nú velta menn því fyrir sér hvað sé að gerast?

Menning

„Ég var ekki að búast við því að gráta svona“

„Þetta eru gleðitár,“ sagði tárvotur Khalid þegar hann steig á svið í Washington DC á sunnudaginn í tilefni af stærstu hinsegin dögum heimsins, WorldPride. Khalid, sem er vinsæll tónlistarmaður vestanhafs, kom út úr skápnum í nóvember í fyrra og var þetta í fyrsta skipti sem hann kom fram á Pride.

Tónlist

Pharoahe Monch með De La Soul á Lóu

Troy Jamerson sem er betur þekktur undir listamannsnafninu Pharoahe Monch mun fylgja og koma fram með hljómsveitinni De La Soul á tónlistarhátíðinni Lóu sem fer fram í Laugardal í Reykjavík þann 21. júní.

Lífið

Frá Ís­landi til stjarnanna

Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn CCP opnar nýjasta leik fyrirtækisins fyrir almenningi í dag. Sá heitir EVE Frontier og deilir söguheimi með EVE Online, fyrsta leik CCP, sem spannar þúsundir sólkerfa.

Leikjavísir

Skvísaðu þig upp fyrir ís­lenska sumarið

Útilegur, útihátíðir og fótboltamót barnanna eru ómissandi hluti af íslenska sumrinu hjá mörgum. Fyrir slík mannamót er að mörgu að huga, ekki síst lúkkinu. Smart, hlý og þægileg útivistarföt eru svarið fyrir þær sem vilja vera vel búnar, sama hvernig viðrar.

Lífið

Villi á Benzanum slapp með skrekkinn

Vilhjálmur Sigurðsson, betur þekktur sem Villi á Benzanum, varð vitni að því þegar að nefhjól úr flugvél féll af himnum ofan og lenti á stéttinni sem skilur að Austurvöll og Alþingishúsið. Mikla mildi má telja að nefhjólið hafi hvorki lent á fólki á ferð né bygginum á svæðinu.

Lífið

War­druna í vanda – þegar dul­úðin náði ekki flugi

Ég mætti spenntur í Eldborg til að heyra norsku þjóðlagasveitina Wardruna. Plötur þeirra hafa haft á mig svipuð áhrif og að drekka sveppate í langri sánadvöl – andlegt ferðalag með fornum hljómi og seiðandi skáldskap. En í þetta sinn stóðu tónleikarnir ekki undir væntingum. Tónlistin var vissulega skemmtileg, en það vantaði meiri töfra, meiri dýpt – og ef ég á að segja eins og er, betri söng.

Gagnrýni

Átta ára með­göngu loksins að ljúka

Aldís Amah Hamilton leikur aðalhlutverk tölvuleiksins Echoes of the End sem kemur út í sumar eftir átta ára framleiðslu. Aldís segir það að leika í tölvuleik ekkert auðveldara en að leika á sviði eða í bíómyndum.

Lífið

Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf

Gísli Örn Garðarsson, leikari og leikstjóri, mun leikstýra nýjum íslenskum söngleik sem byggir á Gunnlaugs sögu Ormstungu. Verkið verður frumsýnt á stóra sviði Þjóðleikhússins á næsta leikári og fjallar um hinn fræga ástarþríhyrning Gunnlaugs, Hrafns og Helgu hinnar fögru.

Menning

Forsetabörnin loksins komin heim

Auður Ína og Tómas Bjartur, börn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og eiginmanns hennar, Björns Skúlasonar, hafa nýlokið námi í New York í Bandaríkjunum og hafið störf hér heima. Halla segir þau afar stolt af börnunum og að það sé dýrmætt að fá þau aftur heim.

Lífið