Lífið

Geð­veikt fjör á Bessa­stöðum

Þriðjudaginn 28. janúar heimsótti Svava Arnardóttir, formaður Geðhjálpar, Bessastaði þar sem forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, tók á móti G vítamín geðræktardagatalinu. Með Svövu í för voru þær Erla Rut Mathiesen og Guðný Guðmundsdóttir verkefnastjórar hjá Geðhjálp.

Lífið samstarf

Dagur og Ingunn hætt saman

Dagur Sigurðsson, handboltagoðsögn og þjálfari króatíska karlalandsliðsins í handbolta, og Ingunn Sigurpálsdóttir markaðsfulltrúi Bpro eru hætt saman eftir tveggja ára samband.

Lífið

Margar milljónir í menninguna

Hátt í hundrað verkefni hlutu styrk úr borgarsjóði á sviði menningarmála, en 225 umsóknir bárust í haust um styrki sem hljóða upp á tæplega 390 milljónir króna. Útnefning Listhóps Reykjavíkur 2025 fór fram í Iðnó í dag.

Menning

Inn­lit í fata­skáp Dóru Júlíu

Plötusnúðurinn, blaða- og sjónvarpsstjarnan Dóra Júlía er nýgift Báru Guðmundsdóttir sem er meistaranemi sálfræði. Þær búa saman í hlíðunum í Reykjavík.

Lífið

Eitt frægasta hús landsins enn á sölu

Eitt frægasta hús landsins, draumahús þeirra Andreu Eyland og Þorleifs Kamban í Ölfusi rétt hjá Hveragerði er enn til sölu. Húsið var fyrst auglýst til sölu í sumar en bygging hússins hefur vakið gríðarlega athygli frá upphafi.

Lífið

Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dóna­legt

„Það þarf mikinn kjark til að fóta sig ein í borginni og það tók verulega á,“ segir kvikmyndagerðakonan Katla Sólnes. Það vantar ekki ævintýrin í líf Kötlu. Hún hefur verið búsett í New York síðastliðin ár, er að útskrifast úr meistaranámi við virta háskólann Columbia og var valin í tólf manna hóp af þúsundum umsækjenda í prógram hjá einni stærstu kvikmyndahátíð í heimi, Sundance. Blaðamaður ræddi við Kötlu um þetta og margt fleira.

Lífið

Rán, Guð­jón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið

Þeir rithöfundar sem þóttu að mati íslenskra bókaútgefenda hafa skarað fram úr á árinu 2024 voru afhent hin Íslensku bókmenntaverðlaun. Sérstök athöfn var á Bessastöðum þar sem Halla Tómasdóttir forseti Íslands afhenti verðlaunin og ávarpaði samkomuna.

Lífið

Enn einn breski erfinginn í heiminn

Prinsessan Beatrice af Bretlandi er búin að eignast sitt annað barn, litla stúlku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bresku konungsfjölskyldunni þar sem segir að móður og barni heilsist vel.

Lífið

Skinkukallinn er víða

Karlkyns áhrifavaldar sem birta myndbönd af sér að skipta um föt og eru gjarnan með litla tösku hafa verið æði áberandi undanfarið.

Lífið

Gerum betur og setjum heilsuna í for­gang

Sífellt fleiri gera sér betur grein fyrir því hvað geðheilbrigði skiptir okkur öll miklu máli með sama hætti og líkamlegt heilbrigði. Landssamtökin Geðhjálp ýttu úr vör í upphafi þorrans árlegu 30 daga geðræktarátaki sem ber heitið G-vítamín og er byggt á Geðorðunum 10 og 14 Lífsorðum Héðins Unnsteinssonar og Þórdísar Rúnarsdóttur.

Lífið samstarf

„Sköpunar­gáfan er svo mikill prakkari að hún ullar á plön“

„Þegar ég skrifa lögin þá hugsa ég alltaf: Ó, get ég deilt þessu? Á ég að sleppa því að deila þessu? Ég held að flestir lagahöfundar fari í gegnum það,“ segir stórstjarnan, listagyðjan og tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir. Blaðamaður ræddi við Björk um nýjasta risaverkefni hennar, tónlistarkvikmyndina Cornucopiu, ferilinn, listina, tækninýjungar og margt fleira.

Lífið

Tanja Ýr eignaðist dreng

Athafnakonan Tanja Ýr Ástþórsdóttir og breski hermaðurinn Ryan Amor hafa eignast þeirra fyrsta barn. Tanja Ýr fæddi dreng þann 23. janúar og segir að hún og Ryan gætu ekki verið heppnari.

Lífið

Korn­ungur og í vand­ræðum með holdris

Í hverri viku fæ ég alls konar spurningar sem tengjast typpaheilsu eða risvanda. Hér er ein slík spurning frá lesenda: „Ég get ekki haldið reisn, hvað er að mér? Þarf ég að byrja að nota stinningarlyf?„ -33 ára karlmaður.

Lífið

Ekki bara þorra­blót heldur líka Reifiblót

Það var mikil stemning og gleði meðal Hornfirðinga og nærsveitunga á Þorrablóti Hafnar sem var haldið í íþróttahúsi bæjarins síðastliðið laugardagskvöld. Um 500 manns mættu á blótið og skemmtu sér langt fram eftir kvöldi.

Lífið

Okkar meyrasti maður

Í Draumahöllinni þar sem Steindi og Saga leika öll aðalhlutverk fór Steindi með hlutverk tónlistarmanns í miklu sambandi við tilfinningar sínar.

Lífið

Ó­dýr kvöld­matur að hætti Lindu Ben

Matarbloggarinn Linda Benediktsdóttir útbjó ódýran og ljúffengan kvöldverð sem ætti að hitta í mark hjá flestum aldurshópum. Hvernig hljómar klassíkur grjónagrautur og litríkt túnfisksalat á köldum vetrardegi? Uppskriftina deildi hún með fylgjendum sínum á Instagram og á vefsíðunni Lindaben.is

Lífið

Ís­land á fyrra undanúrslitakvöldi Euro­vision

Ísland mun stíga á svið á fyrra undanúrslitakvöldinu í Eurovision í ár, þriðjudagskvöldið 13. maí. Dregið var um það í dag í hvaða undanúrslit keppendur landanna munu keppa í og auk þess var dregið um fyrri og seinni helming kvöldsins.

Tónlist