Lífið

„Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“

„Þegar við vissum að við værum samkynhneigðir en vorum ekki komnir út þá vorum við pínu að fela okkur. Við vildum ekki vekja athygli og klæddum okkur í svart og grátt,“ segja raunveruleikastjörnu tvíburarnir Gunnar Skírnir og Sæmundur. Í dag eru þeir með litríkan og áberandi stíl en þeir eru viðmælendur í þættinum Tískutal.

Tíska og hönnun

Svona losnar þú við baugana

Dökkir baugur undir augunum er vandamál sem margir glíma við. Þessi óæskilegi litur getur stafað af ýmsum ástæðum, svo sem svefnleysi, of mikilli streitu eða vökvaskorti. Það eru þó einfaldar og náttúrulegar lausnir sem geta hjálpað til við að draga úr dökkum baugum og frískað upp á útlitið.

Lífið

Pamela Bach-Hasselhof látin

Bandaríska leikkonan Pamela Bach-Hasselhof er látin. Hún fannst látin á heimili sínu í Los Angeles sínu fyrr í dag. Hún var 62 ára gömul.

Lífið

Til­nefningar til ís­lensku myndlistarverðlaunanna

Íslensku myndlistarverðlaunin verða afhent 20. mars við hátíðlega athöfn í Iðnó. Verðlaunin eru í þremur flokkum, Myndlistarmaður ársins, Hvatningarverðlaun og heiðursverðlaun fyrir ævistarf. Sjö myndlistarmenn voru í dag tilnefndir.

Menning

Fimm heillandi heimili í höfuð­borginni

Á fasteignavef Vísis er að finna fjölbreytt framboð af eignum af öllum stærðum og gerðum. Lífið á Vísi tók saman lista sem samanstendur af fimm glæsilegum fasteignum á höfuðborgarsvæðinu sem eiga það sameiginlegt að búa yfir miklum sjarma og vera innréttaðar af mikilli natni.

Lífið

„Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“

„Ég held að stærsta áskorunin sé sífelldur samanburður sem fylgir samfélagsmiðlum. Við berum okkur stöðugt saman við aðra, oft út frá óraunhæfum og fíltruðum myndum af lífi þeirra,“ segir Kristín Anna Jónsdóttir aðspurð um stærsta vandamálið sem hennar kynslóð stendur frammi fyrir.

Lífið

Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur

Brynjar Karl Sigurðsson körfuknattleiksþjálfari segist hafa verið hugrakkt kvíðabarn í æsku. Hann segir baráttu sína snúast um stelpurnar sem hann þjálfi, þeirri baráttu sé ekki lokið þó hún hafi haft sín áhrif á hann og hans fjölskyldu.

Lífið

Segir gott að elska Ara

Uppistandarinn Ari Eldjárn og Tinna Brá Baldvinsdóttir, framkvæmdastjóri og eigandi Hrím, fagna í dag tveggja ára sambandsafmæli sínu. Í tilefni dagsins deildu þau fallegum myndum af sér á samfélagsmiðlum.

Lífið

Ómót­stæði­legir pistasíu­molar undir á­hrifum frá Dúbaí

Matgæðingurinn Berglind Hreiðarsdóttir, hjá Gotterí og gersemar, útbjó nýverið holla og dísæta pistasíumola sem eru fullkomnir til að gæða sér á þegar sykurlöngunin kallar. Pistasíur hafa verið afar vinsælar í eftirréttum og sælgæti undanfarið, eftir að hið vinsæla Dúbaí súkkulaði hreif íslenska sælkera.

Lífið

Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnar­hættir stór­veldis

Eftir að Donald Trump sneri aftur á forsetastól hefur hann þrætt samsæriskenningar eins og perlur á bandi í orðræðu sinni. Í nýjasta þætti hlaðvarpsins Skuggavaldið, rýna prófessorarnir Hulda Þórisdóttir og Eiríkur Bergmann í hvernig samsæriskenningar hafa ekki aðeins mótað orðræðu Trumps heldur einnig ríkisstjórn hans og valdbeitingu.

Lífið

Krakkarnir sjúkir í silfur­litað á ösku­daginn

Allt sem gæti minnt á útlit Væb-strákanna í Söngvakeppninni hefur rokið úr Partýbúðinni að sögn verslunarstjóra sem hefur selt alveg gríðarlega mikið af silfurlituðum flíkum og speglagleraugum. Hún segir að meginbreytingin frá fyrri árum sé aukin þátttaka hinna fullorðnu í öskudagsfjörinu.

Lífið

Tjörnin trónir á toppnum

Rán Flygenring er í fyrsta sæti á toppi bóksölulistans með bók sína Tjörnina. En hún hlaut einmitt Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki barnabóka.

Menning

Rikki G skilar lyklunum að FM957

Fjölmiðlamaðurinn Ríkharð Óskar Guðnason, betur þekktur sem Rikki G, hefur sagt upp störfum sem dagskrárstjóri útvarpsstöðvarinnar FM957. Hann mun þó áfram vera hluti af morgunþættinum Brennslunni, en í öðru sæti. Egill Ploder hefur tekið við starfi hans.

Lífið

Elísa­bet fær upp­reist æru

Innkaupapokinn er frekar látlaust heiti á tilfinningaþrungnu og litríku leikverki sem byggir á gömlu leikriti Elísabetar Jökulsdóttur – Mundu töfrana. Leikritið gengur í endurnýjun lífdaga í samstarfi við leikhópinn Kriðpleir. Áhorfendur fylgjast með glímu leikhópsins við að finna leiðina í gegnum völundarhúsið sem leiktexti Elísabetar er en í seinni hluta sýningarinnar er leikritið sjálft sett á svið. Afraksturinn af þessu sérstaka samvinnuverkefni er leikhúskvöld sem líður manni seint úr minni.

Gagnrýni

Dusta rykið af danssokkunum

„Við erum algjört rólyndisfólk utan sviðs, svo umbreytumst við bara í partýdýr á tónleikum,“ segir listakonan Melkorka Sigríður Magnúsdóttir, meðlimur hljómsveitarinnar Milkywhale. Sveitin var að senda frá sér tónlistarmyndband við lag sem einblínir á að draga djúpa andann og dansa í núinu.

Tónlist

Stór­myndir í út­rýmingar­hættu

Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi segir risabreytingar á sjónvarps- og kvikmyndamarkaði útskýra hvers vegna færri kannast við þær kvikmyndir sem tilnefndar voru til Óskarsverðlauna í ár heldur en tíðkaðist á árum áður þegar stórmyndir voru gjarnan tilnefndar. Hann segir alveg ljóst að stórmyndin sem slík, blockbuster myndin, sé í útrýmingarhættu.

Lífið