Lífið

Vaknaði einn daginn og gat ekki notað hægri höndina

Daníel Már Pálsson atvinnupókerspilari vakti athygli á dögunum eftir að hann vann 26 milljónir íslenskra króna á stórmóti á Jeju Island í Suður-Kóreu á dögunum. Þetta er stærsti sig­ur Daní­els á pókermóti hingað til. Hann segir baráttuna við gigtina hafa mótað sig mest í lífinu.

Lífið

Hámhorfið: Hvað eru hetjur hafsins að horfa á?

Sunnudagar til sjónvarpsgláps segja sumir og gildir þá einu hvort það sé á landi eða sjó. Lífið á Vísi heldur áfram að taka púlsinn á fjölbreyttum hópi fólks til að heyra hvað það er að horfa á. Í dag er rætt við sjómenn en hetjur hafsins eru sannarlega með fjölbreyttan smekk á afþreyingarefni.

Lífið

Ein­stakar ljós­myndir úr Sund­höll Reykja­víkur í gegnum tíðina

Sundhöll Reykjavíkur við Barónsstíg á sér langa sögu sem nær aftur til fjórða áratugs seinustu aldar. Um áratugaskeið var Sundhöllin helsta kennslu- og æfingalaug Reykjavíkur og í gegnum tíðina hefur laugin eignast óteljandi fastakúnna sem þangað koma til að fá sér sundsprett, rækta líkama og sál og ræða þjóðmálin til mergjar í heita pottinum.

Lífið

Ást­ríðu­fullur safnari í Reykja­nes­bæ

Á heimili Ólafs Ólafssonar í Reykjanesbæ er líklega að finna eitt stærsta einkasafn landsins af merkjum og fatnaði sem tengjast starfsemi lögreglu, flugi, hersins og ýmissa annarra embættisaðila, bæði íslenskum og erlendum. Þar má meðal annars finna lögregluhúfu frá 1930, smellubindi frá Varnarmálastofnun Íslands, húfumerki yfirmanna Landhelgisgæslunnar frá tímum Þorskastríðsins því og svo mætti lengi telja.

Lífið

„Hæ, ég held að þú sért blóðfaðir minn“

Stærsti draumur Tori Lynn Gísladóttur rættist um síðustu jól. Þá voru hún og bandarískur blóðfaðir hennar sameinuð á ný, eftir fimmtán ára aðskilnað. Sagan þar á bak við er flókin og óvenjuleg – og á sama tíma hjartnæm og falleg.

Lífið

Fyrirsætulífið úti mikið ævin­týri en saknar ís­lenska vatnsins

„Ég elska þennan bransa jafn mikið og ég gerði daginn sem ég byrjaði í honum. Því vinnan mín er svo óútreiknanleg,“ segir fyrirsætan Birta Abiba. Birta er búsett í Los Angeles um þessar mundir og sat nýverið fyrir í auglýsingaherferð fyrir hamborgararisann McDonald's. Blaðamaður ræddi við Birtu um lífið úti.

Lífið

Unnu síðast saman árið 2000

Öll þessi ár með Eddu Andrésardóttur og Páli Magnússyni er á leið í loftið á Stöð 2. Sindri Sindrason hitta þau í Perlunni í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi og fékk að vita hvernig þætti sé um að ræða.

Lífið

Snorri sakaður um að vera kyn­slóða­villingur

„Gunnar Smári beitti því fantabragði að ýta ritstjóranum út úr skápnum, að ég væri gamall karl í ungum líkama. Minn málflutningur væri eins og ég væri sjötugur en ekki 26 ára,“ segir Snorri Másson forviða. En hann fer reglulega yfir fréttir vikunnar á vef sínum Ritstjóri.is

Lífið

Fer­tug og frjó í flutningum

Katla Hreiðarsdóttir, eigandi hönnunarverslunarinnar Systur og makar, og Haukur Unnar Þorkelsson eiga von á sínu þriðja barni saman. Katla fagnar fertugsafmæli sínu í dag með því að tilkynna óléttuna. Auk þess festi parið kaup á fallegu einbýli í Hafnarfirði.

Lífið

Felix víkur og ó­vissa með Gísla Martein

Felix Bergsson hefur sagt sig frá öllum verkefnum á vegum Ríkisútvarpsins, bæði þeim sem hann hefur sinnt í útvarpi og sömuleiðis í sjónvarpi. Hann verður því ekki fararstjóri íslenska Eurovision hópsins í ár eins og undanfarin ár. Óvíst er hvort Gísli Marteinn Baldursson lýsi keppninni eins og síðustu ár.

Lífið

Nadine og Þór­hildur snúa aftur í sjón­varpið

Hlaðvarpsþættirnir Eftirmál, í umsjón Þórhildar Þorkelsdóttur og Nadine Guðrúnar Yaghi hófu göngu sína fyrir tveimur árum og síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Í þáttunum taka fyrrum fréttakonurnar fyrir eftirminnileg íslensk fréttamál og kryfja þau til mergjar og hafa þættirnir notið fádæma vinsælda hjá breiðum hópi fólks.

Lífið

Ein­hleypir og eitursvalir

Vorið er blómatímabil fyrir einhleypa einstaklinga. Með hækkandi sól og opnum hug ættu lesendur Vísis sem eru í leit að rétta makanum að líta vel yfir eftirfarandi lista sem samanstendur af eitursvölum og einhleypum karlmönnum.

Lífið

Hlustendaverðlaunin 2024: Lauf­ey, Patrik og Iceguys unnu tvö­falt

Hlustendaverðlaunin 2024 voru afhent við hátíðlega athöfn í Gamla bíói í kvöld. Stórstjarnan Laufey hlaut verðlaun sem söngkona ársins og fyrir plötu ársins, Bewitched. Patrik Atlason var valinn nýliði ársins og hlaut verðlaun fyrir lag ársins. Drengjasveitin Iceguys voru útnefndir flytjendur ársins og myndband þeirra við lagið Krumla var valið myndband ársins.

Lífið

Í beinni: Hlustendaverðlaunin 2024

Hlustendaverðlaunin 2024 verða haldin í Gamla Bíó í kvöld en um er að ræða ellefta skiptið sem verðlaunin eru veitt. Þau verða í beinni útsendingu á Vísi og á Stöð 2 Vísi og verður um sannkallaða tónlistarveislu að ræða þar sem margt af helsta tónlistarfólki landsins stígur á svið.

Lífið

Ekkert öðru­vísi að eiga barn með Downs

Íris Lilja Þórðardóttir fagnar í dag í fyrsta sinn Alþjóðlegum degi Downs-heilkennis með dóttur sinni, Emblu Rún, sem er með Downs. Fjölskyldan klæddi sig öll upp í mislita sokka í morgun og ætlar seinna í dag að halda á hitting hjá Downs-félaginu sem haldinn er í Þróttaraheimilinu.

Lífið

Færðu for­seta Ís­lands mis­lita sokka

Það var líf og fjör á Bessastöðum í morgun þegar forseti Íslands tók á móti fulltrúum Félags áhugafólks um Downs heilkennið sem afhentu honum mislita sokka í tilefni alþjóðlega Downs dagsins. Forsetinn var hæst ánægður með sokkana sem voru hannaðir af listamanni með Downs heilkenni.

Lífið

Danskur draumur við strand­lengjuna

Við Vedbæk Strandvej, í einu auðugasta úthverfi norður af Kaupmannahöfn í Danmörku, er að finna stórbrotna villu við strandlengjuna frá árinu 1945. Húsið var endurnýjað árið 2022 á fágaðan og nýstárlegan máta. 

Lífið