Lífið

Svavar Pétur er látinn

Svavar Pétur Eysteinsson, tónlistarmaður sem gekk undir listamannsnafninu Prins Póló, er látinn, 45 ára að aldri.

Lífið

Khloé hafnaði bónorði Tristans

Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian segist hafa hafnað bónorði frá barnsföður sínum Tristan Thompson. Hún segist ekki hafa getað sagt já við spurningunni á þeim tímapunkti þar sem hún vilji vera stolt af slíkum tíðindum.

Lífið

Emily in Paris snýr aftur í desember

Tökum er lokið á þriðju seríunni af Emily in Paris og snýr þátturinn aftur á Netflix þann 21. desember. Leikkonan Lily Collins, sem leikur Emily, deildi myndum af tökustað og fögrum orðum um lífsreynsluna á Instagram miðli sínum í gær.

Lífið

Coolio er látinn

Bandaríski rapparinn Coolio er látinn, 59 ára að aldri. Hann naut mikilla vinsælda á ferli sínum en var þekktastur fyrir lagið Gangsta's Paradise frá árinu 1995.

Lífið

Mætti óvænt og fagnaði nýju línunni

Fyrirsætan Cara Delevingne mætti á tískuvikuna í París í gær þar sem línunni Cara Loves Carl var fagnað. Óvissa var með hvort hún myndi mæta á viðburðinn, en hún lét ekki sjá sig í partýinu sem var haldið þegar línan fór í sölu fyrr í mánuðinum.

Lífið

Rekinn úr Try Guys eftir fram­hjá­hald

Þeir Ned Fulmer, Keith Habersberger, Zach Kornfeld og Eugene Lee Yang hafa haldið úti Youtube stöðinni The Try Guys. Nú hefur Ned Fulmer verið rekinn úr hópnum eftir að upp komst um framhjáhald á milli hans og samstarfsfélaga.

Lífið

Glasgow og Liverpool keppast um að halda Eurovision

Borgirnar Glasgow og Liverpool í Bretlandi standa nú tvær eftir í keppninni um að halda Eurovision. Samkvæmt The BBC voru þær borgir með bestu tilboðin fyrir viðburðarhaldið. Bretland var valið til þess að halda keppnina í ljósi innrásar Rússlands í Úkraínu, sem sigraði Eurovision. 

Lífið

Svarar fyrir sögusagnir um nýtt samband

Ljósmynd af leikaranum Michele Morrone og raunveruleikastjörnunni Khloé Kardashian hefur skapað mikið umtal síðustu daga. Stjörnurnar voru myndaðar saman eftir tískusýningu Dolce and Gabbana í Mílanó.

Lífið

Brad Pitt og Emily Ratajkowski eyða tíma saman

Leikarinn Brad Pitt og fyrirsætan Emily Ratajkowski hafa verið að eyða tíma saman samkvæmt heimildum People. Heimildirnar segja þau þó ekki vera í sambandi og að óljóst sé hversu mikil alvara sé í samskiptunum. 

Lífið

Þekking eldri borgara á kyn­líf­stækjum

Ný þáttaröð af Allskonar kynlíf er kominn í loftið á Stöð 2. Í fjórða þættinum var fjallað um kynlíf hjá eldri borgurum og könnuðu Ahd Tamimi og Sigga Dögg kynfræðingur það með skemmtilegum leiðum.

Lífið

Love Island par fjölgar sér

Love Island parið Molly Mae Hague og Tommy Fury eiga von á barni saman. Þau tilkynntu komu barnsins í færslu á Instagram miðlum sínum í gær. Parið kynntist í fimmtu seríu af raunveruleikaþáttunum árið 2019. 

Lífið

Íslenski hesturinn á forsíðu New York Times

Hesturinn Stormur, sem er blesóttur, níu vetra verður heimsfrægur á morgun, því hann prýðir forsíðu New York Times Magazine blaðsins, sem kemur þá út. 150 milljónir manna eru áskrifendur af blaðinu á netinu, og blaðið verður líka gefið út í milljónum prentaðra eintaka.

Lífið

Heba Þórisdóttir farðar stjörnurnar í Hollywood

Heba Þórisdóttir er einn fremsti förðunarfræðingur Íslands og Hollywood. Blaðamaður náði tali af Hebu þar sem hún var stödd á tökustað þáttanna Lady in The Lake þar sem hún sér um förðun Natalie Portman. Það var þó kvikmyndin Don’t Worry Darling sem átti sviðsljósið í viðtalinu en Heba hannaði förðun myndarinnar.

Lífið

„Ég hef sært fólk“

Leikkonan Gwyneth Paltrow er að undirbúa sig fyrir fimmtugsafmælið sitt og fer yfir mistök fortíðarinnar í nýjum pistli sem hún birti á heimasíðu sinni Goop. Hún segir andann sinn ekki bera ummerki tímans sem hefur liðið en aftur á móti segir hún líkamann gera það.

Lífið