Lífið

Tónleikar Lewis Capaldi hér á landi enn og aftur í lausu lofti

Það er ekki ljóst hvaða áhrif yfirlýsing Lewis Capaldi um pásu hans frá tónlist hefur á tónleika hans í Laugardalshöll 11. ágúst næstkomandi. Framkvæmdastjóri Senu Live segist ekki hafa heyrt frá teymi Lewis Capaldi og undirbúningur tónleikanna sé í fullum gangi. Í versta falli verði þeim frestað.

Lífið

Birnir og Vaka fjölga mannkyninu

Tónlistarmaðurinn Birnir Sigurðarson og kærasta hans Vaka Njálsdóttir eiga von á sínu fyrsta barni í október. Vaka deilir gleðitíðindunum á Instagram.

Lífið

Taylor Swift skellti skolla­eyrum við boði Meg­han Mark­le

Taylor Swift þáði ekki boð Meg­han Mark­le, her­toga­ynjunnar af Sus­sex, um að mæta sem gestur í hlað­varps­þátt hennar Arche­types. Her­toga­ynjan sendi henni skrif­lega beiðni um að mæta sem gestur, að því er breska götu­blaðið The Sun full­yrðir.

Lífið

Komu tómhent heim af fæðingardeildinni

„Eitt af því sem yfirlæknirinn á vökudeildinni sagði við okkur á sínum tíma var að það væri bara tvennt í stöðunni hjá okkur: annað hvort myndi þetta verða of erfitt fyrir okkur og við myndum hætta saman eða við ættum eftir að koma sterkari saman út úr þessu,“ segir Friðrik Svavarsson en hann og sambýliskona hans Steinunn Erla Davíðsdóttir hafa undanfarið ár gengið í gegnum langt og erfitt sorgarferli.

Lífið

„Þegar ég var sau­tján ára sagði líkaminn minn stopp“

„Ég hvet alla til að elta draumana sína þó þeir virki stórir, mikilvægast er að taka bara fyrsta skrefið og missa aldrei trúna á sjálfri sér,“ segir heilsumarkþjálfinn og jógakennarinn Anna Guðný Torfadóttir, sem leggur upp úr því að finna aðgengilegar og auðveldar leiðir fyrir heilbrigðan lífsstíl. Blaðamaður hitti hana í kaffi og fékk að heyra frá hennar vegferð í lífinu.

Lífið

Segir nauta­lifur vera ofur­fæðu

Hlaupagarpurinn og heilsugúrúinn Sigurjón Ernir Sturluson sigraði Hengil nýverið en hann þakkar nautalifri árangur sinn sem hann segir eina næringarríkustu fæðuafurðum. 

Lífið

Kvíði er vani fyrir mér

Rapparinn Jóhannes Damian Patreksson, betur þekktur sem JóiPé, varð landsfrægur á einni nóttu með laginu Ég vil það árið 2017. Hann gaf út sína fyrstu sólóplötu í nóvember síðastliðnum sem hann frumflutti á Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni. Hann endurtekur leikinn annað kvöld á Kex Hostel.

Lífið

Fann stolinn bílinn í gegnum AirPods

Bíl kvikmyndaframleiðandans Eiðs Birgissonar var stolið fyrr í vikunni. Hann fannst tveimur dögum síðar, þökk sé staðsetningatækni Apple, steinsnar frá bílasölunni.

Lífið

Fær skilaboð frá ókunnugum

„Ef maður vinnur Miss Supranational þá flyturðu til Bangkok og verður með þennan titil í ár og gerir alls konar skemmtilegt. Þú færð að ferðast um heiminn, vinna alls konar góðgerðarstörf svo þetta er voða stórt. Engin íslensk stelpa hefur unnið Miss Supranational hingað til en kannski við breytum því í ár,“ segir Ísabella Þorvaldsdóttir hlæjandi.

Lífið

Zucker­berg til í að slást við Musk

Mark Zucker­berg, eig­andi sam­fé­lags­miðilsins Face­book, segist vera til í að mæta Elon Musk, eig­anda sam­fé­lags­miðilsins Twitter í slags­málum. Nokkuð ljóst er að um grín er að ræða en Face­book vinnur nú að þróun nýs sam­fé­lags­miðils sem er keim­líkur Twitter.

Lífið

Datt úr lið við fagnaðar­lætin

Karlmaður sem vann stóran vinning í bandaríska sjónvarpsþættinum The Price is Right slasaðist í fagnaðarlátunum er hann vann leik í þættinum. Eiginkona hans þurfti að koma upp á svið til hans til að hjálpa honum að klára leikinn.

Lífið

„Fólk verður bara að taka mynd af sér“

„Vinsamlegast kyssist,“ stendur á nýju skilti í Ólafsvík sem sveitarstjóri vonast til að verði aðdráttarafl í bænum. Regnbogastígur á Kirkjutúni var málaður í gær við hliðina á Ólafsvíkurkirkju og undir Bæjarfossi.

Lífið

Hönnunar­Mars haldinn í apríl

Sextánda árið í röð mun HönnunarMars breiða úr sér um allt höfuðborgarsvæðið dagana 24. - 28. apríl 2024. Hátíðin hefur fest sig í sessi sem einn helsti menningarviðburður landsins. Þar fá fjölbreyttar og forvitnilegar sýningar sem og viðburðir að veita þátttakendum og gestum innblástur og innsýn í nýjar lausnir og skapandi hugmyndir.

Lífið

Hamagangur á Nesinu og flutningar

Athafnakonan og áhrifavaldurinn, Camilla Rut Rúnarsdóttir, hefur í mörgu að snúast um þessar mundir í húsnæðismálum. Íbúðin sem hún hefur verið með á leigu síðastliðna mánuði er komin á sölu auk þess hún er í framkvæmdum á framtíðarheimili fjölskyldunnar á Seltjarnarnesi.

Lífið

Friends-leikari látinn

Breski leikarinn Paxton Whitehead, þekktastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Friends, er látinn, 85 ára að aldri.

Lífið

List­rænt ofur­par opnar ný­stár­lega og skapandi um­boðs­skrif­stofu

Listræna parið Sigrún Eva Jónsdóttir og Sonny hefur komið víða að í hinum skapandi heimi. Þau ákváðu snemma árs að sameina krafta sína og er afraksturinn umboðsskrifstofa og skapandi rými undir heitinu Grounded Creative Studios. Skrifstofan opnar í sumar og með verkefninu langar þau að nálgast umboðsheiminn á nýjan hátt. Blaðamaður tók púlsinn á þeim.

Lífið

Myndaveisla: Þær voru fjallkonur um land allt í ár

Frá lýðveldisstofnun hefur það verið hefð að kona í hlutverki fjallkonunnar flytji ávarp fyrir hátíðargesti á þjóðhátíðardaginn. Í ár var fjöldi glæsilegra kvenna sem tók að sér hlutverk fjallkonunnar um land allt.

Lífið