Lífið

Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum

Bandaríski grínistinn, handritshöfundurinn, framleiðandinn og fyrrverandi spjallþáttastjórnandinn Conan O'Brien mun verða kynnir á Óskarsverðlaununum 2025. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Akademíunni.

Lífið

Hafa bæði kvatt sín fyrr­verandi og eru al­sæl saman

Leikararnir Hugh Jackman og Sutton Foster eru í sjöunda himni en þau hafa nú bæði kvatt fyrrverandi maka sína og geta því loksins verið saman. Bandaríski slúðurmiðillinn Page Six segir þau aldrei hafa verið hamingjusamari og hefur þetta eftir ónefndu vinafólki.

Lífið

„Nýja heimsskipanin:“ Leyni­leg á­ætlun um heims­yfir­ráð í undir­búningi?

Sögur af leynilegri valdaelítu sem vinni að því að hneppa heimsbyggðina alla í ánauð hafa lengi verið á sveimi. Í kjölfar ýmissa þjóðfélagslegra áfalla á heimsvísu, svo sem fjármálakrísuna, flóttamannakrísuna og í kjölfar Covid-faraldursins og nú stríða í Úkraínu og Palestínu hafa áhyggjur magnast af því að alþjóðleg elíta illvirkja, oft nefnd „heimselítan,“ vinni að því að koma á alræðisstjórn og hneppa heimsbyggðina undir stjórn fárra útvalinna.

Lífið

Bannað að hlæja: Stressið alls­ráðandi í upp­hafi kvöldsins

Stressið verður allsráðandi hjá fyrstu gestum Audda Blö í kvöldverðarboði hans í fyrsta þætti af Bannað að hlæja sem er sýndur í kvöld. Þar er eina reglan sú líkt og nafnið gefur til kynna að það er stranglega bannað að hlæja og kvöldverðargestir fá stig fyrir að láta aðra hlæja.

Lífið

Katrín og Markus orðin tveggja barna for­eldrar

Katrín Edda Þorsteinsdóttir, áhrifavaldur og verkfræðingur, og eiginmaður hennar Markus Wasserbaech eignuðust sitt annað barn í gær. Fyrir eiga þau eina dóttur, Elísu Eyþóru sem verður tveggja ára í desember.

Lífið

Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í al­vöru liðið svona

Sunna Dís Másdóttir var að senda frá sér sína fyrstu bók, en samt ekki. Kul. Ekkert í þessari bók ber þess merki að um byrjendaverk sé að ræða. Þvert á móti ætlar blaðamaður Vísis að ganga svo langt að fullyrða að þessi bók sé uppgötvun ársins. Söguhetjan heitir Una sem er bæði viðkvæm og grjóthörð. Eins og Sunna. Er Una Sunna? Nei, auðvitað ekki. En samt…

Lífið

Heitasti plötu­snúður í heimi í Melabúðinni

Einn heitasti plötusnúður í heimi um þessar mundir Fred again er staddur á landinu. Hann spókaði sig um í Melabúðinni í vesturbæ Reykjavíkur í gær þar sem hann hitti engan annan en Rögnu Sigurðardóttur frambjóðanda Samfylkingarinnar.

Lífið

Emilíana Torrini ein­hleyp

Söngkonan ástsæla Emilíana Torrini og Rowan Patrick Robinson Cain eru að skilja eftir fimm ára hjónaband. Emilíana hefur í mörg ár verið ein allra vinsælasta söngkona þjóðarinnar.

Lífið

„Vinkonusambönd virka aldrei ef það er af­brýði­semi“

Áhrifavaldarnir og raunveruleikastjörnurnar Sunneva Einarsdóttir og Jóhanna Helga Jensdóttir eða Jóa eru bestu vinkonur og hafa þekkst í rúm tólf ár. Vinátta þeirra hefur vakið mikla athygli en þær hafa meðal annars verið saman með raunveruleikaþátt, eytt tíma saman á fæðingardeildinni þegar Jóa eignaðist barn og margt fleira eftirminnilegt. Blaðamaður ræddi við þær um vináttuna.

Lífið

Edda Falak gaf bróður sínum nafna

Edda Falak, baráttukona og áhrifavaldur, og Kristján Helgi Hafliðason, glímukappi og þjálfari í Mjölni, hafa gefið syni sínum nafn. Drengurinn heitir Ómar, í höfuðið á bróður Eddu. 

Lífið

Krasinski er kynþokkafyllstur í ár

Leik­ar­inn og leik­stjór­inn John Kras­inski er kynþokkafyllsti núlifandi karlmaður heims, samkvæmt bandaríska tímaritinu People. Tímaritið veitir þennan áhugaverða titil á hverju ári og tekur Krasinski við keflinu af leikaranum Patrick Dempsey.

Lífið

Fólk fer of snemma af stað í næsta sam­band

Það er æ algengara að pör búi ekki saman. Sérstaklega þegar þau eru komin yfir miðjan aldur. Þegar pör hætti saman gerist það í langflestum tilvikum að fólk fari of snemma af stað í næsta samband.

Lífið

Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn

Einn þekktasti uppskriftarhöfundur landsins Linda Benediktsdóttir er væntanleg á skjáinn í fyrsta skiptið í kvöld á Stöð 2 í nýrri seríu, Aðventan með Lindu Ben. Linda sem er fyrir löngu orðin landsþekkt fyrir einstakar uppskriftir sínar og bakstursvörur mun í þáttunum deila nokkrum af sínum uppáhalds uppskriftum og gefa góð ráð fyrir aðventuna.

Lífið

Stóð ekki á svörum um vand­ræða­legasta augna­blikið

Arnar Þór Jónsson formaður Lýðræðisflokksins segir það vera alvöru verkefni að fara tvisvar sinnum í framboð á einu ári. Hann er eini leiðtogi stjórnmálaflokkanna sem hefur mætt áður í Af vængjum fram og tók áskoruninni um að borða bara sterkustu sósuna.

Lífið

Rúrik Gísla í glæsi­legu eftirpartýi á Edition

Það var líf og fjör síðastliðið laugardagskvöld á Roof barnum á hótelinu Reykjavik Edition þegar breska danstónlistartvíeykið Joy Anonymous tróð upp. Margt var um manninn og samkvæmt fréttatilkynningu var kvöldið magnað í alla staði.

Lífið

Kynbomban Megan Fox ó­létt

Hollywood-leikkonan Megan Fox og tónlistarmaðurinn Machine Gun Kelly, réttu nafni Colson Baker, eiga von á sínu fyrsta barni saman. Fyrir á Fox þrjá drengi og Baker eina dóttur.

Lífið

„Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“

Prófessor Eiríkur Bergmann hefur sent frá sér bókina Óvæntur ferðafélagi en þar gengur hann nær sjálfum sér en hann hefur áður gert. Hann segir frá svæsnu einelti sem hann varð fyrir og óboðnum gesti, fyrirbæri sem heitir Severe Tinnitus Disorder og er ólæknandi suð í eyrum.

Lífið