Körfubolti

Körfuboltakvöld: Hvernig var þetta leyft?

Tindastóll sótti sigur í Smárann í síðustu umferð Subway deildar karla þrátt fyrir að hafa lent 21 stigi undir í leiknum. Þar munaði miklu um frábæran stuðning sem liðið fékk á áhorfendapöllunum.

Körfubolti

Helgi tók út and­vöku­næturnar um jólin: „Það sem gerist, gerist“

„Ég er glaður, það er gaman að vinna. Mér fannst liðið spila vel í dag sem er ánægjulegt. Við vorum mjög agaðir varnarlega,“ sagði Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, aðspurður hver lykillinn að sigrinum gegn Keflavík hefði verið. Með sigrinum heldur KR sér á lífi í Subway-deild karla í körfubolta. Það þarf hins vegar allt að ganga upp til að það gerist.

Körfubolti

„Þetta var algjörlega til fyrirmyndar, hugarfar og hvernig menn nálguðust verkefnið“

Það mátti sjá á Jóhanni Þór Ólafssyni, þjálfara Grindavíkur, að það var þungu fargi af honum létt eftir sigur hans manna á Stjörnunni í kvöld. Grindvíkingar unnu að lokum nokkuð öruggan sigur, lokatölur 99-88, sem þýðir að heimamenn færast aðeins fjær hinni þéttu fallbaráttu í Subway-deild karla. Jóhann viðurkenndi fúslega að sigurinn hefði verið sætur.

Körfubolti

Fær yfir fjóra milljarða vegna mynda af slysstað

Vanessa Bryant, ekkja körfuboltamannsins Kobe Bryant, hefur komist að samkomulagi við Los Angeles sýslu um bætur vegna mynda sem fóru í dreifingu, af líkamsleifum Kobe, dóttur þeirra og sjö öðrum eftir þyrluslysið fyrir þremur árum.

Körfubolti