Curry skaut Frakka í kaf í lokin Siggeir Ævarsson skrifar 10. ágúst 2024 21:27 Stephen Curry smellti átta þristum í kvöld, þar af fjórum í brakinu vísir/Getty Bandaríkin tryggðu sér fimmta Ólympíugullið í röð í körfuknattleik þegar stjörnum prýtt lið þeirra lagði Frakkland í úrslitaleik í kvöld, 87-98. Bandaríkjamenn voru skrefinu á undan allan leikinn en Frakkar voru aldrei langt undan. Hinn ungi og hávaxni Victor Wembanyama fór fyrir liði Frakka, skoraði 26 stig og tók sjö fráköst. Bandaríkin náðu reglulega upp um það bil tíu stiga forskoti en í hvert skipti sem það gerðist var eins og værukærð færðist yfir liðið. Klaufalegir tapaðir boltar leiddu af sér hröð stig á hinum endanum og Frakkar ætluðu klárlega ekki að leggjast niður og gefast upp. Þeir náðu þó aldrei að brúa bilið að fullu og ef frá eru taldar lokamínútur leiksins mætti lýsa þessum sigri sem liðsframmmistöðu Bandaríkjamanna. En undir lokin steig Stephen Curry heldur betur upp og setti fjóra þrista á örfáum mínútum. Sá síðasti var það sem kallast á fagmálinu „algjört kjaftæði“ en þegar þessi maður er kominn í gang halda honum einfaldlega engin bönd. Curry endaði með átta þrista í leiknum og 24 stig en talnaglöggir lesendur átta sig á að öll stigin komu úr þristum. Hann setti níu þrista í undanúrslitunum svo að alls voru þristarnir 17 í þessum síðustu tveimur leikjum. Bandaríkjamenn fara því heim með gullið fimmtu leikana í röð og í áttunda skiptið af síðustu níu leikum. Bandaríkin hafa leikið til úrslita á öllum Ólympíuleikum síðan 1992, ef frá eru taldir leikarnir í Aþenu 2004 þegar Argentína vann gullið og Bandaríkin þurftu að sætta sig við bronsverðlaun. Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Bandaríkjamenn voru skrefinu á undan allan leikinn en Frakkar voru aldrei langt undan. Hinn ungi og hávaxni Victor Wembanyama fór fyrir liði Frakka, skoraði 26 stig og tók sjö fráköst. Bandaríkin náðu reglulega upp um það bil tíu stiga forskoti en í hvert skipti sem það gerðist var eins og værukærð færðist yfir liðið. Klaufalegir tapaðir boltar leiddu af sér hröð stig á hinum endanum og Frakkar ætluðu klárlega ekki að leggjast niður og gefast upp. Þeir náðu þó aldrei að brúa bilið að fullu og ef frá eru taldar lokamínútur leiksins mætti lýsa þessum sigri sem liðsframmmistöðu Bandaríkjamanna. En undir lokin steig Stephen Curry heldur betur upp og setti fjóra þrista á örfáum mínútum. Sá síðasti var það sem kallast á fagmálinu „algjört kjaftæði“ en þegar þessi maður er kominn í gang halda honum einfaldlega engin bönd. Curry endaði með átta þrista í leiknum og 24 stig en talnaglöggir lesendur átta sig á að öll stigin komu úr þristum. Hann setti níu þrista í undanúrslitunum svo að alls voru þristarnir 17 í þessum síðustu tveimur leikjum. Bandaríkjamenn fara því heim með gullið fimmtu leikana í röð og í áttunda skiptið af síðustu níu leikum. Bandaríkin hafa leikið til úrslita á öllum Ólympíuleikum síðan 1992, ef frá eru taldir leikarnir í Aþenu 2004 þegar Argentína vann gullið og Bandaríkin þurftu að sætta sig við bronsverðlaun.
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum