Körfubolti

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Fannst tæki­færið vera tekið af okkur“

Elvar Már Friðriksson var vonsvikinn í leikslok eftir svekkjandi tap gegn Póllandi í kvöld en að sama skapi stoltur af sínum mönnum. Hann er sannfærður um að Ísland hafi átt meira á tanknum en Pólland, en þar sem leikurinn kláraðist á vítalínunni fékk Ísland ekki tækifæri til að sýna það í verki.

Körfubolti
Fréttamynd

Ís­lendingar hita upp í Katowice

Stuðningsmenn karlalandsliðsins í körfubolta eru samankomnir í miðborg Katowice í Póllandi þar sem þeir hita upp fyrir leik kvöldsins við heimamenn. Vísir var í beinni útsendingu á staðnum.

Körfubolti
Fréttamynd

„Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“

Martin Hermannsson skilur ekki hvers vegna Tryggvi Hlinason, liðsfélagi sinn í landsliðinu, er ekki spilandi hverja viku í EuroLeague á meðal bestu leikmanna álfunnar. Martin lofaði liðsfélaga sinn í hástert á blaðamannafundi í gær.

Körfubolti
Fréttamynd

Mynda­syrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi

Ísland kastaði frá sér sigrinum á svekkjandi hátt gegn Belgum á Evrópumótinu í körfubolta í kvöld. Íslensku strákarnir fengu góðan stuðning frá íslenskum áhorfendum en það dugði ekki til að þessu sinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Loyd kreisti fram sigur fyrir Pól­land

Pólland og Ísrael mættust í síðasta leik dagsins í D-riðli á Evrópumótinu í körfubolta en Ísland mætir Póllandi á morgun. Pólverjar voru nálægt því að kasta leiknum frá sér en Jordan Loyd var á öðru máli.

Körfubolti
Fréttamynd

EM í dag: Fimm mínútna mar­tröð

Úff. Erfitt tap að kyngja hjá strákunum okkar á EM í körfubolta. Ævintýralegur lokakafli skilaði tapi fyrir Belgum í leik þar sem Ísland leiddi frá upphafi, nánast til enda. Leikurinn var gerður upp í EM í dag.

Körfubolti