Körfubolti

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ

Mál Kristófers Acox vegna auglýsingar á ólöglegri veðmálastarfsemi er enn til skoðunar hjá KKÍ sem hefur fengið fleiri ábendingar á þeim nótum. Framkvæmdastjóri sambandsins kallar eftir breytingum á úreltri löggjöf með það fyrir augum að erlend veðmálafyrirtæki séu skattskyld hérlendis.

Körfubolti
Fréttamynd

Daníel: Ég fór í smá ævin­týra starf­semi

Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur var ánægður með sigur sinna manna gegn nýliðum Ármanns í kvöld 4. umferð Bónus deildar karla. Hann segir að leikurinn hafi verið krefjandi en hann fagni því að geta farið með sigur af hólmi geng kraftmiklu liði Ármanns. Leiknum lauk með 94-107 sigri Keflvíkinga.

Körfubolti
Fréttamynd

Átti sumar engu öðru líkt

Franski körfuboltamaðurinn Victor Wembanyama missti af stórum hluta síðasta tímabils vegna meiðsla en önnur lið í deildinni ættu að óttast uppfærðu útgáfuna af geimverunni Wemby ef marka má hans fyrsta leik á nýju tímabili.

Körfubolti
Fréttamynd

Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins

Í síðasta þætti af Körfuboltakvöldi Extra mætti Andri Már Eggertsson of seint í upptökum. Þátturinn er alltaf tekinn upp í hádeginu á mánudögum en þar sem Andri var nýlentur frá Manchester mætti hann örlítið of seint í upptökuna.

Körfubolti
Fréttamynd

Peder­sen með lands­liðið til 2029

KKÍ hefur endurnýjað samning Craigs Pedersen sem landsliðsþjálfara karla í körfubolta til fjögurra ára. Enginn hefur þjálfað íslenskt landslið lengur en Kanadamaðurinn sem stýrði liðinu á EM í haust.

Körfubolti
Fréttamynd

Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar

Stjórn Körfuknattleikssambands Íslands hefur nú breytt reglum sambandsins um félagaskipti og taka breytingarnar nú þegar gildi. Ætla má að þær séu gerðar í tilefni þess hvernig Stjarnan losaði Pablo Bertone úr fimm leikja banni sínu í upphafi tímabils.

Körfubolti
Fréttamynd

Músin Ragnar og stemning Stólanna

Þó að Tindastóll hafi tapað Evrópuleik sínum í Tékklandi í gærkvöld þá hefur tímabilið að öðru leyti gengið eins og í sögu og stemningin virst mikil. Um þetta ræddu menn í Bónus Körfuboltakvöldi á föstudaginn.

Körfubolti