Innherji

Verðbólgan gengi hraðar niður ef ríkið sýndi meira aðhald

Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu, segir að ónægjanlegt aðhald í ríkisfjármálunum hafi leitt til þess að Seðlabankann ber þyngri byrði en æskilegt er út frá sjónarmiðum um skilvirka hagstjórn. Öflugari sveiflujöfnun í fjármálastefnu ríkisins myndi, að mati varaseðlabankastjóra, stytta þann tíma sem þarf til að ná verðbólgunni niður í markmið.

Innherji

Alþjóðahagkerfið sýnir styrk en verðbólga lækkar hægt

Vaxtahækkanir erlendis hafa áhrif hér eins og annars staðar í heiminum. Ef hægir á hagvexti í umheiminum kemur það fljótlega fram í hagvexti hér. Það mun einnig hafa áhrif á fjármögnun þjóðarbúsins í gegnum bankakerfið og beina erlenda fjárfestingu sem verður þyngri og dýrari. 

Umræðan

Velt­a INVIT verð­ur allt að 3,5 millj­arð­ar eft­ir kaup á Snók­i

INVIT, samstæða innviðafyrirtækja, hefur fest kaup á jarðvinnufyrirtækinu Snóki sem velti tæpum milljarði árið 2021. Við kaupin verður velta samstæðunnar allt að 3,5 milljarðar króna. Horft er til þess að veltan fari yfir fimm milljarða á næstu tveimur árum, bæði með innri og ytri vexti, að sögn stjórnarformanns INVIT.

Innherji

FDA stað­festir að það sé enn með svar­bréf Al­vot­ech „til skoðunar“

Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) hefur staðfest við Alvotech að eftirlitið sé ekki enn búið að yfirfara að fullu ítarlegt svar sem íslenska líftæknifélagið sendi eftirlitinu í upphafi mánaðarins vegna ábendinga sem voru gerðar eftir endurúttekt á framleiðsluaðstöðu fyrirtækisins. Eftir að hafa hrunið í verði um þriðjung á tveimur viðskiptadögum hækkaði gengi bréfa Alvotech um liðlega átta prósent í fyrstu viðskiptum í Kauphöllinni í morgun. 

Innherji

Anna Þor­björg hættir hjá Fossum fjár­festingar­banka

Anna Þorbjörg Jónsdóttir, sem hefur starfað hjá Fossum fjárfestingarbanka frá árinu 2016 og byggt upp eignastýringarsvið félagsins, er hætt störfum hjá bankanum, samkvæmt upplýsingum Innherja, en í liðnum mánuði hafði verið greint frá því að hún ætti að taka við stöðu framkvæmdastjóra nýs lánasviðs Fossa. Vænta má þess að draga muni til tíðinda á næstu dögum í viðræðum um fyrirhugaðan samruna Fossa og VÍS.

Innherji

FDA skaut fjár­festum í Al­vot­ech niður á jörðina og ó­vissa um fram­haldið

Skilaboð Lyfjaeftirlits Bandaríkjanna (FDA) til Alvotech, sem gerir enn athugasemdir við  framleiðsluaðstöðu þess og setur áform um að hefja sölu á stærsta lyfi fyrirtækisins vestanhafs um mitt ár mögulega í uppnám, skutu fjárfestum skelk í bringu fyrir helgi og yfir hundrað milljarðar þurrkuðust út af markaðsvirði félagsins á einum viðskiptadegi – og felldi það um leið úr sessi sem hið verðmætasta í Kauphöllinni. Talsverð óvissa er um næstu skref en væntingar Alvotech, sem álíta athugasemdir FDA vera smávægilegar, eru að hægt verði að ljúka málinu fyrir tilsettan tíma í lok júní án þess að það kalli á þriðju úttektina af hálfu eftirlitsins á verksmiðju félagsins hér á landi.

Innherji

Fyrirtækjakaup sem ekki þarf að tilkynna geta leitt til sekta

Nýfallinn dómur Evrópudómstólsins hefur viðurkennt rétt samkeppnisyfirvalda og dómstóla til að véfengja samruna og yfirtökur markaðsráðandi fyrirtækja á grundvelli reglna um misnotkun á markaðsráðandi stöðu, jafnvel þó ekki sé um tilkynningarskylda samruna að ræða á grundvelli samkeppnisreglna ESB réttar eða aðildarríkja.

Umræðan

Mats­fyrir­tækin „ekki mjög ör­lát“ í ein­kunna­gjöf sinni á ís­lenska ríkið

Umrót og krefjandi aðstæður á alþjóðlegum fjármálamörkuðum síðustu misseri hefur undirstrikað vel að efnahagslegur styrkleiki íslenska hagkerfisins er meiri heldur en endurspeglast í lánshæfiseinkunn ríkissjóðs, að mati eins af stjórnendum Seðlabankans, sem telur að ríkið muni bráðlega skoða að ráðast í erlenda skuldabréfaútgáfu. Framkvæmdastjóri hjá Barclays tekur í svipaðan streng og segir að lánshæfiseinkunn íslensku bankanna ætti „líklega“ að vera hærri en hún er um þessar mundir.

Innherji

Hvetur hluthafa að tryggja að bankinn geti boðið „sam­keppnis­hæf“ starfs­kjör

Bankastjóri Landsbankans brýnir hluthafa, þar sem íslenska ríkið er fyrirferðarmest með 98 prósenta hlut, og bankaráð að „sjá til þess“ að bankinn sé samkeppnishæfur þegar kemur að kjörum starfsfólks. Forsvarsmenn Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) gagnrýndu hvernig staðið var að kjaraviðræðum við bankastarfsmenn fyrr í vetur á nýlega afstöðnum aðalfundum Íslandsbanka og Landsbankans og varaformaður samtakanna sagði mikilvægt að koma á fót kaupaukakerfi hjá Íslandsbanka.

Innherji

Upplýsingaskylda útgefenda skráðra skuldabréfa

Fréttir síðustu daga um fjármál íslenskra sveitarfélaga hafa vakið upp spurningar um hvort og þá hvaða sérstöku reglur gilda um útgefendur skráðra skuldabréfa, þá sérstaklega að því er varðar upplýsingagjöf þeirra.

Umræðan

Al­vot­ech fær enn ekki grænt ljóst frá FDA fyrir sitt stærsta lyf í Banda­ríkjunum

Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) segist ekki geta veitt Alvotech markaðsleyfi fyrir líftæknilyfjahliðstæðu við gigtarlyfið Humira í háum styrk, sem er mest selda lyf í heimi, þar til búið sé að bregðast „með fullnægjandi hætti“ við ábendingum sem FDA gerði í kjölfar úttektar á framleiðsluaðstöðu íslenska fyrirtækisins sem lauk um miðjan síðasta mánuð. Áform félagsins hafa gert ráð fyrir að hefja sölu á lyfinu vestanhafs um mitt þetta ár í samstarfi við Teva en hlutabréfaverð alþjóðlega lyfjarisans hefur lækkað um rúmlega 9 prósent í viðskiptum fyrir opnun markaða í Bandaríkjunum eftir að greint var frá athugasemdum FDA.

Innherji

Fjár­mála­ráð segir að „laus­ung“ í ríkis­fjár­málum valdi fram­úr­keyrslu

Lausung í fjármálastjórn ríkisins, sem endurspeglast í því að ófyrirséður tekjuauki ríkissjóðs hefur verið nýttur til aukinna útgjalda, er ein helsta ástæðan fyrir því að fyrri fjármálaáætlanir hafa ekki gengið eftir. Fjármálastefna sem gengur út á að safna skuldum bæði „í hæðum og lægðum skerðir trúverðugleika,“ að mati fjármálaráðs.

Innherji

Japanskur fyrirtækjarisi fjárfestir í Al­vot­ech fyrir níu milljarða

Japanska fjárfestingafélagið Mitsui & Co, sem er hluti af einni stærstu fyrirtækjasamsteypu heims, hefur keypt breytanleg skuldabréf Alvotech að fjárhæð 62,75 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 8,6 milljarða króna, af félagi sem er að stórum hluta í eigu Róbert Wessman, forstjóra Alvotech. Stærsti hluthafi Mitsui er fjárfestingafélag Warrens Buffett en fjárfestingin í Alvotech kemur einum degi áður en líftæknilyfjafyrirtækið gerir ráð fyrir að fá niðurstöðu frá bandaríska lyfjaeftirlitinu vegna umsóknar um markaðsleyfi fyrir gigtarlyfið Humira.

Innherji

Er rétti tíminn til að stækka við sig?

Það er gjarnan talað um húsnæðismarkaðinn sem eina heild en í raun er eftirspurn eftir mismunandi húsnæði auðvitað ólík eftir aðstæðum og tímabilum. Þegar fólk veltir fyrir sér að stækka við sig er mikilvægt að hafa þetta í huga en stærð stökksins fer m.a. eftir því hversu vel tímasett það er.

Umræðan

Norræn hrakfallasaga vekur spurningar um innlenda greiðslulausn

Seðlabanki Íslands hefur á undanförnum misserum eytt miklu púðri í að útskýra fyrir landsmönnum hvers vegna nauðsynlegt sé að smíða innlenda greiðslulausn. Að mati bankans er þjóðaröryggismál draga úr áhættunum sem felast í því hversu innlend greiðslumiðlun er háð erlendum kortainnviðum, svo sem að netsamband við útlönd rofni eða að eigendur kortainnviða loki á viðskipti við Íslands.

Klinkið