Gagnrýnir séríslenskt kerfi þar sem lífeyrissjóðum er leyft að móta veruleikann
Hjörleifur Pálsson, sem hefur setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja í Kauphöllinni um árabil, fer hörðum orðum um þá þróun sem hefur orðið ofan á með tilnefningarnefndir og telur að þar hafi forsvarsmenn skráðra félaga „almennt sofið fljótandi að feigðarósi.“ Ekki sé hægt að aftengja stjórnir og hluthafa starfi nefndanna, eins og er að gerast, en þannig er búið að eftirláta völdin öllum öðrum en þeim sem hafa reynslu af rekstri og stjórnun skráðra félaga.
Tengdar fréttir
Lífeyrissjóðir vilja að stjórnarmenn hverfi úr tilnefningarnefndum
Lífeyrissjóðir hafa ítrekað gert athugasemdir við það að stjórnarmaður smásölufélagsins Festar sitji jafnframt í tilnefningarnefnd félagsins. Samantekt Innherja sýnir að um helmingur þeirra félaga sem starfrækja tilnefningarnefnd hafa komið því í kring að minnst einn stjórnarmaður eigi sæti í nefndinni.
Hætta á að kosning á grundvelli aðeins hæfismats skili „of einsleitri“ stjórn
Tilnefningarnefnd Arion varar við því að farin sé sú leið, sem meðal annars framkvæmdastjóri LSR hefur kallað opinberlega eftir, að einvörðungu sé framkvæmt hæfismat á frambjóðendum til stjórnarkjörs enda sé hætta á því að kosning myndi þá ekki skila nauðsynlegri fjölhæfni og þekkingu innan stjórnar. Hún segist hins vegar hafa skilning á því ef stórir hluthafar, sem „ekki hafa fylgst með“ tilnefningarferlinu, finnist skorta á gagnsæi þegar ítrekað sé sjálfkjörið í stjórnir félaga.
LSR setti öll sín atkvæði á Guðjón í stjórnarkjörinu hjá Festi
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, stærsti hluthafinn í Festi, greiddi fráfarandi forstjóra Reita öll atkvæði sín í stjórnarkjöri smásölurisans á hitafundi sem fór fram í morgun. Djúpstæð gjá hefur myndast milli stærstu einkafjárfestanna í hluthafahópi Festar og sumra lífeyrissjóða, sem beittu sér gegn því að fulltrúi þeirra færi í stjórn, en hlutabréfaverð félagsins féll um þrjú prósent í dag og hefur ekki verið lægra á þessu ári.
„Aldrei orðið vitni að öðrum eins vinnubrögðum og beinni íhlutun lífeyrissjóða“
Frambjóðandi til stjórnar úr röðum stærstu einkafjárfesta Festar fór hörðum orðum um starfshætti tveggja stórra lífeyrissjóða, sem höfðu lýst yfir óánægju sinni með tilnefningu hans til stjórnar, í ræðu á aðalfundi og sagðist aldrei hafa upplifað önnur eins vinnubrögð og beina íhlutun af hálfu stofnanafjárfesta. Sakaði Þórður Már Jóhannesson, sem dró framboð sitt til baka á fundinum, sjóðina meðal annars um nýta sér glufu í lögum um kynjakvóta sem tæki í „valdabaráttu“ sinni við stjórnarkjörið.