Innherji

Verðmatið á Regin áfram langt yfir markaðsgengi

Nýjasta verðmat Jakobsson Capital á fasteignafélaginu Reginn hljóðar upp á 38,6 krónur á hlut sem er 58 prósentum yfir markaðsgengi félagsins í dag. Ef samruni Regins og Eikar gengur í gegn myndi verðmatið hækka í allt að 41 krónu vegna samlegðaráhrifa og þá á eftir að taka mögulegan söluhagnað á fasteignum með í reikninginn.

Innherji

Fimm sjóðir keyptu nær helming seldra bréfa í útboði Hamp­iðjunnar

Íslenskir lífeyrissjóðir voru fyrirferðamestir í hlutafjárútboði Hampiðjunnar sem lauk í byrjun þessa mánaðar og keyptu stóran hluta þeirra bréfa sem var úthlutað til stærri fjárfesta. Þar munaði mestu um LSR sem er kominn í hóp allra stærstu hluthafa veiðarfæraframleiðandans eftir kaup sjóðsins.

Innherji

Stinga upp á einka­­­­væðingu ÍSOR til að varð­veita tæki­færi í jarð­hita­geiranum

Jarðboranir vara við afleiðingum þess að ríkisstofnunin Íslenskar orkurannsóknir (ÍSOR) verði tekin af samkeppnismarkaði ef stórfelld áform umhverfisráðherra um sameiningar stofnana ná fram að ganga. Ákjósanlegra sé að stofna sérstakt félag utan um starfsemi ÍSOR, og jafnvel hleypa einkafjárfestum inn í hluthafahópinn, til að koma í veg fyrir að tækifæri Íslendinga til þátttöku í jarðhitaverkefnum glatist.

Innherji

Skuld­sett fast­eigna­fé­lög ekki sama á­hættan hér á landi og víða er­lendis

Þrátt fyrir að fasteignafélög séu viðkvæm fyrir hækkandi vöxtum, einkum þau sem hafa verið að reiða sig á stutta fjármögnun, þá telur Seðlabankinn skuldsetningu á atvinnuhúsnæðismarkaði ekki vera sérstakan áhættuþátt fyrir fjármálastöðugleika. Ólíkt því sem þekkist í sumum nágrannaríkjum þá er ekki offramboð af atvinnuhúsnæði hér á landi auk þess sem það vinnur með félögunum að vera að stórum hluta með verðtryggðra leigusamninga og hátt nýtingarhlutfall, að sögn seðlabankastjóra.

Innherji

Líf­eyris­sjóðir færast nær því að fjár­festa í Controlant fyrir milljarða

Sumir af stærri lífeyrissjóðum landsins eru langt komnir í viðræðum um samanlagt meira en fimm milljarða króna fjárfestingu í Controlant sem er að auka hlutafé sitt og eins að sækja lán hjá erlendum sjóðum til að hraða enn frekar vaxtaráætlunum félagsins. Á aðalfundi síðar í vikunni verður stokkað upp í stjórn hátæknifyrirtækisins og til stendur að fyrrverandi forstjóri Maersk, stærsta skipaflutningafélags í heimi, komi þar nýr inn og muni síðar taka við stjórnarformennsku í Controlant.

Innherji

Ísfélagið metið á minnst 80 milljarða króna eftir samruna

Ísfélagið, sameinað fyrirtæki Ísfélags Vestmannaeyja og Ramma á Siglufirði, er verðmetið á liðlega 80 milljarða króna samkvæmt tillögu að heimild til endurkaupa sem verður lögð fram á  hluthafafundi félagsins í vikunni. Hluthafar Ramma munu fara með tæplega þriðjungshlut í Ísfélaginu. 

Innherji

Mats­breytingar hífðu upp af­komu leigu­fé­lagsins Bjargs

Bjarg íbúðafélag, eitt stærsta leigufélag landsins, hagnaðist um nærri 6,9 milljarða króna á síðasta ári vegna umtalsverðrar matsbreytinga á fasteignasafni félagsins. Afkoma fyrir matsbreytingar var hins vegar neikvæð um ríflega 800 milljónir og versnaði verulega milli ára. 

Innherji

Lyk­il­stærð­ir í hót­el­geir­an­um að kom­ast í svip­að horf og fyr­ir faraldurinn

Í stórum dráttum eru helstu lykilstærðir í hótelgeiranum að komast í svipað horf og þær voru fyrir Covid-19 heimsfaraldurinn. Dvalarlengdin er áþekk og verð í fyrrasumar, leiðrétt fyrir verðlagsbreytingum, voru ekki fjarri því sem fyrir farsóttina einkum þegar leið á sumarið, að sögn formanns Félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu (FHG).

Innherji

Sala á Norð­ur­böð­um bjarg­a ÍV frá um­tals­verð­u tapi

Hefði Íslensk verðbréf ekki selt hlut sinn í Norðurböðum hefði félagið tapað 109 milljónum króna í fyrra. Salan gerði það að verkum að hagnaður ársins var 16 milljónir króna fyrir skatta. Eignir í stýringu félagsins, sem námu 104 milljörðum í árslok, drógust saman um tíu prósent við erfiðar markaðaðstæður en afkoma samstæðunnar var langt undir væntingum.

Innherji

„Fýsi­legasti kosturinn“ að Kvika selji TM til Ís­lands­banka

Jakobsson Capital telur líklegt að samrunaviðræður Íslandsbanka og Kviku ljúki þannig að tryggingafélagið TM og Kvika eignastýring, sem greiningarfyrirtækið verðmetur á samtals 57 milljarða króna, verði seld til Íslandsbanka. Á meðan markaðsvirði Kviku er svona lágt þykir greinandanum sala eigna fýsilegasti kosturinn í stöðunni en eftir stæði mjög arðsamt lánasafn.

Innherji

Verð­lagning ís­lenskra banka leitar í sama horf og nor­rænna

Snörp gengislækkun á undanförnum mánuðum veldur því að markaðsvirði íslenskra banka er nú orðið sambærilegt og bókfært virði eiginfjár. Lækkunin helst í hendur við meðaltalsþróun hjá fimm stærstu bönkum á hinum Norðurlöndunum, að sögn sjóðstjóra, en það má rekja til þess að horfur séu á minni arðsemi, hægari vöxt í vaxtartekjum, meiri kostnaði og aukinnar áhættu í rekstri.

Innherji

Nýtur stuðnings stóru sjóðanna en ó­víst með af­stöðu Brim­garða

Hópur fjárfesta sem ræður yfir talsverðum meirihluta hlutafjár í Eik, einkum lífeyrissjóðir, hefur í markaðsþreifingum sem hófust fyrr í vikunni tekið jákvætt í yfirtökutilboð Regins en íslensku fasteignafélögin hafa átt undir högg að sækja á hlutabréfamarkaði um nokkurt skeið. Langsamlega stærsti hluthafi Eikar er fjárfestingafélagið Brimgarðar, með rúmlega fjórðungshlut, en með sameinuðu félagi er meðal annars horft til þess að ná fram hagstæðari fjármögnun og meira floti á bréfum þess.

Innherji

Fjögur fyrir­tæki í hin­segin vottunar­ferli og vonir bundnar við fleiri

Samtökin 78 vinna nú þegar með fjórum fyrirtækjum að vottun þeirra sem hinsegin vinnustaðir. Framkvæmdastjóri samtakanna segir óskandi að vottunin, sem felur í sér rýni í allar stefnur, ráðningaferli og útgefið efni með hinsegin gleraugum, verði umtalsverð tekjulind þegar fram í sækir en fyrir stærri fyrirtæki nemur kostnaðurinn milljónum króna.

Innherji

Seðla­banka­stjóri: Verð­bólgan gæti hjaðnað hraðar en spár gera ráð fyrir

Vísbendingar eru um að verðbólgan kunni að ganga hraðar niður en hagspár gera ráð fyrir, að sögn seðlabankastjóra, og vísar þar meðal annars til þess að hrávöruverðshækkanir erlendis eru að koma til baka auk þess sem væntingar eru um að gengi krónunnar eigi eftir að styrkjast. Hann segir til mikils að vinna að stigin verði frekari trúverðug skref í ríkisfjármálum til að ná niður verðbólguvæntingum á skuldabréfamarkaði sem muni þá um leið lækka ávöxtunarkröfu langra ríkisbréfa.

Innherji

Stjórn­völd auki hús­næð­is­vand­ann með breytt­u skatt­kerf­i

Stjórnvöld munu auka á húsnæðisvanda landsmanna með því að lækka endurgreiðsluhlutall vegna vinnu iðnaðarmanna um tæplega helming, að mati Samtaka iðnaðarins. Aðgerðin muni leiða til meiri kostnaðar við byggingu íbúða sem dragi úr framboði. „Samdráttur í framboði mun óhjákvæmilega hafa áhrif á íbúðaverð til hækkunar. Það eru þau áhrif sem við þessar aðstæður munu koma fram í aukinni verðbólgu og hærri vöxtum,“ segja samtökin.

Innherji

Hagnaður Hvals minnkaði verulega í fyrra og var um 900 milljónir

Hagnaður Hvals, sem er stýrt af Kristjáni Loftssyni og á meðal annars stórar hlutabréfastöður í Arion banka og Alvotech, dróst saman um nærri 75 prósent á síðasta fjárhagsári hlutafélagsins samtímis erfiðum aðstæðum á fjármálamörkuðum og nam rúmlega 890 milljónum króna. Félagið hóf hvalveiðar á ný um mitt árið í fyrra og átti frystar hvalaafurðir sem voru metnar á um 2,6 milljarða undir lok ársins.

Innherji

HMS spá­ir 1.200 færr­i nýj­um full­bún­um í­búð­um en í okt­ó­ber

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) spáir því að ríflega 1.200 færri nýjar fullbúnar íbúðir komi á markað á árunum 2023-2025 samanborið við spá sem stofnunin birti með Samtökum iðnaðarins (SI) í október á síðastliðnu ári. Framboð á nýjum íbúðum á næstu árum er langt undir þörf. Kostnaður við byggingu íbúða hefur aukist til muna að undanförnu, segir í greiningu frá SI.

Innherji

Verð­mat VÍS hækk­ar í ljós­i hærr­a vaxt­a­stigs og stærr­a eign­a­safns

Jakobsson Capital verðmetur tryggingafélagið VÍS níu prósentum hærra en sem nemur markaðsgengi um þessar mundir. Samsett hlutfall félagsins var hátt á fyrsta ársfjórðungi eða 110,4 prósent. Það þýðir að iðgjöld stóðu ekki undir tjónum og rekstrarkostnaði. Tvö stór tjón leiddu til þess að hlutfallið var fjórum prósentum stigum hærra en ella og kostnaður við forstjóraskipti og samrunaviðræður við Fossa jafngildir tveimur prósentustigum í samsettu hlutfalli, segir hlutabréfagreiningu.

Innherji

Hvalur keypti fimm prósent af heildarstærð útboðs Hampiðjunnar

Fjárfestingafélagið Hvalur, langsamlega stærsti hluthafi Hampiðjunnar, keypti nærri því fimm prósent af heildarstærð hlutafjárútboðs félagsins sem lauk síðastliðinn föstudag í tengslum við skráningu á Aðalmarkað í Kauphöllinni. Þannig fékk Hvalur úthlutað rúmlega 4,2 milljónum hluta að nafnvirði í útboðinu og nemur kaupverð bréfanna samtals nærri 550 milljónum króna.

Innherji