Heilsa

Vetrarhlaup! Það er ekkert mál

Ekkert mælir á móti því að stunda hlaup yfir vetrartímann. Hafþór Rafn Benediktsson hlaupaþjálfari segir lykilatriði að klæða sig rétt og skoða veðurspána áður en farið út að hlaupa.

Heilsuvísir

Hræðist ekki áskoranir

Guðfinnur Vilhelm Karlsson hefur verið blindur frá fæðingu en hann lætur það ekki aftra sér frá því að hreyfa sig reglulega. Hann æfir sund og fer í ræktina að minnsta kosti fjórum sinnum í viku.

Heilsuvísir

Aldrei að byrja að veipa

Þegar Reyksíminn hóf starfsemi sína árið 2000 var meginþungi lagður á aðstoð við þá sem hætta vildu tóbaksreykingum. Í dag hefur bæst við þörf á aðstoð við þá sem hætta vilja rafreykingum.

Heilsuvísir

Er reykurinn af flugeldum skaðlegur?

Þrátt fyrir ákveðinn sjarma eru flugeldar mikil uppspretta svifryks-, brennisteins- og þungmálmamengunar auk þess sem þeir skilja önnur efni eftir sig í umhverfinu. Mörgum eru síðustu áramót í fersku minni. Þá var mikil veðurstilla og skömmu eftir að byrjað var að skjóta upp flugeldum á miðnætti áttum við erfitt með að sjá fallegu ljósasýninguna á himninum. Veðuraðstæðurnar þessa nótt leiddu til þess að sólarhringsstyrkur svifryksmengunar á höfuðborgarsvæðinu 1. janúar 2017 varð rúmlega þrefalt hærri en heilsuverndarmörk segja til um. Og það sem meira er, hæsta hálftímagildi rétt eftir miðnætti jafnaðist á við mælingarnar á Suðurlandi þegar það var eldgos í Eyjafjallajökli og aska feyktist um.

Heilsuvísir

Hvað orsakar svifryksmengun á veturna?

Rannsóknir hafa sýnt að bæði svifryk og köfnunarefnisdíoxíð getur haft slæm áhrif á heilsuna með því að auka á einkenni meðal einstaklinga sem þjást af hjarta-, æða- eða lungnasjúkdómum.

Heilsuvísir

Hvernig sýnum við þolendum kynferðisofbeldis stuðning?

Það þarf mikinn kjark til að stíga þetta skref. Stuðningur ástvina skiptir miklu máli, að vera virkur hlustandi, að sýna skilning og samkennd og hlusta á frásögn þolandans án þess að grípa fram í eða dæma. Krefjast ekki ítarlegra skýringa heldur leyfa þolandanum að ráða því hverju hann treystir sér til að segja frá og hafa í huga að áfallaminningar eru oft brotakenndar og sumir muna ekki eftir ákveðnum hluta atburðarins.

Heilsuvísir

Hvað er MDMA?

Margir halda að efnið sé öruggt til inntöku en MDMA er lífshættulegt eiturlyf. Það sem er óhugnanlegast við MDMA er að það getur verið lífshættulegt á marga vegu.

Heilsuvísir

Hvernig er hægt að halda umhverfisvænni jól?

Magn heimilis­úrgangs er nátengt neyslu okkar og því er gott að spyrja sig hvað við getum gert til að minnka eigin úrgang. Öll neysla hefur neikvæð umhverfisáhrif og við getum gert ýmislegt til að minnka óþarfa neyslu í kringum jólin.

Heilsuvísir

Hvað er það mikilvægasta fyrir vellíðan okkar?

Rannsókn sem var gerð á vegum Harvard-háskóla, þar sem karlmönnum var fylgt eftir frá unglingsaldri til efri ára, leiddi í ljós að það sem spáir helst fyrir um góða heilsu á efri árum eru góð og náin sambönd. Þeir sem voru í sterkum félagslegum tengslum voru hamingjusamari, líkamlega hraustari og lifðu lengur.

Heilsuvísir

Er varasamt að veipa?

Sumir telja að rafsígarettureykur sé skaðlaus fyrir þá sem anda honum að sér óbeint en í reyknum hafa fundist eiturmálmar, t.d. tin, kadmíum, blý og kvikasilfur, og jafnvel í hærri skömmtum en í sígarettum.

Heilsuvísir

Hvort er betra fyrir umhverfið að keyra bensín- eða dísilbíl?

Þegar stjórnvöld hvöttu almenning til að keyra frekar á dísilbílum en bensínknúnum, fyrir um áratug, er eitt þekktasta dæmi þess að nauðsynlegt er að skoða umhverfismál í víðu samhengi. Skattar voru lækkaðir á dísilolíu og dísilknúnar bifreiðar til að hvetja til minni losunar á koldíoxíði í andrúmsloftið en koldíoxíð er gróðurhúsalofttegund. Losun gróðurhúsalofttegunda veldur loftslagsbreytingum á jörðinni sem leiða til súrnunar sjávar, veðurfarsbreytinga, bráðnunar jökla, hækkunar sjávarborðs, röskunar vistkerfa ásamt fleiri neikvæðum áhrifum.

Heilsuvísir

Ekkert kjöt á matseðlinum

Einkaþjálfarinn og grænmetisætan Þórdís Ása Dungal hefur undanfarið vakið athygli fyrir að benda á að það sé óþarfi að borða kjöt til að byggja vöðvamassa og vera í góðu líkamlegu formi. Lífið leitaði til hennar og fékk að vita nákvæmlega hvað það er sem hún borðar.

Heilsuvísir

Hver er munurinn á kaffi og orkudrykkjum?

Lesendum Vísis og Fréttablaðsins gefst kostur á því að senda sérfræðingum spurningar tengdar heilsu og lífsstíl á netfangið heilsanokkar@frettabladid.is. Í hverri viku birtast svör við völdum spurningum í Fréttablaðinu og hér á Vísi.

Heilsuvísir

Verum til staðar

Þegar vinur eða ættingi greinist með krabbamein vitum við stundum ekki alveg hvað við getum gert til að hjálpa. Það þarf samt ekki að vera mikið. Þetta snýst bara um að vera til staðar.

Heilsuvísir

Breyting á kynlífi og nánd

Jóna Ingibjörg Jónsdóttir, hjúkrunar- og kynfræðingur, vinnur nú að doktorsverkefni sínu um þróun meðferðarúrræða fyrir konur með krabbamein og maka þeirra, tengd kynlífi og nánd.

Heilsuvísir

Hvernig efli ég sjálfstraustið?

Fólk með lítið sjálfstraust á gjarnan erfitt með að taka við hrósi. Taktu eftir því hvort sjálfvirka niðurrifið fer af stað þegar þér er hrósað, staldraðu við þá hugsun og skoðaðu hana. Falleg einlæg orð frá öðrum næra sjálfstraustið og það er mikilvægt að hleypa þeim orðum inn á við.

Heilsuvísir

Hvers vegna þurfum við að sofa?

Svefn er áhugavert fyrirbæri. Salvador Dali var með þráhyggju fyrir sköpunarmætti svefns sem sést berlega í draumkenndum verkum hans og Richard Wagner var þekktur fyrir að nota svefn til að fá hugmyndir að óperum. Aðrir hafa keppst við að slá heimsmet í vöku. Peter Tripp sturlaðist eftir að hafa vakað í átta daga árið 1959 en betur fór fyrir Randy Garner sem árið 1967 var vakandi í ellefu daga. Á meðan keppnin stóð yfir sýndu þeir einkenni svefnskorts á háu stigi: athyglisbrest, einbeitingarleysi, minnisleysi, rugl, ofskynjanir og skapgerðarbreytingar.

Heilsuvísir

Hvernig minnka ég plastnotkun?

Allt plast sem hefur verið framleitt er enn til í einni eða annarri mynd. Í raun eyðist plast ekki heldur verður það að sífellt minni ögnum sem kallast örplast. Stór hluti af framleiddu plasti endar í sjó eða vatni, skemmir lífríki og getur valdið dauða dýra.

Heilsuvísir

Erfitt að bera sig saman við Photoshop

Lára Rúnarsdóttir heldur námskeið í kvíðastjórnun fyrir unglinga með kundalini jóga. Íslenskar samfélagsmiðlastjörnur, sem nota Photoshop, sýna falska mynd. Samanburðurinn gangi frá mörgum.

Heilsuvísir

Þarf ég að taka vítamín á veturna?

Takk fyrir spurninguna. Ef þú borðar mikið af ávöxtum, grænmeti, heilkornavörum, sjávarfangi, baunum, hnetum og jurtaolíum ættir þú að fá nóg af vítamínum með fæðunni, fyrir utan D-vítamín sem við þurfum að taka daglega sem fæðubót. Konur í barneignahugleiðingum þurfa auk þess að taka inn fólasín til að minnka líkur á miðtaugakerfisgöllum hjá fóstri.

Heilsuvísir

Hvernig tekst ég á við skammdegið?

Mikilvægt er að hafa eitthvað til að hlakka til yfir dimmasta árstímann. Taktu frá tíma til að sinna því sem þú elskar að gera – og leyfðu þér að hlakka til þess! Hafðu frumkvæði að því að skipuleggja hittinga með þeim sem þér finnst gefandi að umgangast. Góðar samverustundir með skemmtilegu fólki geta virkað eins og bestu vítamínsprautur í skammdeginu.

Heilsuvísir