Þarf ég að taka vítamín á veturna? Jóhanna E. Torfadóttir skrifar 14. september 2017 20:00 Jóhanna E. Torfadóttir, næringarfræðingur og doktor í lýðheilsuvísindum. Lesendum Vísis og Fréttablaðsins gefst kostur á því að senda sérfræðingum spurningar tengdar heilsu og lífsstíl á netfangið heilsanokkar@frettabladid.is. Í hverri viku birtast svör við völdum spurningum í Fréttablaðinu og hér á Vísi. Spurning: Þarf ég að taka vítamín á veturna?Svar: Takk fyrir spurninguna. Ef þú borðar mikið af ávöxtum, grænmeti, heilkornavörum, sjávarfangi, baunum, hnetum og jurtaolíum ættir þú að fá nóg af vítamínum með fæðunni, fyrir utan D-vítamín sem við þurfum að taka daglega sem fæðubót. Konur í barneignahugleiðingum þurfa auk þess að taka inn fólasín til að minnka líkur á miðtaugakerfisgöllum hjá fóstri. Við þurfum að taka inn D-vítamín allan ársins hring. Við getum myndað D-vítamín í húðinni með hjálp sólargeisla en ekki ef sólarvörn er notuð. Fæstir fá nægilegt magn af D-vítamíni með fæðunni en það finnst helst í lýsi, feitum fiski og D-vítamínbættum vörum eins og viðbiti, jurtaolíu, jurtamjólk og kúamjólk. Varast skal að taka inn ofurskammta af bætiefnum, sama hvaða næringarefni á í hlut. Það er mikilvægt að gefa ungbörnum D-vítamíndropa frá 1-2 vikna aldri og 6 mánaða til 9 ára þurfa að fá daglega 10 µg (400 alþjóðlegar einingar, IU) af D-vítamíni. Fólk á aldrinum 10-70 ára ætti að fá 15 µg á dag og þeir sem eru komnir yfir sjötugt þurfa 20 µg á dag. D-vítamínskortur veldur erfiðleikum við að nýta kalkið úr fæðunni og það eykur hættu á beinkröm hjá börnum og beinþynningu hjá fullorðnum. Einstaklingar með fæðuofnæmi og fæðuóþol gætu þurft að taka inn vítamín og/eða steinefni háð því hvaða fæðu þarf að sneiða hjá. Járnskortur er algengastur hjá börnum, unglingum og konum á barneignaaldri og því þarf að huga að járnríku fæði fyrir þennan hóp. Grænkerar ættu að taka B12-vítamín sem finnst einungis í fæðutegundum úr dýraríkinu.Niðurstaða: Allir þurfa að taka inn D-vítamín (lýsi, perlur eða töflur) allt árið um kring og konur í barneignahugleiðingum ættu að taka inn fólasín. Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Lesendum Vísis og Fréttablaðsins gefst kostur á því að senda sérfræðingum spurningar tengdar heilsu og lífsstíl á netfangið heilsanokkar@frettabladid.is. Í hverri viku birtast svör við völdum spurningum í Fréttablaðinu og hér á Vísi. Spurning: Þarf ég að taka vítamín á veturna?Svar: Takk fyrir spurninguna. Ef þú borðar mikið af ávöxtum, grænmeti, heilkornavörum, sjávarfangi, baunum, hnetum og jurtaolíum ættir þú að fá nóg af vítamínum með fæðunni, fyrir utan D-vítamín sem við þurfum að taka daglega sem fæðubót. Konur í barneignahugleiðingum þurfa auk þess að taka inn fólasín til að minnka líkur á miðtaugakerfisgöllum hjá fóstri. Við þurfum að taka inn D-vítamín allan ársins hring. Við getum myndað D-vítamín í húðinni með hjálp sólargeisla en ekki ef sólarvörn er notuð. Fæstir fá nægilegt magn af D-vítamíni með fæðunni en það finnst helst í lýsi, feitum fiski og D-vítamínbættum vörum eins og viðbiti, jurtaolíu, jurtamjólk og kúamjólk. Varast skal að taka inn ofurskammta af bætiefnum, sama hvaða næringarefni á í hlut. Það er mikilvægt að gefa ungbörnum D-vítamíndropa frá 1-2 vikna aldri og 6 mánaða til 9 ára þurfa að fá daglega 10 µg (400 alþjóðlegar einingar, IU) af D-vítamíni. Fólk á aldrinum 10-70 ára ætti að fá 15 µg á dag og þeir sem eru komnir yfir sjötugt þurfa 20 µg á dag. D-vítamínskortur veldur erfiðleikum við að nýta kalkið úr fæðunni og það eykur hættu á beinkröm hjá börnum og beinþynningu hjá fullorðnum. Einstaklingar með fæðuofnæmi og fæðuóþol gætu þurft að taka inn vítamín og/eða steinefni háð því hvaða fæðu þarf að sneiða hjá. Járnskortur er algengastur hjá börnum, unglingum og konum á barneignaaldri og því þarf að huga að járnríku fæði fyrir þennan hóp. Grænkerar ættu að taka B12-vítamín sem finnst einungis í fæðutegundum úr dýraríkinu.Niðurstaða: Allir þurfa að taka inn D-vítamín (lýsi, perlur eða töflur) allt árið um kring og konur í barneignahugleiðingum ættu að taka inn fólasín.
Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira