Er rauðvín raunverulega grennandi? Lára G. Sigurðardóttir skrifar 4. janúar 2018 09:30 Lára G. Sigurðardóttir, læknir og doktor í lýðheilsuvísindum. Le sendum Vísis og Fréttablaðsins gefst kostur á því að senda sérfræðingum spurningar tengdar heilsu og lífsstíl á netfangið heilsanokkar@frettabladid.is. Í hverri viku birtast svör við völdum spurningum í Fréttablaðinu og hér á Vísi. Spurning: Er rauðvín raunverulega grennandi? Svar: Sagan um að rauðvín sé grennandi blossar af og til upp á netmiðlum. Rökstuðningurinn er á þá leið að efnið resveratról sem finnst í rauðvíni breyti ljósri fitu (venjulegri fitu) í „ljósbrúna fitu“ sem brennir hitaeiningum. Sýnt hefur verið fram á að mýs sem innbyrða resveratról geta grennst. Ekki er hægt að heimfæra þessar niðurstöður á mannfólkið því líkami okkar umbreytir resveratróli að mestu leyti áður en það berst í blóðrásina og getur því ekki nýtt sér það nema í litlu magni. Það eru því takmarkaðar vísbendingar um að maðurinn geti nýtt sér þetta virka efni til fitubrennslu á sama hátt og mýs. Rétt er að resveratról finnst að einhverju leyti í rauðvíni en það síast að mestu leyti burt í framleiðsluferli vínsins. Ávextir innihalda pólýfenól sem er samheiti yfir resveratról og önnur efni sem hafa svipaða virkni. Því er hægt að fá ríkulegt magn af slíkum efnum með því að borða vel af ávöxtum og grænmeti. Þar að auki innihalda vínber, bláber og hindber mun meira magn af slíkum efnum en rauðvín. Fullyrðingin um að rauðvín gagnist til að grennast er því afar ósennileg. Þvert á móti getur rauðvín stuðlað að þyngdaraukningu vegna þess að allt áfengi er mjög hitaeiningaríkt og neysla þess eykur matarlyst. Ekki má heldur gleyma að allt áfengi eykur hættu á krabbameini í níu líffærum, þar á meðal í brjóstum, eggjastokkum, ristli, hálsi, vélinda og maga.Niðurstaða: Það er ekkert sem styður það að rauðvín geti haft grennandi áhrif og hollara er að fá pólýfenól efni með neyslu ávaxta og berja. Heilsa Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Le sendum Vísis og Fréttablaðsins gefst kostur á því að senda sérfræðingum spurningar tengdar heilsu og lífsstíl á netfangið heilsanokkar@frettabladid.is. Í hverri viku birtast svör við völdum spurningum í Fréttablaðinu og hér á Vísi. Spurning: Er rauðvín raunverulega grennandi? Svar: Sagan um að rauðvín sé grennandi blossar af og til upp á netmiðlum. Rökstuðningurinn er á þá leið að efnið resveratról sem finnst í rauðvíni breyti ljósri fitu (venjulegri fitu) í „ljósbrúna fitu“ sem brennir hitaeiningum. Sýnt hefur verið fram á að mýs sem innbyrða resveratról geta grennst. Ekki er hægt að heimfæra þessar niðurstöður á mannfólkið því líkami okkar umbreytir resveratróli að mestu leyti áður en það berst í blóðrásina og getur því ekki nýtt sér það nema í litlu magni. Það eru því takmarkaðar vísbendingar um að maðurinn geti nýtt sér þetta virka efni til fitubrennslu á sama hátt og mýs. Rétt er að resveratról finnst að einhverju leyti í rauðvíni en það síast að mestu leyti burt í framleiðsluferli vínsins. Ávextir innihalda pólýfenól sem er samheiti yfir resveratról og önnur efni sem hafa svipaða virkni. Því er hægt að fá ríkulegt magn af slíkum efnum með því að borða vel af ávöxtum og grænmeti. Þar að auki innihalda vínber, bláber og hindber mun meira magn af slíkum efnum en rauðvín. Fullyrðingin um að rauðvín gagnist til að grennast er því afar ósennileg. Þvert á móti getur rauðvín stuðlað að þyngdaraukningu vegna þess að allt áfengi er mjög hitaeiningaríkt og neysla þess eykur matarlyst. Ekki má heldur gleyma að allt áfengi eykur hættu á krabbameini í níu líffærum, þar á meðal í brjóstum, eggjastokkum, ristli, hálsi, vélinda og maga.Niðurstaða: Það er ekkert sem styður það að rauðvín geti haft grennandi áhrif og hollara er að fá pólýfenól efni með neyslu ávaxta og berja.
Heilsa Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira