Aldrei að byrja að veipa Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 30. desember 2017 09:00 Veipreykur er ekki eins saklaus og margir halda. Hann inniheldur eitraðar agnir sem erta og skemma lungu og öndunarfæri fyrir aldur fram, segir Jóhanna S. Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnisstjóri hjá Ráðgjöf í reykbindindi. Þegar Reyksíminn hóf starfsemi sína árið 2000 var meginþungi lagður á aðstoð við þá sem hætta vildu tóbaksreykingum. Í dag hefur bæst við þörf á aðstoð við þá sem hætta vilja rafreykingum. „Íslensk börn og ungmenni eiga á hættu að verða fyrir alvarlegu heilsutjóni af völdum rafsígarettna. Í þeim eru margvísleg eiturefni og þungmálmar, og í sumum er nítrósamín sem er mest krabbameinsvaldandi efnið í venjulegum sígarettum. Við þurfum því að vernda börnin okkar og opna augu þeirra fyrir mikilli skaðsemi þess að veipa," segir Jóhanna S. Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnisstjóri hjá Ráðgjöf í reykbindindi. Hún segir umræðu um rafsígarettur á Íslandi vera hættulega börnum og unglingum enda sé þeim talin trú um að það sé skaðlaust að veipa. „Á meðan ekkert bólar á reglugerð um rafsígarettur á Íslandi munu þær halda áfram að skaða heilsu íslenskra ungmenna. Hér á landi ráða gríðarsterk markaðsöfl miklu um vinsældir og útbreiðslu rafsígarettna á meðal ungmenna og sömu markaðsöfl ætla sér að koma því í gegn að rafsígarettur séu skaðlausar.“Rafsígarettur afar skaðlegarRafrettur eru áberandi í íslensku samfélagi. Veipsjoppur spretta upp á hverju horni eins og gorkúlur og segir Jóhanna slíkar verslanir líkar og á Bretlandseyjum. „Víða í evrópskum löndum hafa verið gefnar út strangar reglugerðir um notkun rafsígarettna og þær settar undir tóbaksvarnarlög. Rafsígarettur eru nú þegar bannaðar í sumum fylkjum Bandaríkjanna og frá bandaríska landlæknisembættinu komu líka viðvaranir um að rafsígarettur séu ekki hentugt úrræði til að hætta reykingum; þær séu þvert á móti ávanabindandi og innihaldi fjölda skaðlegra eiturefna.“ Framleiðendur rafsígarettna eru tóbaksrisar heimsins. „Þar á bæ hefur því aldrei verið haldið fram að rafsígarettur séu skaðlausar né lausn handa þeim sem vilja hætta að reykja. Tóbaksframleiðendur kynna rafsígarettur meðal annars sem þriðju kynslóð sígarettna; sú fyrsta var tóbakslaufið beint af plöntunni og önnur kynslóð var unnin framleiðsluvara út tóbaki, eins og sígarettur og munntóbak,“ útskýrir Jóhanna. Farsælast sé að byrja aldrei að veipa, frekar en að reykja. „Rafsígarettur hafa mjög ertandi áhrif á lungun og reykurinn frá þeim inniheldur meðal annars þungmálma, svo sem nikkel, blý og tin, sem enginn vill fá ofan í lungu sín. Þá eru bragðefnin einnig hættuleg öndunarfærunum. Þau ilma vel og krakkar sækjast eftir því að stíga inn í reykinn, en það er í engu betra en óbeinar reykingar og með því móti fá þau skaðleg eiturefni ofan í sig. Aðeins meltingarkerfi mannsins er í stakk búið að vinna úr bragðefnum en lungun sem tilheyra öndunarkerfinu, eru ekki gerð fyrir það,” segir Jóhanna.Jóhanna S. Kristjánsdóttir, verkefnisstjóri hjá Ráðgjöf í reykbindindi.Verðum að vernda börninJóhanna segir skelfilegt hversu stór hópur íslenskra unglinga og barna á grunnskólaaldri veipi. „Á meðan engar reglur gilda um rafsígarettur á Íslandi er hægt að selja neytandanum hvað sem er og hann veit ekkert hvað er í vökvanum sem hann kaupir. Á innihaldslýsingum stendur ávallt 0% nikótín en þegar vökvarnir eru skoðaðir á rannsóknarstofum kemur í ljós að flestir innihalda nikótín og oftar en ekki mun fleiri efni en sagt er til um.“ Tóbaksvarnir gangi út á að vernda börn og ungmenni. „Reykur rafsígarettna er ekki gufa sem skiptir engu máli heldur eitraðar agnir sem erta og skemma lungu fyrir aldur fram. Því brýni ég fyrir börnum og unglingum að standa aldrei í tóbaks- eða rafsígarettureyk, og enginn ætti að reykja sígarettur né rafsígarettur fyrir utan verslanir þar sem börn ganga í gegnum. Við megum einfaldlega ekki menga andrúmsloftið fyrir börnum sem eru að taka út vöxt og þroska. Þau eigum við skilyrðislaust að verja.“Hvað fór úrskeiðis?Í haust voru gerð tóbaksvarnarmyndbönd fyrir skóla sem hægt er að skoða á krabb.is. „Þar kemur skýrt fram hvað rafsígarettur eru skaðlegar og rafsígarettur eru svo sannarlega ekki sú skaðlausa vara sem hún var talin í upphafi,“ segir Jóhanna. „Hin Norðurlöndin horfa til Íslands og spyrja sig hvað sé að gerast? Hvers vegna Ísland, sem hefur ávallt verið framarlega í tóbaksvörnum, sé búið að missa tökin á rafsígarettum? Hvernig gat það gerst þegar tóbaksframleiðendur hafa hvergi falið að rafsígarettur séu sígarettur? Það botnar enginn í því að jafn upplýst þjóð og Íslendingar láti bjóða sér þetta.“ Á Íslandi deyr um einn á dag af völdum beinna og óbeinna reykinga, samkvæmt Hagfræðistofnun. „Á Íslandi er gömul hefð að selja tóbak og hægara sagt en gert að hætta því. Meira að segja ÁTVR stendur enn í stórframleiðslu á tóbaki og græðir á neyslu almennings með gríðarlegri sölu á neftóbaki, eða yfir 38 tonnum á ári,“ upplýsir Jóhanna. Þeim fækki þó sem reykja og reykingar í skólum landsins séu hverfandi þótt munntóbak sé ekki horfið. „Nýlegar tölur um notkun rafsígarettna í grunn- og framhaldsskólum landsins eru þó sláandi. Niðurstöður rannsókna sýna líka að margfalt meiri líkur eru á að börn byrji að reykja sígarettur ef þau nota rafsígarettur og 90 prósent þeirra sem reyktu áður hætta ekki að reykja heldur nota rafsígarettur áfram með sígarettum. Þess vegna eru þær ekki góð leið til að hætta að reykja,“ segir Jóhanna.Netspjall er nýjasta aðstoðinFrá árinu 2000 hefur Ráðgjöf í reykbindindi verið starfrækt á vegum Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga og nú Heilbrigðisstofnunar Norðurlands. Samstarfssamningur er við Embætti landlæknis sem kostar ráðgjöfina að mestu leyti. Þjónustan er gjaldfrjáls. Nýjasta viðbót ráðgjafarinnar er netspjall á Heilsuveru.is. „Mest er hringt í kringum áramót og á vorin. Ég er á því að vorið sé besti tíminn til að hætta tóbaksnotkun því þá hækkar sól á lofti og við eigum auðveldara með að breyta út af vananum. Það hefur líka sýnt sig að þeir sem hætta á vorin tekst betur að halda út tóbaksleysið,“ segir Jóhanna. Hún segir ánægjulegt að karlar hringi ekki síður í Reyksímann en konur, sem er ólíkt því sem gerist annars staðar í heiminum. „Íslenskir karlar hafa dug og þor til að leita sér aðstoðar og það er gaman að því að við stöndum á ákveðnum jafningjagrunni.“ Reyksíminn er opinn alla virka daga frá klukkan 17 til 20 en lengur fyrstu tvær vikurnar eftir áramótin, frá klukkan 16 til 21. Símanúmerið er 800 6030. Einnig má senda tölvupóst á 8006030@hsn.is eða fara á nýja netspjallið á heilsuvera.is. Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Þegar Reyksíminn hóf starfsemi sína árið 2000 var meginþungi lagður á aðstoð við þá sem hætta vildu tóbaksreykingum. Í dag hefur bæst við þörf á aðstoð við þá sem hætta vilja rafreykingum. „Íslensk börn og ungmenni eiga á hættu að verða fyrir alvarlegu heilsutjóni af völdum rafsígarettna. Í þeim eru margvísleg eiturefni og þungmálmar, og í sumum er nítrósamín sem er mest krabbameinsvaldandi efnið í venjulegum sígarettum. Við þurfum því að vernda börnin okkar og opna augu þeirra fyrir mikilli skaðsemi þess að veipa," segir Jóhanna S. Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnisstjóri hjá Ráðgjöf í reykbindindi. Hún segir umræðu um rafsígarettur á Íslandi vera hættulega börnum og unglingum enda sé þeim talin trú um að það sé skaðlaust að veipa. „Á meðan ekkert bólar á reglugerð um rafsígarettur á Íslandi munu þær halda áfram að skaða heilsu íslenskra ungmenna. Hér á landi ráða gríðarsterk markaðsöfl miklu um vinsældir og útbreiðslu rafsígarettna á meðal ungmenna og sömu markaðsöfl ætla sér að koma því í gegn að rafsígarettur séu skaðlausar.“Rafsígarettur afar skaðlegarRafrettur eru áberandi í íslensku samfélagi. Veipsjoppur spretta upp á hverju horni eins og gorkúlur og segir Jóhanna slíkar verslanir líkar og á Bretlandseyjum. „Víða í evrópskum löndum hafa verið gefnar út strangar reglugerðir um notkun rafsígarettna og þær settar undir tóbaksvarnarlög. Rafsígarettur eru nú þegar bannaðar í sumum fylkjum Bandaríkjanna og frá bandaríska landlæknisembættinu komu líka viðvaranir um að rafsígarettur séu ekki hentugt úrræði til að hætta reykingum; þær séu þvert á móti ávanabindandi og innihaldi fjölda skaðlegra eiturefna.“ Framleiðendur rafsígarettna eru tóbaksrisar heimsins. „Þar á bæ hefur því aldrei verið haldið fram að rafsígarettur séu skaðlausar né lausn handa þeim sem vilja hætta að reykja. Tóbaksframleiðendur kynna rafsígarettur meðal annars sem þriðju kynslóð sígarettna; sú fyrsta var tóbakslaufið beint af plöntunni og önnur kynslóð var unnin framleiðsluvara út tóbaki, eins og sígarettur og munntóbak,“ útskýrir Jóhanna. Farsælast sé að byrja aldrei að veipa, frekar en að reykja. „Rafsígarettur hafa mjög ertandi áhrif á lungun og reykurinn frá þeim inniheldur meðal annars þungmálma, svo sem nikkel, blý og tin, sem enginn vill fá ofan í lungu sín. Þá eru bragðefnin einnig hættuleg öndunarfærunum. Þau ilma vel og krakkar sækjast eftir því að stíga inn í reykinn, en það er í engu betra en óbeinar reykingar og með því móti fá þau skaðleg eiturefni ofan í sig. Aðeins meltingarkerfi mannsins er í stakk búið að vinna úr bragðefnum en lungun sem tilheyra öndunarkerfinu, eru ekki gerð fyrir það,” segir Jóhanna.Jóhanna S. Kristjánsdóttir, verkefnisstjóri hjá Ráðgjöf í reykbindindi.Verðum að vernda börninJóhanna segir skelfilegt hversu stór hópur íslenskra unglinga og barna á grunnskólaaldri veipi. „Á meðan engar reglur gilda um rafsígarettur á Íslandi er hægt að selja neytandanum hvað sem er og hann veit ekkert hvað er í vökvanum sem hann kaupir. Á innihaldslýsingum stendur ávallt 0% nikótín en þegar vökvarnir eru skoðaðir á rannsóknarstofum kemur í ljós að flestir innihalda nikótín og oftar en ekki mun fleiri efni en sagt er til um.“ Tóbaksvarnir gangi út á að vernda börn og ungmenni. „Reykur rafsígarettna er ekki gufa sem skiptir engu máli heldur eitraðar agnir sem erta og skemma lungu fyrir aldur fram. Því brýni ég fyrir börnum og unglingum að standa aldrei í tóbaks- eða rafsígarettureyk, og enginn ætti að reykja sígarettur né rafsígarettur fyrir utan verslanir þar sem börn ganga í gegnum. Við megum einfaldlega ekki menga andrúmsloftið fyrir börnum sem eru að taka út vöxt og þroska. Þau eigum við skilyrðislaust að verja.“Hvað fór úrskeiðis?Í haust voru gerð tóbaksvarnarmyndbönd fyrir skóla sem hægt er að skoða á krabb.is. „Þar kemur skýrt fram hvað rafsígarettur eru skaðlegar og rafsígarettur eru svo sannarlega ekki sú skaðlausa vara sem hún var talin í upphafi,“ segir Jóhanna. „Hin Norðurlöndin horfa til Íslands og spyrja sig hvað sé að gerast? Hvers vegna Ísland, sem hefur ávallt verið framarlega í tóbaksvörnum, sé búið að missa tökin á rafsígarettum? Hvernig gat það gerst þegar tóbaksframleiðendur hafa hvergi falið að rafsígarettur séu sígarettur? Það botnar enginn í því að jafn upplýst þjóð og Íslendingar láti bjóða sér þetta.“ Á Íslandi deyr um einn á dag af völdum beinna og óbeinna reykinga, samkvæmt Hagfræðistofnun. „Á Íslandi er gömul hefð að selja tóbak og hægara sagt en gert að hætta því. Meira að segja ÁTVR stendur enn í stórframleiðslu á tóbaki og græðir á neyslu almennings með gríðarlegri sölu á neftóbaki, eða yfir 38 tonnum á ári,“ upplýsir Jóhanna. Þeim fækki þó sem reykja og reykingar í skólum landsins séu hverfandi þótt munntóbak sé ekki horfið. „Nýlegar tölur um notkun rafsígarettna í grunn- og framhaldsskólum landsins eru þó sláandi. Niðurstöður rannsókna sýna líka að margfalt meiri líkur eru á að börn byrji að reykja sígarettur ef þau nota rafsígarettur og 90 prósent þeirra sem reyktu áður hætta ekki að reykja heldur nota rafsígarettur áfram með sígarettum. Þess vegna eru þær ekki góð leið til að hætta að reykja,“ segir Jóhanna.Netspjall er nýjasta aðstoðinFrá árinu 2000 hefur Ráðgjöf í reykbindindi verið starfrækt á vegum Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga og nú Heilbrigðisstofnunar Norðurlands. Samstarfssamningur er við Embætti landlæknis sem kostar ráðgjöfina að mestu leyti. Þjónustan er gjaldfrjáls. Nýjasta viðbót ráðgjafarinnar er netspjall á Heilsuveru.is. „Mest er hringt í kringum áramót og á vorin. Ég er á því að vorið sé besti tíminn til að hætta tóbaksnotkun því þá hækkar sól á lofti og við eigum auðveldara með að breyta út af vananum. Það hefur líka sýnt sig að þeir sem hætta á vorin tekst betur að halda út tóbaksleysið,“ segir Jóhanna. Hún segir ánægjulegt að karlar hringi ekki síður í Reyksímann en konur, sem er ólíkt því sem gerist annars staðar í heiminum. „Íslenskir karlar hafa dug og þor til að leita sér aðstoðar og það er gaman að því að við stöndum á ákveðnum jafningjagrunni.“ Reyksíminn er opinn alla virka daga frá klukkan 17 til 20 en lengur fyrstu tvær vikurnar eftir áramótin, frá klukkan 16 til 21. Símanúmerið er 800 6030. Einnig má senda tölvupóst á 8006030@hsn.is eða fara á nýja netspjallið á heilsuvera.is.
Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira