Handbolti

Gunnar: Ætli þetta hafi ekki bara verið sann­gjarnt

„Ég var að sjálfsögðu svekktur strax eftir leikinn. Við fáum færi enn og aftur á lokasekúndunni en svona er þetta,“ sagði Gunnar Gunnarsson, þjálfari Hauka í handbolta eftir jafntefli gegn ÍBV í 12. umferð Olís-deildar kvenna á Ásvöllum í kvöld. 

Handbolti

Alfreð vill fækka liðum

Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari Þýskalands, segir að það bitni til að mynda á þýska landsliðinu hve þétt leikjadagskráin sé í efstu deild Þýskalands í handbolta. Hann er á leið í leiki sem ráða því hvort Þýskaland spilar á Ólympíuleikunum í Tókýó.

Handbolti

Göppingen hafði betur þegar þeir heimsóttu Rhein-Neckar Löwen í Íslendingaslag

Rhein-Neckar Löwen fékk Göppingen í heimsókn í stórskemmtilegum leik í þýsku deildinni í kvöld. Þrír íslenskir leikmenn leika með þessum tveim liðum. Ýmir Örn Gíslason spilar fyrir Rhein-Neckar Löwen, en í herbúðum Göppingen eru þeir Gunnar Steinn Jónsson og Janus Daði Smárason. Janus Daði er að glíma við meiðsli og kom ekki við sögu í kvöld. Gunnar Steinn og Ýmir Örn skoruðu sitt markið hvor.

Handbolti

Arnór setti sjö í sigri Bergischer

Arnór Þór Gunnarsson og félagar í Bergischer fengu Hannover-Burgdorf í heimsókn í kvöld og unnu fjögurra marka sigur. Arnór Þór var markahæsti maður vallarins með sjö mörk.

Handbolti

Haukakonur sóttu stig norður

Haukar heimsóttu KA/Þór norður á Akureyri í dag. Haukakonur voru fyrir leikinn í sjötta sæti deildarinnar, en KA/Þór jafnar Framstúlkum í efsta sæti. Mestur var munurinn þrjú mörk, og lokatölur 27-27 í spennandi leik.

Handbolti