Golf

Kylfingur braut herlög

Besti kylfingur Suður-Kóreu, Bae Sang-Moon, spilar líklega ekki golf á PGA-mótaröðinni á næstunni.

Golf

Rory McIlroy kláraði dæmið í Dubai

Sigraði á sínu fyrsta móti á árinu eftir frábæra frammistöðu á Emirates vellinum alla helgina. Sigurvegari síðasta árs, Stephen Gallacher, nældi í þriðja sætið en engum tókst að ógna McIlroy á lokahringnum.

Golf

Tiger í tómu tjóni

Spilaði sinn allra versta hring á ferlinum í dag og situr í síðasta sæti á Phoenix Open. Á meðan leiðir Rory McIlroy á Dubai Desert Classic eftir tvo hringi.

Golf

Tiger Woods byrjar keppnistímabilið illa

Lék TPC Scottsdale á 73 höggum eða tveimur yfir pari á fyrsta hring og þarf á góðum hring að halda á morgun til þess að ná niðurskurðinum. Ryan Palmer leiðir á sjö höggum undir pari en Bubba Watson og Keegan Bradley eru aðeins höggi á eftir honum.

Golf

Wieseberger leiðir í Dubai eftir fyrsta hring

Austurríkismaðurinn Bernd Wieseberger lék frábært golf á fyrsta hring á Dubai Desert Classic en Rory McIlroy og fleiri stór nöfn eru ekki langt undan. Tiger Woods hefur keppnistímabilið í kvöld á Phoenix Open.

Golf

Tvö stór mót á döfinni um helgina

Allir bestu kylfingar heims verða í eldlínunni, Tiger Woods snýr til baka á TPC Scottsdale á meðan að Rory McIlroy og stærstu nöfn Evrópu taka slaginn í Dubai.

Golf

Spenna fyrir lokahringinn í Katar

Strákarnir okkar eru ekki þeir einu sem berjast til síðasta blóðdropa í Katar en fyrir lokahringinn á þriðja móti ársins á Evrópumótaröðinni deila fjórir sterkir kylfingar forystunni.

Golf

Jimmy Walker varði titilinn á Sony Open

Engum tókst að ógna Walker á lokahringnum sem nú hefur sigrað í fjórum mótum á PGA-mótaröðinni á stuttum tíma. Gerði mjög gott mót á Hawaii og heldur til meginlandsins 200 milljón krónum ríkari.

Golf

Martin Kaymer með yfirburði í eyðimörkinni

Er með sex högga forystu á næsta mann fyrir lokahringinn en fátt virðist geta stöðvað að US Open meistarinn sigri í sínu tólfta móti á Evrópumótaröðinni á ferlinum. Á meðan deila Matt Kuchar, Webb Simpson og Justin Thomas forystunni á Sony Open á Hawaii eftir tvo hringi.

Golf

Patrick Reed hafði sigur á Hawaii

Fékk ævintýralegan örn á 16. holu á lokahringnum og jafnaði við Jimmy Walker. Sigraði á fyrstu holu í bráðabana en sigurinn er hans fjórði á ferlinum.

Golf

Fuglaveisla á Hawaii

Mikil spenna ríkir á fyrsta móti ársins á PGA-mótaröðinni en fjórir kylfingar deila efsta sætinu eftir tvo hringi á Kapalua vellinum á 11 höggum undir pari.

Golf

Russell Henley í forystu eftir fyrsta hring á Hawaii

Mörg góð skor á fyrsta hring á Kapalua vellinum en Henley stal senunni með frábærri frammistöðu á flötunum. Sang-Moon Bae, sem reynir þessa dagana að komast undan herskyldu í heimalandinu, lék einnig frábært golf og er í öðru sæti.

Golf