Spieth ætlar sér á spjöld sögunnar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. júlí 2015 12:00 Jordan Spieth er við það að komast á spjöld sögunnar. Vísir/Getty Bandaríkjamaðurinn Jordan Spieth á möguleika í dag að koma sér í sögubækurnar með því að vinna sitt þriðja risamót í röð. Engum hefur tekist það síðan að Ben Hogan gerði það fyrir 62 árum síðan. Aðeins tveimur kylfingum hefur tekist að vinna meira en tíu risamót á ferlinum - þeim Jack Nicklaus og Tiger Woods. Hvorugum tókst þó að vinna þrjú í röð en Spieth, sem er 21 árs gamall, á góðan möguleika á ná þeim áfanga í dag. Hann spilaði á 66 höggum á þriðja keppnisdegi og er nú aðeins einu höggi á eftir fremstu mönnum. Þrír deila forystunni fyrir lokahringinn í dag - Louis Oosthuizen, Jason Day og írski áhugamaðurinn Paul Dunne. „Ég ætla að spila til sigurs. Ég hef engan áhuga á að vera í þriðja sæti,“ sagði Spieth í gær. „Ég mun spila mitt golf og vera þolinmóður. Ég ætla að reyna að komast í forystu en til þess þarf ég að vera ákveðinn.“ „Ég hef í raun engu að tapa. Það er allt í lagi ef mér tekst ekki að vinna á morgun. Það veitir mér í raun frelsi til að taka smá áhættu.“ Engum hefur tekist að vinna öll fjögur stórmótin sama árið eftir að Masters-mótið var sett á stofn.Útsending frá mótinu hefst á Golfstöðinni klukkan 12.30 í dag en Spieth, sem er í ráshópi með Jason Day, hefur keppni klukkan 13.20. Oosthuizen og Dunne fara svo síðastir út klukkan 13.30. Golf Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Jordan Spieth á möguleika í dag að koma sér í sögubækurnar með því að vinna sitt þriðja risamót í röð. Engum hefur tekist það síðan að Ben Hogan gerði það fyrir 62 árum síðan. Aðeins tveimur kylfingum hefur tekist að vinna meira en tíu risamót á ferlinum - þeim Jack Nicklaus og Tiger Woods. Hvorugum tókst þó að vinna þrjú í röð en Spieth, sem er 21 árs gamall, á góðan möguleika á ná þeim áfanga í dag. Hann spilaði á 66 höggum á þriðja keppnisdegi og er nú aðeins einu höggi á eftir fremstu mönnum. Þrír deila forystunni fyrir lokahringinn í dag - Louis Oosthuizen, Jason Day og írski áhugamaðurinn Paul Dunne. „Ég ætla að spila til sigurs. Ég hef engan áhuga á að vera í þriðja sæti,“ sagði Spieth í gær. „Ég mun spila mitt golf og vera þolinmóður. Ég ætla að reyna að komast í forystu en til þess þarf ég að vera ákveðinn.“ „Ég hef í raun engu að tapa. Það er allt í lagi ef mér tekst ekki að vinna á morgun. Það veitir mér í raun frelsi til að taka smá áhættu.“ Engum hefur tekist að vinna öll fjögur stórmótin sama árið eftir að Masters-mótið var sett á stofn.Útsending frá mótinu hefst á Golfstöðinni klukkan 12.30 í dag en Spieth, sem er í ráshópi með Jason Day, hefur keppni klukkan 13.20. Oosthuizen og Dunne fara svo síðastir út klukkan 13.30.
Golf Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira