Golf Stenson braut 7-járnið í bræðiskasti, myndband Henrik Stenson var allt annað en ánægður með eitt högg hjá sér á lokadegi opna bandaríska meistaramótsins á sunnudaginn. Sænski kylfingurinn tók 7-járnið og braut járnskaftið á því en hann skar sig nokkuð illa á fingri við þær æfingar. Golf 21.6.2011 23:45 Golfskóli Birgis Leifs: Stöðugleiki í púttunum Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur og Íslandsmeistari í golfi, fer hér yfir jafnvægi í púttum og hvernig hægt er að þjálfa upp gott jafnvægi. Gauti Grétarsson sjúkraþjálfari fer yfir æfingar með Birgi en farið er yfir þessi atriði í þáttunum Golfskóli Birgis Leifs sem sýndir eru á Stöð 2 sport. Golf 21.6.2011 15:30 Rory fékk fimm ára keppnisrétt á PGA mótaröðinni Með sigrinum á opna bandaríska meistaramótinu í golfi tryggði Norður-Írinn Rory McIlroy sér keppnisrétt á bandarísku PGA mótaröðinni næstu fimm árin. McIlroy reyndi fyrir sér á bandarísku PGA mótaröðinni í fyrra en ákvað að einbeita sér eingöngu að Evrópumótaröðinni fyrir þetta tímabil – en McIlroy leiddist einfaldlega lífið í Bandaríkjunum á meðan hann var þar. Golf 21.6.2011 14:30 Rory McIlroy græðir á tá og fingri Norður-Írinn Rory McIlroy er "heitur“ á Bretlandseyjum þessa dagana eftir sigurinn á opna bandaríska meistaramótinu um helgina. Hinn 22 ára gamli kylfingur hefur dregið sig úr keppni á opna franska meistaramótinu sem hefst á fimmtudaginn enda er líf hans á hvolfi eftir fyrsta sigurinn á stórmóti. Vinsældir McIlroy eru gríðarlega og stórfyrirtæki keppast um að fá hann til samstarfs og telja margir að hann verði tekjuhæsti íþróttamaður Breta á allra næstu árum. Golf 21.6.2011 11:30 Búið að velja landsliðin í golfi Ragnar Ólafsson, landsliðseinvaldur í golfi, er búinn að velja nokkur landslið í golfi fyrir komandi verkefni. Bæði fyrir fullorðinsmót sem og unglingamót. Golf 20.6.2011 17:29 Rory McIlroy í fjórða sæti heimslistans - Tiger í 17. sæti Rory McIlroy er í fjórða sæti heimslistans í golfi eftir sigurinn á Opna bandaríska meistaramótinu í gær og hefur hinn 22 ára gamli Norður-Íri aldrei verið ofar á þessum lista. Luke Donald frá Englandi er enn efstur en hann hefur verið í efsta sætinu undanfarnar þrjár vikur. Golf 20.6.2011 15:15 Guðrún Brá og Björn Öder sigruðu í Leirdalnum Þriðja stigamótið á Arion-stigamótaröð unglinga í golfi fór fram á Leirdalsvelli hjá GKG um helgina og lék veðrið við keppendur. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili heldur sigurgöngu sinni áfram því hún vann á ný í 17-18 flokki stúlkna en Guðrún hefur einnig unnið eitt stigamót í keppni fullorðinna á Eimskipsmótaröðinni. Björn Öder Ólafsson úr GO sigraði í 17-18 ára flokki pilta og er þetta fyrsti sigur hans í þeim flokki. Golf 20.6.2011 12:42 Rory McIlroy:Það verður örugglega skálað í mörgum Guinnes Rory McIlroy, sem sigraði með yfirburðum á opna bandaríska meistaramótinu í golfi í gær, er næst yngsti sigurvegari stórmóts frá upphafi en hann er 22 ára gamall. Norður-Írinn lék frábært golf alla fjóra keppnisdagana og sigraði með 8 högga mun á -16. McIlroy þakkaði foreldrum sínum fyrir stuðningin í ræðu sem hann hélt á verðlaunaafhendingunni á Congressional í gær en það eru aðeins 70 frá því hann klúðraði lokadeginum á Mastersmótinu með eftirminnilegum hætti. Golf 20.6.2011 09:30 Rory McIlroy sigraði með fáheyrðum yfirburðum á US Open Rory McIlroy frá Norður-Írlandi sigraði á opna bandaríska meistaramótinu í golfi með fáheyrðum yfirburðum og skrifaði hinn 22 ára gamli kylfingur marga kafla í metabókum golfíþróttarinnar. McIlroy var efstu alla fjóra keppnisdagana og hann setti mótsmet með því að leika á – 16 Golf 19.6.2011 23:32 Aftur hreyfðist golfkúla Webb Simpson á flötinni Kylfingurinn Webb Simpson lenti í kunnulegum vandaræðum á þriðja hring Opna bandaríska meistaramótsins í gær. Þegar Webb bjó sig undir að pútta hreyfðist kúlan í golunni og kostaði Webb högg. Golf 19.6.2011 14:45 Mcllroy með átta högga forskot fyrir lokahringinn Norður-Írinn Rory Mcllroy er með átta högga forskot á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem fram fer á Congressional-vellinum í Bethesda í Maryland-ríki. Mcllroy spilaði þriðja hringinn í dag á þremur höggum undir pari. Golf 18.6.2011 23:33 Day og Westwood með frábæran hring - Mcllroy gefur lítið eftir Golf 18.6.2011 22:00 Rory McIlroy í metabækurnar eftir frábæran hring Rory McIlroy setti mótsmet í dag á opna bandaríska meistaramótinu með því að leika á 66 höggum eða -5 á öðrum keppnisdegi stórmótsins. Hinn 22 ára gamli Norður-Íri er samtals á 11 höggum undir pari en þetta er í fyrsta sinn í 111 ára sögu mótsins sem kylfingur nær að komast 10 undir par vallar á öðrum hring. Fjölmargir kylfingar eiga eftir að hefja leik í dag en þessa stundina er hinn 22 ára gamli McIlroy með 8 högga forskot í efsta sæti á Congressional vellinum. Golf 17.6.2011 17:44 Tiger Woods er enn tekjuhæsti bandaríski íþróttamaðurinn Þrátt fyrir að bandaríski kylfingurinn Tiger Woods hafi ekki sýnt mikla takta á golfvellinum á undanförnum mánuðum er hann enn tekjuhæsti bandríski íþróttamaðurinn. Í samantekt Forbes tímaritsins var Woods rúmlega 62 milljónir bandaríkjadala í tekjur á árinu 2010 eða rétt um 7,2 milljarða kr.. Þar af eru aðeins 2,2 milljónir í verðlaunafé eða 250 milljónir kr. Golf 17.6.2011 15:00 Ruglmyndband með kylfingum slær í gegn á Youtube Bandarískir atvinnukylfingar hafa í gegnum tíðina ekki verið þekktir fyrir óhefðbundna hegðun utan vallar nema í undantekningartilfellum líkt og John Daly. Nýverið settu fjórir þekktir kylfingar saman tónlistarmyndband þar sem þeir bregða sér í hlutverk í "strákabandi“ og hefur tónlistarmyndbandið með The Golf Boys slegið í gegn á Youtube. Golf 17.6.2011 13:00 McIlroy vonast til þess að hafa lært af reynslunni frá Mastersmótinu Norður-írska ungstirnið Rory McIlroy er efstur að loknum fyrsta keppnisdegi opna bandaríska meistaramótsins í golfi en hann lék á 65 höggum eða -6. McIlroy, sem er 22 ára gamall, sagði að hann hefði getað leikið mun betur þrátt fyrir allt en hann er með þriggja högga forskot. Golf 17.6.2011 11:00 McIlroy byrjaði með látum á US open Norður-Írinn Rory McIlroy byrjaði vel á opna bandaríska meistaramótinu í golfi en hann er á 6 höggum undir pari eftir fyrsta keppnisdaginn á Congressional vellinum. McIlroy fékk 6 fugla og lék aðrar holur á pari, alls 65 högg, og er hann með þriggja högga forskot. Golf 16.6.2011 23:15 Mickelson hefur fimm sinnum endað í öðru sæti Phil Mickelson hefur aldrei náð að sigra á opna bandaríska meistaramótinu í golfi en hann hefur keppt alls 20 sinnum á þessu móti og mótið í ár er því það 21 sem hann leikur á. Mickelson segir að hann hafi látið sig dreyma um að sigra á þessu móti frá því hann var barn en hann er enn ekki hættur að láta sig dreyma þrátt fyrir að vera 41 árs gamall. Golf 16.6.2011 19:45 Monty gagnrýnir harðlega hvernig valið var í ráshópa á US Open Skotinn Colin Montgomerie, sem var fyrirliði Ryderliðs Evrópu í síðustu keppni, er alls ekki sáttur við hvernig mótshaldarar á opna bandaríska meistaramótinu röðuðu kylfingum í ráshópa fyrstu tvo keppnisdagana. Golf 16.6.2011 17:30 Adam Scott mætir til leiks með kylfusvein Tiger Woods Ástralski kylfingurinn Adam Scott verður með einn þekktasta kylfubera heims á "pokanum“ á opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem hefst í dag. Steve Williams, sem hefur verið aðstoðarmaður Tiger Woods undanfarin ár, verður með Scott á mótinu og vonast Ástralinn til þess að hinn reynslumikli Williams geti aðstoðað sig við að landa sigri á stórmóti í fyrsta sinn. Golf 16.6.2011 15:30 Opnuðu verslunina vegna brennandi golfáhuga Fyrir skemmstu bættist ný verslun við flóru golfverslana landsins, Golfskálinn í Mörkinni 3. Eigendurnir eru allir reynsluboltar í golfi, þeir Steinþór Jónasson, Ingibergur Jóhannsson og Hans Henttinen, sem var einn eigenda Nevada Bob á sínum tíma. Golf 16.6.2011 10:00 Guðjón og TInna sigruðu í Vestmannaeyjum Guðjón Henning Hilmarsson úr GKG og Tinna Jóhannsdóttir úr GK sigruðu á öðru stigamóti ársins á Eimskipsmótaröðinni í golfi sem fram fór í Vestmannaeyjum um helgina. Þetta er fyrsti sigur Guðjóns á stigamótaröðinni en hann lék frábært golf á lokahringnum eða 65 höggum eða 5 höggum undir pari. Samtals lék Guðjóna -4 en Stefán Már Stefánsson úr GR varð annar á -2. Tinna lék á +6 samtals en Nína Björk Geirsdóttir úr GKj. varð önnur, einu höggi á eftir Tinnu. Golf 12.6.2011 21:15 Lee Westwood þrífst undir pressu Kylfingurinn Lee Westwood greinir frá því hvernig hann reynir að notfæra sér þá miklu pressu sem fylgi oft á tíðum í golfinu í ítarlegu viðtali við vefsíðuna pgatour.com, en Westwood er óðum að undirbúa sig fyrir US Masters sem hefst í næstu viku. Golf 12.6.2011 12:30 Þrír efstu kylfingar heimslistans verða saman í ráshóp Þrír efstu kylfingar heimslistans í golfi verða saman í ráshóp fyrstu tvo keppnisdagana á opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem hefst á fimmtudaginn. Graeme McDowell frá Norður-Írlandi, sem hefur titil að verja á mótinu, verður í ráshóp með Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku. Oosthuizen sigraði sem kunnugt er á opna breska meistaramótinu en með þeim í ráshóp verður áhugamaðurinn Peter Uihlein sem sigraði á opna bandaríska meistaramótinu. Golf 12.6.2011 08:00 Rigning stríðir golfurum í Eyjum Fresta þurfti öðrum hring á Eimskipsmótaröðinni í golfi sem fram fer í Vestmannaeyjum vegna úrkomu. Mótstjórn hefur tekið þá ákvörðun að fella hringinn niður. Arnar Snær Hákonarson og Nína Björk Geirsdóttir hafa forystu fyrir þriðja hring sem fram fer á morgun. Golf 11.6.2011 17:15 Annað stigamót ársins fer fram í Eyjum um helgina Annað stigamót ársins á Eimskipsmótaröðinni í golfi fer fram í Vestmannaeyjum um helgina og verða leiknar 54 holur að þessu sinni. Aðeins 83 keppendur eru skráðir til leiks og sigurvegararnir frá fyrsta stigamóti ársins sem fram fór á Garðavelli á Akranesi eru báðir fjarverandi. Golf 10.6.2011 10:26 Tiger Woods mun ekki keppa á opna bandaríska meistaramótinu Tiger Woods mun ekki bæta 15. titlinum á risamóti á opna bandaríska meistaramótinu sem hefst í næstu viku á Congressional í Bethesda. Woods á við meiðsli að stríða og eftir að hafa ráðfært sig við lækna ákvað kylfingurinn að taka ekki þátt á öðru stórmóti ársins af alls fjórum. Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 1994 sem opna bandaríska fer fram án þess að Tiger Woods sé á meðal keppenda. Golf 8.6.2011 12:15 Bjarki lék frábært golf á Hólmsvelli - Guðrún Brá er ósigrandi Bjarki Pétursson úr Golfklúbbi Borgarness sýndi frábær tilþrif á öðru stigamóti Golfsambands Íslands á Arion unglingamótaröðinni. Bjarki lék báða hringina á Hólmsvelli í Leiru á 68 höggum eða -4 og samtals var hann á 8 höggum undir pari. Hann sigraði með yfirburðum í keppni 17-18 ára en Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK sigraði í 17-18 ára flokki kvenna og er þetta annað mótið í röð sem hún vinnur á unglingamótaröðinni. Guðrún Brá sigraði einnig á fyrsta stigamótinu í Eimskipsmótaröðinni í fullorðinsflokki á Akranesi á dögunum. Golf 6.6.2011 11:30 Tiger Woods í 13. sæti heimslistans - Donald er efstur Aðeins 15 kylfingar hafa náð þeim áfanga að komast í efsta sæti heimlistans á þeim 24 árum sem listinn hefur verið notaður. Luke Donald frá Englandi er sá 15. í röðinni. Tiger Woods, frá Bandaríkjunum, hefur setið lengst allra í efsta sæti heimslistans eða 623 vikur samtals eða í rétt tæplega 12 ár. Woods hefur fallið eins steinn niður heimslistann að undanförnu og er hann í 13. sæti. Golf 30.5.2011 13:00 Luke Donald tryggði sér sigur og efsta sætið á heimslistanum Enski kylfingurinn Luke Donald tyllti sér í efsta sæti heimslistans í golfi í fyrsta sinn á ferlinum með því að sigra á BMW meistaramótinu á Evrópumótaröðinni í gær. Donald sigraði Lee Westwood frá Englandi í bráðabana um sigurinn en Westwood var í efsta sæti heimslistans. Golf 30.5.2011 10:45 « ‹ 142 143 144 145 146 147 148 149 150 … 178 ›
Stenson braut 7-járnið í bræðiskasti, myndband Henrik Stenson var allt annað en ánægður með eitt högg hjá sér á lokadegi opna bandaríska meistaramótsins á sunnudaginn. Sænski kylfingurinn tók 7-járnið og braut járnskaftið á því en hann skar sig nokkuð illa á fingri við þær æfingar. Golf 21.6.2011 23:45
Golfskóli Birgis Leifs: Stöðugleiki í púttunum Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur og Íslandsmeistari í golfi, fer hér yfir jafnvægi í púttum og hvernig hægt er að þjálfa upp gott jafnvægi. Gauti Grétarsson sjúkraþjálfari fer yfir æfingar með Birgi en farið er yfir þessi atriði í þáttunum Golfskóli Birgis Leifs sem sýndir eru á Stöð 2 sport. Golf 21.6.2011 15:30
Rory fékk fimm ára keppnisrétt á PGA mótaröðinni Með sigrinum á opna bandaríska meistaramótinu í golfi tryggði Norður-Írinn Rory McIlroy sér keppnisrétt á bandarísku PGA mótaröðinni næstu fimm árin. McIlroy reyndi fyrir sér á bandarísku PGA mótaröðinni í fyrra en ákvað að einbeita sér eingöngu að Evrópumótaröðinni fyrir þetta tímabil – en McIlroy leiddist einfaldlega lífið í Bandaríkjunum á meðan hann var þar. Golf 21.6.2011 14:30
Rory McIlroy græðir á tá og fingri Norður-Írinn Rory McIlroy er "heitur“ á Bretlandseyjum þessa dagana eftir sigurinn á opna bandaríska meistaramótinu um helgina. Hinn 22 ára gamli kylfingur hefur dregið sig úr keppni á opna franska meistaramótinu sem hefst á fimmtudaginn enda er líf hans á hvolfi eftir fyrsta sigurinn á stórmóti. Vinsældir McIlroy eru gríðarlega og stórfyrirtæki keppast um að fá hann til samstarfs og telja margir að hann verði tekjuhæsti íþróttamaður Breta á allra næstu árum. Golf 21.6.2011 11:30
Búið að velja landsliðin í golfi Ragnar Ólafsson, landsliðseinvaldur í golfi, er búinn að velja nokkur landslið í golfi fyrir komandi verkefni. Bæði fyrir fullorðinsmót sem og unglingamót. Golf 20.6.2011 17:29
Rory McIlroy í fjórða sæti heimslistans - Tiger í 17. sæti Rory McIlroy er í fjórða sæti heimslistans í golfi eftir sigurinn á Opna bandaríska meistaramótinu í gær og hefur hinn 22 ára gamli Norður-Íri aldrei verið ofar á þessum lista. Luke Donald frá Englandi er enn efstur en hann hefur verið í efsta sætinu undanfarnar þrjár vikur. Golf 20.6.2011 15:15
Guðrún Brá og Björn Öder sigruðu í Leirdalnum Þriðja stigamótið á Arion-stigamótaröð unglinga í golfi fór fram á Leirdalsvelli hjá GKG um helgina og lék veðrið við keppendur. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili heldur sigurgöngu sinni áfram því hún vann á ný í 17-18 flokki stúlkna en Guðrún hefur einnig unnið eitt stigamót í keppni fullorðinna á Eimskipsmótaröðinni. Björn Öder Ólafsson úr GO sigraði í 17-18 ára flokki pilta og er þetta fyrsti sigur hans í þeim flokki. Golf 20.6.2011 12:42
Rory McIlroy:Það verður örugglega skálað í mörgum Guinnes Rory McIlroy, sem sigraði með yfirburðum á opna bandaríska meistaramótinu í golfi í gær, er næst yngsti sigurvegari stórmóts frá upphafi en hann er 22 ára gamall. Norður-Írinn lék frábært golf alla fjóra keppnisdagana og sigraði með 8 högga mun á -16. McIlroy þakkaði foreldrum sínum fyrir stuðningin í ræðu sem hann hélt á verðlaunaafhendingunni á Congressional í gær en það eru aðeins 70 frá því hann klúðraði lokadeginum á Mastersmótinu með eftirminnilegum hætti. Golf 20.6.2011 09:30
Rory McIlroy sigraði með fáheyrðum yfirburðum á US Open Rory McIlroy frá Norður-Írlandi sigraði á opna bandaríska meistaramótinu í golfi með fáheyrðum yfirburðum og skrifaði hinn 22 ára gamli kylfingur marga kafla í metabókum golfíþróttarinnar. McIlroy var efstu alla fjóra keppnisdagana og hann setti mótsmet með því að leika á – 16 Golf 19.6.2011 23:32
Aftur hreyfðist golfkúla Webb Simpson á flötinni Kylfingurinn Webb Simpson lenti í kunnulegum vandaræðum á þriðja hring Opna bandaríska meistaramótsins í gær. Þegar Webb bjó sig undir að pútta hreyfðist kúlan í golunni og kostaði Webb högg. Golf 19.6.2011 14:45
Mcllroy með átta högga forskot fyrir lokahringinn Norður-Írinn Rory Mcllroy er með átta högga forskot á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem fram fer á Congressional-vellinum í Bethesda í Maryland-ríki. Mcllroy spilaði þriðja hringinn í dag á þremur höggum undir pari. Golf 18.6.2011 23:33
Rory McIlroy í metabækurnar eftir frábæran hring Rory McIlroy setti mótsmet í dag á opna bandaríska meistaramótinu með því að leika á 66 höggum eða -5 á öðrum keppnisdegi stórmótsins. Hinn 22 ára gamli Norður-Íri er samtals á 11 höggum undir pari en þetta er í fyrsta sinn í 111 ára sögu mótsins sem kylfingur nær að komast 10 undir par vallar á öðrum hring. Fjölmargir kylfingar eiga eftir að hefja leik í dag en þessa stundina er hinn 22 ára gamli McIlroy með 8 högga forskot í efsta sæti á Congressional vellinum. Golf 17.6.2011 17:44
Tiger Woods er enn tekjuhæsti bandaríski íþróttamaðurinn Þrátt fyrir að bandaríski kylfingurinn Tiger Woods hafi ekki sýnt mikla takta á golfvellinum á undanförnum mánuðum er hann enn tekjuhæsti bandríski íþróttamaðurinn. Í samantekt Forbes tímaritsins var Woods rúmlega 62 milljónir bandaríkjadala í tekjur á árinu 2010 eða rétt um 7,2 milljarða kr.. Þar af eru aðeins 2,2 milljónir í verðlaunafé eða 250 milljónir kr. Golf 17.6.2011 15:00
Ruglmyndband með kylfingum slær í gegn á Youtube Bandarískir atvinnukylfingar hafa í gegnum tíðina ekki verið þekktir fyrir óhefðbundna hegðun utan vallar nema í undantekningartilfellum líkt og John Daly. Nýverið settu fjórir þekktir kylfingar saman tónlistarmyndband þar sem þeir bregða sér í hlutverk í "strákabandi“ og hefur tónlistarmyndbandið með The Golf Boys slegið í gegn á Youtube. Golf 17.6.2011 13:00
McIlroy vonast til þess að hafa lært af reynslunni frá Mastersmótinu Norður-írska ungstirnið Rory McIlroy er efstur að loknum fyrsta keppnisdegi opna bandaríska meistaramótsins í golfi en hann lék á 65 höggum eða -6. McIlroy, sem er 22 ára gamall, sagði að hann hefði getað leikið mun betur þrátt fyrir allt en hann er með þriggja högga forskot. Golf 17.6.2011 11:00
McIlroy byrjaði með látum á US open Norður-Írinn Rory McIlroy byrjaði vel á opna bandaríska meistaramótinu í golfi en hann er á 6 höggum undir pari eftir fyrsta keppnisdaginn á Congressional vellinum. McIlroy fékk 6 fugla og lék aðrar holur á pari, alls 65 högg, og er hann með þriggja högga forskot. Golf 16.6.2011 23:15
Mickelson hefur fimm sinnum endað í öðru sæti Phil Mickelson hefur aldrei náð að sigra á opna bandaríska meistaramótinu í golfi en hann hefur keppt alls 20 sinnum á þessu móti og mótið í ár er því það 21 sem hann leikur á. Mickelson segir að hann hafi látið sig dreyma um að sigra á þessu móti frá því hann var barn en hann er enn ekki hættur að láta sig dreyma þrátt fyrir að vera 41 árs gamall. Golf 16.6.2011 19:45
Monty gagnrýnir harðlega hvernig valið var í ráshópa á US Open Skotinn Colin Montgomerie, sem var fyrirliði Ryderliðs Evrópu í síðustu keppni, er alls ekki sáttur við hvernig mótshaldarar á opna bandaríska meistaramótinu röðuðu kylfingum í ráshópa fyrstu tvo keppnisdagana. Golf 16.6.2011 17:30
Adam Scott mætir til leiks með kylfusvein Tiger Woods Ástralski kylfingurinn Adam Scott verður með einn þekktasta kylfubera heims á "pokanum“ á opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem hefst í dag. Steve Williams, sem hefur verið aðstoðarmaður Tiger Woods undanfarin ár, verður með Scott á mótinu og vonast Ástralinn til þess að hinn reynslumikli Williams geti aðstoðað sig við að landa sigri á stórmóti í fyrsta sinn. Golf 16.6.2011 15:30
Opnuðu verslunina vegna brennandi golfáhuga Fyrir skemmstu bættist ný verslun við flóru golfverslana landsins, Golfskálinn í Mörkinni 3. Eigendurnir eru allir reynsluboltar í golfi, þeir Steinþór Jónasson, Ingibergur Jóhannsson og Hans Henttinen, sem var einn eigenda Nevada Bob á sínum tíma. Golf 16.6.2011 10:00
Guðjón og TInna sigruðu í Vestmannaeyjum Guðjón Henning Hilmarsson úr GKG og Tinna Jóhannsdóttir úr GK sigruðu á öðru stigamóti ársins á Eimskipsmótaröðinni í golfi sem fram fór í Vestmannaeyjum um helgina. Þetta er fyrsti sigur Guðjóns á stigamótaröðinni en hann lék frábært golf á lokahringnum eða 65 höggum eða 5 höggum undir pari. Samtals lék Guðjóna -4 en Stefán Már Stefánsson úr GR varð annar á -2. Tinna lék á +6 samtals en Nína Björk Geirsdóttir úr GKj. varð önnur, einu höggi á eftir Tinnu. Golf 12.6.2011 21:15
Lee Westwood þrífst undir pressu Kylfingurinn Lee Westwood greinir frá því hvernig hann reynir að notfæra sér þá miklu pressu sem fylgi oft á tíðum í golfinu í ítarlegu viðtali við vefsíðuna pgatour.com, en Westwood er óðum að undirbúa sig fyrir US Masters sem hefst í næstu viku. Golf 12.6.2011 12:30
Þrír efstu kylfingar heimslistans verða saman í ráshóp Þrír efstu kylfingar heimslistans í golfi verða saman í ráshóp fyrstu tvo keppnisdagana á opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem hefst á fimmtudaginn. Graeme McDowell frá Norður-Írlandi, sem hefur titil að verja á mótinu, verður í ráshóp með Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku. Oosthuizen sigraði sem kunnugt er á opna breska meistaramótinu en með þeim í ráshóp verður áhugamaðurinn Peter Uihlein sem sigraði á opna bandaríska meistaramótinu. Golf 12.6.2011 08:00
Rigning stríðir golfurum í Eyjum Fresta þurfti öðrum hring á Eimskipsmótaröðinni í golfi sem fram fer í Vestmannaeyjum vegna úrkomu. Mótstjórn hefur tekið þá ákvörðun að fella hringinn niður. Arnar Snær Hákonarson og Nína Björk Geirsdóttir hafa forystu fyrir þriðja hring sem fram fer á morgun. Golf 11.6.2011 17:15
Annað stigamót ársins fer fram í Eyjum um helgina Annað stigamót ársins á Eimskipsmótaröðinni í golfi fer fram í Vestmannaeyjum um helgina og verða leiknar 54 holur að þessu sinni. Aðeins 83 keppendur eru skráðir til leiks og sigurvegararnir frá fyrsta stigamóti ársins sem fram fór á Garðavelli á Akranesi eru báðir fjarverandi. Golf 10.6.2011 10:26
Tiger Woods mun ekki keppa á opna bandaríska meistaramótinu Tiger Woods mun ekki bæta 15. titlinum á risamóti á opna bandaríska meistaramótinu sem hefst í næstu viku á Congressional í Bethesda. Woods á við meiðsli að stríða og eftir að hafa ráðfært sig við lækna ákvað kylfingurinn að taka ekki þátt á öðru stórmóti ársins af alls fjórum. Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 1994 sem opna bandaríska fer fram án þess að Tiger Woods sé á meðal keppenda. Golf 8.6.2011 12:15
Bjarki lék frábært golf á Hólmsvelli - Guðrún Brá er ósigrandi Bjarki Pétursson úr Golfklúbbi Borgarness sýndi frábær tilþrif á öðru stigamóti Golfsambands Íslands á Arion unglingamótaröðinni. Bjarki lék báða hringina á Hólmsvelli í Leiru á 68 höggum eða -4 og samtals var hann á 8 höggum undir pari. Hann sigraði með yfirburðum í keppni 17-18 ára en Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK sigraði í 17-18 ára flokki kvenna og er þetta annað mótið í röð sem hún vinnur á unglingamótaröðinni. Guðrún Brá sigraði einnig á fyrsta stigamótinu í Eimskipsmótaröðinni í fullorðinsflokki á Akranesi á dögunum. Golf 6.6.2011 11:30
Tiger Woods í 13. sæti heimslistans - Donald er efstur Aðeins 15 kylfingar hafa náð þeim áfanga að komast í efsta sæti heimlistans á þeim 24 árum sem listinn hefur verið notaður. Luke Donald frá Englandi er sá 15. í röðinni. Tiger Woods, frá Bandaríkjunum, hefur setið lengst allra í efsta sæti heimslistans eða 623 vikur samtals eða í rétt tæplega 12 ár. Woods hefur fallið eins steinn niður heimslistann að undanförnu og er hann í 13. sæti. Golf 30.5.2011 13:00
Luke Donald tryggði sér sigur og efsta sætið á heimslistanum Enski kylfingurinn Luke Donald tyllti sér í efsta sæti heimslistans í golfi í fyrsta sinn á ferlinum með því að sigra á BMW meistaramótinu á Evrópumótaröðinni í gær. Donald sigraði Lee Westwood frá Englandi í bráðabana um sigurinn en Westwood var í efsta sæti heimslistans. Golf 30.5.2011 10:45