Mickelson valtaði yfir Tiger | Tiger dregur fram það besta í mér 13. febrúar 2012 11:45 Hlutskipti þessara kappa var ólíkt í gær. vísir/getty Phil Mickelson var sex höggum á eftir Charlie Wi og fimm höggum á eftir Tiger Woods fyrir lokadaginn á Pebble Beach í gær. Mickelson átti stórkostlegan lokadag á meðan spilamennska Tiger hrundi en Mickelson spilaði lokadaginn á 11 færri höggum en Tiger og vann frábæran sigur. "Ég fæ alltaf mikinn innblástur er ég spila með Tiger. Það er frábært að spila með honum og hann dregur fram það besta í mér. Vonandi mun hans spilamennska halda áfram að batna og að við spilum saman fleiri lokahringi," sagði Mickelson sem hefur haft betur gegn Tiger í síðustu fimm skipti sem þeir hafa spilað saman lokahring. Mickelson spilaði á 64 höggum en Tiger varð að sætta sig við 75 högg en nákvæmlega ekkert gekk upp hjá honum. "Ég var ekki að slá eins illa og skorið segir en púttin mín voru skelfileg. Mér leið illa á flötunum. Það gekk ekkert upp og ég gerði haug af mistökum á flötunum." Mickelson endaði mótið á 17 höggum undir pari en Wi varð annar á 14 höggum undir pari. Golf Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Phil Mickelson var sex höggum á eftir Charlie Wi og fimm höggum á eftir Tiger Woods fyrir lokadaginn á Pebble Beach í gær. Mickelson átti stórkostlegan lokadag á meðan spilamennska Tiger hrundi en Mickelson spilaði lokadaginn á 11 færri höggum en Tiger og vann frábæran sigur. "Ég fæ alltaf mikinn innblástur er ég spila með Tiger. Það er frábært að spila með honum og hann dregur fram það besta í mér. Vonandi mun hans spilamennska halda áfram að batna og að við spilum saman fleiri lokahringi," sagði Mickelson sem hefur haft betur gegn Tiger í síðustu fimm skipti sem þeir hafa spilað saman lokahring. Mickelson spilaði á 64 höggum en Tiger varð að sætta sig við 75 högg en nákvæmlega ekkert gekk upp hjá honum. "Ég var ekki að slá eins illa og skorið segir en púttin mín voru skelfileg. Mér leið illa á flötunum. Það gekk ekkert upp og ég gerði haug af mistökum á flötunum." Mickelson endaði mótið á 17 höggum undir pari en Wi varð annar á 14 höggum undir pari.
Golf Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira