Heimsþekktir kylfingar vilja hanna ólympíugolfvöllinn í Ríó Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 25. desember 2011 10:00 Jack Nicklaus og Greg Norman vilja báðir fá að hanna keppnisvöllinn í Ríó fyrir ÓL í Brasilíu 2016. Getty Images / Nordic Photos Golf verður keppnisíþrótt á Ólympíuleikunum í Rio de Janeiro í Brasilíu árið 2016 og verður það í fyrsta sinn frá árinu 1904 sem keppt verður í golfi á ÓL. Keppnisvöllurinn í Rio de Janeiro er ekki tilbúinn og í febrúar verður greint frá því hvaða aðilar fá það hlutverk að teikna og hanna völlinn. Alls eru átta tillögur til skoðunar hjá Alþjóða ólympíunefndinni og framkvæmdanefnd ÓL í Brasilíu 2016. Margir heimsþekktir kylfingar eru á meðal þeirra sem hafa lagt fram tillögur um hönnun vallarins. Þar má nefna Greg Norman (Hvíta hákarlinn) frá Ástralíu en hann leggur fram tillögu í samfloti með Lorenu Ochoa frá Mexíkó sem var efst á heimslistanum í kvennagolfinu í mörg misseri. Jack Nicklaus frá Bandaríkjunum hefur unnið með Anniku Sörenstam frá Svíþjóð að hönnum vallarins. „Gullbjörninn" og Sörenstam hafa unnið samtals 28 risatitla á ferlinum, Nicklaus alls 18 og Sörenstam 10 í kvennagolfinu. Gary Player frá Suður-Afríku er einnig á meðal þeirra sem er með tillögu, en þar að auki keppa Gil Hanse;,Tom Doak, Robert Trent Jones II, Hawtree Ltd. og þríeykið Peter Thomson, Ross Perrett og Karrie Webb um að fá þetta verkefni. Golf Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Golf verður keppnisíþrótt á Ólympíuleikunum í Rio de Janeiro í Brasilíu árið 2016 og verður það í fyrsta sinn frá árinu 1904 sem keppt verður í golfi á ÓL. Keppnisvöllurinn í Rio de Janeiro er ekki tilbúinn og í febrúar verður greint frá því hvaða aðilar fá það hlutverk að teikna og hanna völlinn. Alls eru átta tillögur til skoðunar hjá Alþjóða ólympíunefndinni og framkvæmdanefnd ÓL í Brasilíu 2016. Margir heimsþekktir kylfingar eru á meðal þeirra sem hafa lagt fram tillögur um hönnun vallarins. Þar má nefna Greg Norman (Hvíta hákarlinn) frá Ástralíu en hann leggur fram tillögu í samfloti með Lorenu Ochoa frá Mexíkó sem var efst á heimslistanum í kvennagolfinu í mörg misseri. Jack Nicklaus frá Bandaríkjunum hefur unnið með Anniku Sörenstam frá Svíþjóð að hönnum vallarins. „Gullbjörninn" og Sörenstam hafa unnið samtals 28 risatitla á ferlinum, Nicklaus alls 18 og Sörenstam 10 í kvennagolfinu. Gary Player frá Suður-Afríku er einnig á meðal þeirra sem er með tillögu, en þar að auki keppa Gil Hanse;,Tom Doak, Robert Trent Jones II, Hawtree Ltd. og þríeykið Peter Thomson, Ross Perrett og Karrie Webb um að fá þetta verkefni.
Golf Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira