Golf

Birgir Leifur tapaði í bráðabana

Birgir Leifur Hafþórsson komst nálægt því að vinna sér þátttökurétt á móti í Evrópumótaröðinni sem fer fram í Svíþjóð í lok mánaðarins.

Golf

Frá gassprengingu til Georgíu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur í dag leik í landsúrslitum bandaríska háskólagolfsins NCAA í Georgíufylki. Hún er sjötti kylfingurinn í sögu Wake Forest-háskólans í Norður-Karólínufylki sem kemst þangað af eigin rammleik og sú fyrsta sem nær þeim árangri í tólf ár.

Golf

Birgir Leifur nálægt sæti í móti á Evrópumótaröðinni

Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, tók þátt í úrtökumóti fyrir Nordea Masters mótið sem fram fer á Evrópumótaröðinni um næstu mánaðamót. Um 100 kylfingar kepptu um þrjú laus sæti í mótinu sem er stærsta golfmót sem haldið er á Norðurlöndum.

Golf

Tók víti inni á klósetti

Belginn Nicolas Colsaerts lenti í heldur betur óvenjulegu atviki þegar hann var við keppni á Volvo Match Play mótinu á evrópsku mótaröðinni í golfi. Í leik sínum gegn Norður-Íranum Graeme McDowell þá átti Colsaerts slæmt högg á 10. braut. Bolti hans fór í torfæru og þurfti Belginn að taka víti.

Golf

Leik frestað í Þorlákshöfn

Tekin hefur verið sú ákvörðun að fresta leik á öðrum hring á stigamóti unglinga á Íslandsmótaröðinni sem fram átti að fara í Þorlákshöfn í dag.

Golf

Fór holu í höggi í sínu fyrsta höggi

Ungur kylfingur úr Keili í Hafnarfirði, Bryndís María Ragnarsdóttir gerði sér lítið fyrir og fór á holu í höggi í sínu fyrsta höggi á fyrsta stigamóti unglinga sem leikið er um helgina í Þorlákshöfn.

Golf

Tiger Woods vann Players-golfmótið í kvöld

Tiger Woods tryggði sér í kvöld sigur á Players-golfmótinu með því að spila lokadaginn á 70 höggum eða tveimur höggum undir pari. Woods lék tveimur höggum betur en næstu menn sem voru Svíinn David Lingmerth og Bandaríjamennirnir Jeff Maggert og Kevin Streelman.

Golf

Garcia ósáttur við Tiger Woods

Sergio Garcia kenndi öskrum áhorfenda um misheppnað högg sem varð til þess að forysta hans á Players-mótinu fór fyrir bý. Garcia og Tiger Woods spiluðu saman þriðja hringinn á mótinu í gær.

Golf

Golfsumarsins beðið

Kylfingar á höfuðborgarsvæðinu eru farnir að munda kylfurnar og vel það því margir af stærstu golfvöllum svæðisins verða opnaðir í dag eða um helgina.

Golf

Tólf ára á Evrópumótaröðinni

Ye Wocheng, tólf ára kínverskur áhugakylfingur, varð í dag sá yngsti í sögunni til þess að keppa á Evrópumótaröðinni. Wocheng vill þó líklega gleyma frumrauninni sem allra fyrst.

Golf

Svona fór Adam Scott að því að vinna Mastersmótið

Ástralinn Adam Scott tryggði sér sigur á Mastersmótinu í gær eftir bráðabana á móti Argentínumanninum Angel Cabrera. Nú er hægt að sjá svipmyndir frá lokadeginum inn á Sjónvarpsvef Vísis eða með því að smella hér fyrir ofan.

Golf

Greg Norman hefur mikla trú á Adam Scott

Adam Scott vann í gær Mastersmótið í golf og fékk að klæðast græna jakkanum fyrstur Ástrala. Hann sagði eftir sigurinn að Greg Norman ætti þátt í þessum titli því hann væri sá sem ástralskir kylfingar líta upp til.

Golf

Greg Norman á stóran þátt í titlinum

„Ég veit ekki hvernig þetta gerðist. Margt hefur breyst á tveimur árum,“ sagði Adam Scott. Nýbakaður sigurvegari á Masters átti erfitt með að koma tilfinningum í orð þegar græni jakkinn var í sjónmáli.

Golf

Adam Scott vann Masters eftir umspil

Ástralinn Adam Scott varð í kvöld fyrsti Ástralinn sem vinnur Masters-mótið í golfi. Hann tryggði sér sigur á annarri umspilsholu gegn Argentínumanninum Angel Cabrera. Hann setti niður um fjögurra metra pútt fyrir sigri. Pútt Cabrera stoppaði upp við holuna.

Golf

Cabrera og Snedeker leiða Masters | Tiger á smá von

Argentínumaðurinn Angel Cabrera og Bandaríkjamaðurinn Brandt Snedeker eru efstir og jafnir á Masters-mótinu í golfi fyrir lokahringinn. Þeir eru báðir á samtals sjö höggum undir pari. Báðir kylfingar léku á þrem höggum undir pari í dag líkt og Adam Scott sem er í þriðja sæti á sex höggum undir pari.

Golf

Tiger sættir sig við refsinguna

Tiger Woods slapp við frávísun af Masters-mótinu fyrr í dag. Honum var þó refsað en hann fékk tveggja högga refsingu fyrir ólöglegt dropp sem þó var ekki viljandi.

Golf