McIlroy í toppbaráttunni í Abu Dhabi Jón Júlíus Karlsson skrifar 17. janúar 2014 19:30 Norður-Írinn Rory McIlroy er á meðal efstu manna eftir annan keppnisdag á Abu Dhabi Championship mótinu sem fram fer á Evrópumótaröðinni í golfi. McIlroy er í fjórða sæti á samtals sjö höggum undir pari en hann lék annan hringinn á 67 höggum eða fimm höggum undir pari. Spánverjinn Rafael Cabrera-Bello og Skotinn Lee Craig eru jafnir í efsta sæti á níu höggum undir pari. Englendingurinn Danny Willett kemur höggi þar á eftir. Það gekk hvorki né rak hjá McIlroy í þessu móti á síðasta ári en þá komst hann ekki í gegnum niðurskurðinn. „Þegar þú hefur sjálfstraust með drævernum þá tekur það mikla pressu af þér. Ég setti niður nokkur góð pútt á seinni níu holunum og tel mig eiga mjög góðan möguleika á sigri,“ sagði McIlroy.Phil Mickelson komst í gegnum niðurskurðinn í Abu Dhabi.Mynd/APMickelson örugglega áfram Bandaríkjamaðurinn Phil Mickelson komst í gegnum niðurskurðinn eftir að hafa leikið á 70 höggum í dag. Hann er í 40. sæti þegar mótið er hálfnað. Spánverjinn Sergio Garcia gerði einnig vel með að komast áfram en hann lék á 68 höggum í dag og bætti sig um átta högg frá því í gær. Luke Donald og Martin Kaymer, sem báðir hafa náð efsta sætinu á heimslistanum, eru einnig komnir áfram. Svíinn Henrik Stenson er hins vegar úr leik eftir að hafa leikið á pari í dag. Abu Dhabi Championship mótið er í beinni útsendingu á Golfstöðinni. Bein útsending frá þriðja hring hefst kl. 09:00 í fyrramálið. Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Norður-Írinn Rory McIlroy er á meðal efstu manna eftir annan keppnisdag á Abu Dhabi Championship mótinu sem fram fer á Evrópumótaröðinni í golfi. McIlroy er í fjórða sæti á samtals sjö höggum undir pari en hann lék annan hringinn á 67 höggum eða fimm höggum undir pari. Spánverjinn Rafael Cabrera-Bello og Skotinn Lee Craig eru jafnir í efsta sæti á níu höggum undir pari. Englendingurinn Danny Willett kemur höggi þar á eftir. Það gekk hvorki né rak hjá McIlroy í þessu móti á síðasta ári en þá komst hann ekki í gegnum niðurskurðinn. „Þegar þú hefur sjálfstraust með drævernum þá tekur það mikla pressu af þér. Ég setti niður nokkur góð pútt á seinni níu holunum og tel mig eiga mjög góðan möguleika á sigri,“ sagði McIlroy.Phil Mickelson komst í gegnum niðurskurðinn í Abu Dhabi.Mynd/APMickelson örugglega áfram Bandaríkjamaðurinn Phil Mickelson komst í gegnum niðurskurðinn eftir að hafa leikið á 70 höggum í dag. Hann er í 40. sæti þegar mótið er hálfnað. Spánverjinn Sergio Garcia gerði einnig vel með að komast áfram en hann lék á 68 höggum í dag og bætti sig um átta högg frá því í gær. Luke Donald og Martin Kaymer, sem báðir hafa náð efsta sætinu á heimslistanum, eru einnig komnir áfram. Svíinn Henrik Stenson er hins vegar úr leik eftir að hafa leikið á pari í dag. Abu Dhabi Championship mótið er í beinni útsendingu á Golfstöðinni. Bein útsending frá þriðja hring hefst kl. 09:00 í fyrramálið.
Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira