Golf

Evrópa í góðri stöðu

Evrópa er í góðri stöðu fyrir lokadag Ryder keppni Evrópu og Bandaríkjanna í golfi. Evrópa vann fjórmenninginn eftir hádegi í dag með 3,5 vinningum gegn 0,5 og leiðir samanlagt 10-6.

Golf

Evrópumenn komu sterkir til baka eftir hádegi

Tóku þrjú og hálft stig af fjórum mögulegum í fjórmenningnum og leiða með tveimur stigum eftir fyrsta dag. Justin Rose og Henrik Stenson voru frábærir fyrir evrópska liðið á meðan Rory McIlroy og Sergio Garcia fundu sig ekki fyrr en á lokaholunum.

Golf

Ólafur komst áfram

Ólafur Björn Loftsson, kylfingur úr Nesklúbbnum, komst í dag á 2. stig úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina í golfi.

Golf

Joost Luiten lék best allra í Wales

Rétt missti af sæti í Ryder-liði Evrópu en spilaði frábærlega um helgina og hafði sigur á Opna velska meistaramótinu. Nicolas Colsaerts setti nýtt met á Evrópumótaröðinni með 409 metra upphafshöggi.

Golf