McIlroy og Spieth fara vel af stað á heimsmótinu 30. apríl 2015 11:15 Rory McIlroy fór létt með Jason Dufner í fyrstu umferð. vísir/Getty Heimsmótið í holukeppni, Cadillac World Golf Championship, hófst á TPC Harding Park vellinum í Kaliforníu í dag en 64 bestu kylfingar heims eru meðal þátttakenda í þessu stærsta holukeppnismóti ársins í golfheiminum. Leikið er með nýju fyrirkomulagi í ár þar sem ekki er um að ræða útsláttarkeppni frá byrjun heldur 16 fjögurra manna riðlar þar sem sigurvegarinn í hverjum riðli kemst í 16 manna úrslit sem hefjast á laugardaginn. Í fyrstu umferð voru nokkur óvænt úrslit en þar ber helst að nefna Henrik Stenson sem er í þriðja sæti á heimslistanum í golfi sem tapaði fyrir John Senden frá Ástralíu. Stenson tapaði í bráðabana á 19. holu en hann er yfirleitt mjög öflugur í holukeppni. Þá tapaði Jason Day, sem er í sjöunda sæti á heimslistanum, fyrir Charley Hoffman 4/3 og ítalski kylfingurinn Francesco Molinari lagði fyrrum Masters meistarann Adam Scott að velli 5/4. Augu flestra verða eflaust á Jordan Spieth og Rory McIlroy um helgina en þeir fóru létt með sína leiki í fyrstu umferð á móti Mikko Ilonen og Jason Dufner. Tilþrif dagsins átti þó Bandaríkjamaðurinn Ben Martin en hann var jafn Matt Kuchar eftir 16 holur. Hann gerði sér þó lítið fyrir og fór holu í höggi á hinni löngu 17. holu sem dugði honum til sigurs en Kuchar gat ekki annað en brosað og óskað mótspilara sínum til hamingju með hreint út sagt frábært högg.Heimsmótið í holukeppni verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni alla helgina og hefst útsending á morgun klukkan 20:00. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Heimsmótið í holukeppni, Cadillac World Golf Championship, hófst á TPC Harding Park vellinum í Kaliforníu í dag en 64 bestu kylfingar heims eru meðal þátttakenda í þessu stærsta holukeppnismóti ársins í golfheiminum. Leikið er með nýju fyrirkomulagi í ár þar sem ekki er um að ræða útsláttarkeppni frá byrjun heldur 16 fjögurra manna riðlar þar sem sigurvegarinn í hverjum riðli kemst í 16 manna úrslit sem hefjast á laugardaginn. Í fyrstu umferð voru nokkur óvænt úrslit en þar ber helst að nefna Henrik Stenson sem er í þriðja sæti á heimslistanum í golfi sem tapaði fyrir John Senden frá Ástralíu. Stenson tapaði í bráðabana á 19. holu en hann er yfirleitt mjög öflugur í holukeppni. Þá tapaði Jason Day, sem er í sjöunda sæti á heimslistanum, fyrir Charley Hoffman 4/3 og ítalski kylfingurinn Francesco Molinari lagði fyrrum Masters meistarann Adam Scott að velli 5/4. Augu flestra verða eflaust á Jordan Spieth og Rory McIlroy um helgina en þeir fóru létt með sína leiki í fyrstu umferð á móti Mikko Ilonen og Jason Dufner. Tilþrif dagsins átti þó Bandaríkjamaðurinn Ben Martin en hann var jafn Matt Kuchar eftir 16 holur. Hann gerði sér þó lítið fyrir og fór holu í höggi á hinni löngu 17. holu sem dugði honum til sigurs en Kuchar gat ekki annað en brosað og óskað mótspilara sínum til hamingju með hreint út sagt frábært högg.Heimsmótið í holukeppni verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni alla helgina og hefst útsending á morgun klukkan 20:00.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira