Gagnrýni

Fín fyrir fastagestina

Ballhljómsveit rifjar upp gamla slagara. Þetta er plata sem reikna má með að fastagestir á dansleikjum með sveitinni taki fagnandi.

Gagnrýni

Hægfara hrotti

Brad Pitt leikur leigumorðingja í þessum skrýtna, hægfara og hrottalega krimma, Ofbeldisatriðin eru nokkuð vel útfærð og líklega það eftirminnilegasta við myndina.

Gagnrýni

Sigurður á slóðum Buena Vista

Mjög vel heppnuð plata. Ágætt mótefni við myrkri og jólastressi. Fínar lagasmíðar og textar hjá Braga Valdimar. Góður hljómur og flutningurinn frábær.

Gagnrýni

Orkumikil og öðruvísi

Silver Linings Playbook er hvatvís, ófyrirsjáanleg og öðruvísi, svolítið eins og aðalpersónan. Besta mynd leikstjórans.

Gagnrýni

Innsýn í hugarfylgsni lítilla karla

Frekar þunn tilraun til að endurskrifa sögu íslenskra stjórnmála þannig að Geir Hallgrímsson sé í aðalhlutverki. Veitir þó áhugaverða innsýn inn í hugarheim höfundar.

Gagnrýni

Miklar framfarir frá fyrri plötunni

Himinbrim með Nóru er mjög vel heppnuð plata. Hljómborðin eru áberandi í útsetningunum, í nokkrum lögum eru strengir og svo setja raddútsetningar oft skemmtilegan svip. Tónlistin er stemningsfull og blæbrigðarík og einkennist af þykkum útsetningum og spilagleði. Enn ein íslensk gæðaplatan á árinu 2012.

Gagnrýni

Helsi og frelsi

Sýningin Hugleikir og fingraflakk - Stiklur úr starfsævi Ragnheiðar Jónsdóttur er tvískipt. Í öðrum helmingi salarins eru frjálslegar óhlutbundnar teikningar listakonunnar en í hinum er hin agaða og frásagnarlega grafík.

Gagnrýni

Við erum, sem sagt, manneskjur

Að segja frá leyndarmáli sem hefur þjakað þig í áratugi getur haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar og ekki endilega allar jákvæðar. Það fær vinur okkar, krabbameinslæknirinn Martin Montag, að reyna á eigin skinni í bókinni Fyrir Lísu eftir Steinunni Sigurðardóttur.

Gagnrýni

Kjarninn og hismið

Kvikmyndin Safety Not Guaranteed er byggð á smáauglýsingu (já þú last rétt) sem birtist í bandarísku tímariti árið 1997.

Gagnrýni

Dansað í rökkrinu

Fimmtudaginn 22. nóvember frumsýndi Íslenski dansflokkurinn fjögur dansverk eftir sex unga og upprennandi danshöfunda.

Gagnrýni

Bréf til föðurins

Glæsileg úrvinnsla á vandmeðförnu efni. Boxarinn er á einhvern hátt sjálfsævisöguleg og lýsir æsku og uppvexti Úlfars Þormóðssonar á óvenjulegan og býsna frumlegan hátt.

Gagnrýni

Kántrípopp úr Borgarfirðinum

Steinar Berg, fyrrverandi stórútgefandi, snýr aftur í tónlistina og í þetta skiptið í nýju hlutverki. Hann er söngvari og annar gítarleikari hljómsveitarinnar Grasasna og semur að auki nokkur lög og texta á fyrstu plötu sveitarinnar Til í tuskið.

Gagnrýni

Léttleikandi popp frá Elízu

Heimþrá er þriðja plata Elízu Newman og sú fyrsta sem er með íslenskum textum. Áður var Elíza auðvitað í hinni stórgóðu sveit Kolrössu krókríðandi, sem breyttist í Bellatrix þegar hún fór að vekja athygli erlendis, og svo eftir það í hljómsveitinni Scandinavia.

Gagnrýni

Eru ekki allir í stuði?

Sú tilfinning að ná ekki í gegn, ná ekki sambandi við annað fólk, standa utan við og á skjön við mannlegt samfélag, er líkt og rauður þráður gegnum allt höfundarverk Gyrðis Elíassonar.

Gagnrýni

Litrík, rafmögnuð, unaðsleg

Einar Pálsson skrifaði á sínum tíma umdeilda ritröð um rætur íslenskrar menningar. Hann færði þar rök fyrir því að margt í íslensku fornsögunum væri hluti af goðsagnaheimi Kelta og landa í kringum Miðjarðarhafið.

Gagnrýni

Veisluborð lífsins

Þau eru margvísleg umfjöllunarefnin í þessari bók sem skáldið Jónas Þorbjarnarson gekk frá til prentunar skömmu fyrir andlát sitt í fyrra.

Gagnrýni

Svín fór yfir Rín...

Stundum er því fleygt fram, meira í gamni en alvöru, að það versta sem hent geti rithöfund sé að skrifa frábæra bók. Þar með sé hann kominn á stall í hugum lesenda og kröfur þeirra til verka hans rjúki upp úr öllu valdi.

Gagnrýni