Hömluleysi á Jónsmessunótt Valur Grettisson skrifar 25. mars 2013 17:00 Styrkur sýningarinnar liggur ekki í frammistöðu einstakra leikara heldur í heildaráhrifunum. Leikhús. Draumur á Jónsmessunótt. Leikstjóri: Stefán Jónsson. Höfundur: William Shakespeare. Leikmynd, lýsing og myndvinnsla: Egill Ingibergsson. Búningar: Agniezka Baranowska. Tónlist: Úlfur Hansson. Nemendaleikhúsið, Smiðjan. Það er óhætt að segja að Draumur á Jónsmessunótt sé eitt það óheflaðasta sem Shakespeare skrifaði og það sætir eiginlega undrum í hvert skipti sem maður sér verkið að það skuli hreinlega ganga upp. Leikritið samanstendur af fjórum sögum þar sem flakkað er úr sölum aðalsmanna í Aþenu yfir í töfrum gæddan skóg þar sem álfakóngur ræður för. Inn í þetta allt saman blandast skyni skroppnir verkamenn, ráðvilltir elskendur og klaufskir álfar. Það er því í raun við hæfi að Nemendaleikhúsið, útskriftarárgangur leiklistardeildar Listaháskólans, hafi ákveðið að færa þessa sérkennilegu rómantísku ástarsögu á svið. Hún ber nefnilega öll merki hömluleysis; ungæði er kannski orðið yfir það. Leiðin sem er farin er kynlífsdrifin draumaveröld sem leysist á einum tímapunkti upp í hálfgerða orgíu undir taktföstum og vel heppnuðum tónheimi Úlfs Hanssonar – tónlist sem rammar hreinlega verkið inn. Arnar Dan Kristjánsson túlkar álfakonunginn Óberon, sem og hertogann af Aþenu. Það gerir hann af miklu sjálfsöryggi sem er styrkur hans í sýningunni. Honum mistekst þó að túlka samúð álfakonungsins í garð elskenda sem ná ekki saman. Álfar hans tveir, Bokki og Álfur, eru túlkaðir af þeim Þóri Birgissyni og Salóme Rannveigu Guðmundsdóttur. Það hallar verulega á Þóri í viðskiptunum við Salóme, en honum tekst aldrei neitt annað en að túlka Bokka sem kjánalegt grey. Hann bliknar í samanburðinu við djöfullega nálgun Salóme sem leikur siðspilltan álf af slíkri festu, og gerir hann svo stórhættulegan, að unun var að fylgjast með á stundum. Samleikur þeirra er aftur á móti einn af mest heillandi þáttum verksins. Thelma Marín Jónsdóttir leikur álfadrottninguna Títaníu, sem og Hippólítu. Gervi hennar er mest áberandi í sýningunni, enda klædd í sadó-masískan búning í hlutverki sínu sem álfadrottningin. Umgjörðin er eftir því. Thelma fyllir aldrei almennilega upp í þetta ögrandi umhverfi þó að hún eigi spretti með „asnalegum“ elskhuga sínum. Hún er betri sem hin drykkfellda Hippólíta. Hafdís Helga Helgadóttir er ágæt sem Hermía. Oddur Júlíusson skilar sínu hlutverki einnig ágætlega. Arnmundur Ernst Björnsson er áberandi glæsilegur í hlutverki sínu sem Lísander og tekst á við það af staðfestu. Af ráðvilltum elskendum stóð hann upp úr ásamt Elmu Stefaníu Ágústsdóttur, sem reyndi umfram hin að túlka persónu sína af ofurlítilli dýpt og uppskar þokkalega. Hildur Berglind Arndal átti frábæran leik sem karlmaðurinn Kvistur. Og eins undarlega og það hljómar átti hún ofurlítinn leiksigur sem múrveggur í lok sýningarinnar. Bekkjarbróðir hennar, Þorleifur Einarsson, lék smiðinn Spóla þokkalega en var full yfirdrifinn á stundum. Styrkur sýningarinnar er hins vegar ekki fólginn í frammistöðu einstakra leikara. Hann er fólginn í heildinni. Í ögrandi framsetningu og leikgleði sem finna má í þessari fersku uppsetningu hópsins. Fyrst og fremst er það óttaleysið sem einkennir sýninguna. Útskriftarhópurinn, sem vill ganga inn í harðan heim leikhússins, lofar góðu. Niðurstaða: Ögrandi og djörf sýn ungs leikhúsfólks á William Shakespeare. Gagnrýni Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Leikhús. Draumur á Jónsmessunótt. Leikstjóri: Stefán Jónsson. Höfundur: William Shakespeare. Leikmynd, lýsing og myndvinnsla: Egill Ingibergsson. Búningar: Agniezka Baranowska. Tónlist: Úlfur Hansson. Nemendaleikhúsið, Smiðjan. Það er óhætt að segja að Draumur á Jónsmessunótt sé eitt það óheflaðasta sem Shakespeare skrifaði og það sætir eiginlega undrum í hvert skipti sem maður sér verkið að það skuli hreinlega ganga upp. Leikritið samanstendur af fjórum sögum þar sem flakkað er úr sölum aðalsmanna í Aþenu yfir í töfrum gæddan skóg þar sem álfakóngur ræður för. Inn í þetta allt saman blandast skyni skroppnir verkamenn, ráðvilltir elskendur og klaufskir álfar. Það er því í raun við hæfi að Nemendaleikhúsið, útskriftarárgangur leiklistardeildar Listaháskólans, hafi ákveðið að færa þessa sérkennilegu rómantísku ástarsögu á svið. Hún ber nefnilega öll merki hömluleysis; ungæði er kannski orðið yfir það. Leiðin sem er farin er kynlífsdrifin draumaveröld sem leysist á einum tímapunkti upp í hálfgerða orgíu undir taktföstum og vel heppnuðum tónheimi Úlfs Hanssonar – tónlist sem rammar hreinlega verkið inn. Arnar Dan Kristjánsson túlkar álfakonunginn Óberon, sem og hertogann af Aþenu. Það gerir hann af miklu sjálfsöryggi sem er styrkur hans í sýningunni. Honum mistekst þó að túlka samúð álfakonungsins í garð elskenda sem ná ekki saman. Álfar hans tveir, Bokki og Álfur, eru túlkaðir af þeim Þóri Birgissyni og Salóme Rannveigu Guðmundsdóttur. Það hallar verulega á Þóri í viðskiptunum við Salóme, en honum tekst aldrei neitt annað en að túlka Bokka sem kjánalegt grey. Hann bliknar í samanburðinu við djöfullega nálgun Salóme sem leikur siðspilltan álf af slíkri festu, og gerir hann svo stórhættulegan, að unun var að fylgjast með á stundum. Samleikur þeirra er aftur á móti einn af mest heillandi þáttum verksins. Thelma Marín Jónsdóttir leikur álfadrottninguna Títaníu, sem og Hippólítu. Gervi hennar er mest áberandi í sýningunni, enda klædd í sadó-masískan búning í hlutverki sínu sem álfadrottningin. Umgjörðin er eftir því. Thelma fyllir aldrei almennilega upp í þetta ögrandi umhverfi þó að hún eigi spretti með „asnalegum“ elskhuga sínum. Hún er betri sem hin drykkfellda Hippólíta. Hafdís Helga Helgadóttir er ágæt sem Hermía. Oddur Júlíusson skilar sínu hlutverki einnig ágætlega. Arnmundur Ernst Björnsson er áberandi glæsilegur í hlutverki sínu sem Lísander og tekst á við það af staðfestu. Af ráðvilltum elskendum stóð hann upp úr ásamt Elmu Stefaníu Ágústsdóttur, sem reyndi umfram hin að túlka persónu sína af ofurlítilli dýpt og uppskar þokkalega. Hildur Berglind Arndal átti frábæran leik sem karlmaðurinn Kvistur. Og eins undarlega og það hljómar átti hún ofurlítinn leiksigur sem múrveggur í lok sýningarinnar. Bekkjarbróðir hennar, Þorleifur Einarsson, lék smiðinn Spóla þokkalega en var full yfirdrifinn á stundum. Styrkur sýningarinnar er hins vegar ekki fólginn í frammistöðu einstakra leikara. Hann er fólginn í heildinni. Í ögrandi framsetningu og leikgleði sem finna má í þessari fersku uppsetningu hópsins. Fyrst og fremst er það óttaleysið sem einkennir sýninguna. Útskriftarhópurinn, sem vill ganga inn í harðan heim leikhússins, lofar góðu. Niðurstaða: Ögrandi og djörf sýn ungs leikhúsfólks á William Shakespeare.
Gagnrýni Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira