Helvíti – það eru hinir Friðrika Benónýsdóttir skrifar 26. apríl 2013 15:00 Håkan Nesser hefur nokkra sérstöðu meðal norrænna glæpasagnahöfunda. Hann er bókmenntalegri en þeir flestir, meiri mannþekkjari og leggur meira upp úr persónusköpun en plottum. Manneskja án hunds. Håkan Nesser, þýðing: Ævar Örn Jósepsson. Uppheimar. Håkan Nesser hefur nokkra sérstöðu meðal norrænna glæpasagnahöfunda. Hann er bókmenntalegri en þeir flestir, meiri mannþekkjari og leggur meira upp úr persónusköpun en plottum. Hann hefur skrifað fjölmargar bækur af misjöfnum toga en það eru glæpasögurnar sem hafa gert nafn hans þekkt. Serían sem byrjaði með Manneskju án hunds árið 2006 gengur undir nafninu Barbarotti-serían í höfuðið á lögreglumanninum Gunnari Barbarotti sem þar er í kastljósinu. Barbarotti er ein alskemmtilegasta persóna glæpabókmenntanna, hálfur Svíi og hálfur Ítali, sífellt að gera samninga við Guð sem hann trúir ekki á en gefur þó séns á að sanna tilveru sína með því að bregðast rétt við bænum Barbarottis. Morðgátan er einnig sérstök og lengi framan af er ekki einu sinni ljóst hvort nokkurt morð hafi verið framið. Plottið hverfist í kringum hvarf tveggja frænda úr fjölskylduboði, en hvort þeir hafi horfið sjálfviljugir eður ei kemur ekki í ljós fyrr en langt er liðið á sögu. Það eru því fjölskyldumeðlimirnir og samskipti þeirra sem Nesser setur undir smásjána og gerir það svo trúverðuglega og vel að jafnvel forföllnum spennufíkli verður fljótlega slétt sama hvort þessir horfnu piltar hafi verið drepnir eður ei. Fjölskyldudínamíkin er nógu ógnvænleg ein og sér. Höfuð fjölskyldunnar er 65 ára kennari sem er að setjast í helgan stein en hefur fram undir þetta kúgað konu sína og börnin þrjú miskunnarlaust. Það er engin ást til skiptanna í þessari fjölskyldu og barnabörnin þrjú gera ekki mikið til að auka á hana. Sjónarhornið skiptist milli mismundandi persóna, eins og títt er í breskum hver-gerði-það-sögum en munurinn er sá að hér þjónar þessi skipting ekki þeim tilgangi að varpa grun á hina eða þessa persónuna heldur að leyfa lesandanum að skyggnast inn í sálarlíf þeirra og skynja smátt og smátt hvernig landið liggur í þessari fordæmdu fjölskyldu. Persónurnar eru hver annarri betur skapaðar og framvinda sögunnar er hæfilega hröð lengi framan af, en síðustu fimmtíu síðurnar eru ansi langdregnar og draga verulega úr gæðum bókarinnar. Það sem lyftir þeim upp er elskan hann Barbarotti sem sjálfum sér að óvörum kemst á rokna séns og veit ekkert hvernig hann á að taka á því máli. Engu að síður eru heildaráhrif sögunnar sterk og vægðarlaus og virkilegur hvalreki fyrir íslenska unnendur norrænu glæpasögunnar að fá Nesser í safnið. Ævar Örn Jósepsson þýðir og þýðir vel. Nær svolítið sérviskulegu orðfæri Nessers vel og setur um leið sitt mark á textann.Niðurstaða: Nesser er í hópi þeirra bestu og þótt sagan kraumi ekkert af spennu er hún djúp og næm lýsing á samskiptum innan fjölskyldu. Lögreglumaðurinn Barbarotti er líka skrattanum skemmtilegri. Gagnrýni Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Manneskja án hunds. Håkan Nesser, þýðing: Ævar Örn Jósepsson. Uppheimar. Håkan Nesser hefur nokkra sérstöðu meðal norrænna glæpasagnahöfunda. Hann er bókmenntalegri en þeir flestir, meiri mannþekkjari og leggur meira upp úr persónusköpun en plottum. Hann hefur skrifað fjölmargar bækur af misjöfnum toga en það eru glæpasögurnar sem hafa gert nafn hans þekkt. Serían sem byrjaði með Manneskju án hunds árið 2006 gengur undir nafninu Barbarotti-serían í höfuðið á lögreglumanninum Gunnari Barbarotti sem þar er í kastljósinu. Barbarotti er ein alskemmtilegasta persóna glæpabókmenntanna, hálfur Svíi og hálfur Ítali, sífellt að gera samninga við Guð sem hann trúir ekki á en gefur þó séns á að sanna tilveru sína með því að bregðast rétt við bænum Barbarottis. Morðgátan er einnig sérstök og lengi framan af er ekki einu sinni ljóst hvort nokkurt morð hafi verið framið. Plottið hverfist í kringum hvarf tveggja frænda úr fjölskylduboði, en hvort þeir hafi horfið sjálfviljugir eður ei kemur ekki í ljós fyrr en langt er liðið á sögu. Það eru því fjölskyldumeðlimirnir og samskipti þeirra sem Nesser setur undir smásjána og gerir það svo trúverðuglega og vel að jafnvel forföllnum spennufíkli verður fljótlega slétt sama hvort þessir horfnu piltar hafi verið drepnir eður ei. Fjölskyldudínamíkin er nógu ógnvænleg ein og sér. Höfuð fjölskyldunnar er 65 ára kennari sem er að setjast í helgan stein en hefur fram undir þetta kúgað konu sína og börnin þrjú miskunnarlaust. Það er engin ást til skiptanna í þessari fjölskyldu og barnabörnin þrjú gera ekki mikið til að auka á hana. Sjónarhornið skiptist milli mismundandi persóna, eins og títt er í breskum hver-gerði-það-sögum en munurinn er sá að hér þjónar þessi skipting ekki þeim tilgangi að varpa grun á hina eða þessa persónuna heldur að leyfa lesandanum að skyggnast inn í sálarlíf þeirra og skynja smátt og smátt hvernig landið liggur í þessari fordæmdu fjölskyldu. Persónurnar eru hver annarri betur skapaðar og framvinda sögunnar er hæfilega hröð lengi framan af, en síðustu fimmtíu síðurnar eru ansi langdregnar og draga verulega úr gæðum bókarinnar. Það sem lyftir þeim upp er elskan hann Barbarotti sem sjálfum sér að óvörum kemst á rokna séns og veit ekkert hvernig hann á að taka á því máli. Engu að síður eru heildaráhrif sögunnar sterk og vægðarlaus og virkilegur hvalreki fyrir íslenska unnendur norrænu glæpasögunnar að fá Nesser í safnið. Ævar Örn Jósepsson þýðir og þýðir vel. Nær svolítið sérviskulegu orðfæri Nessers vel og setur um leið sitt mark á textann.Niðurstaða: Nesser er í hópi þeirra bestu og þótt sagan kraumi ekkert af spennu er hún djúp og næm lýsing á samskiptum innan fjölskyldu. Lögreglumaðurinn Barbarotti er líka skrattanum skemmtilegri.
Gagnrýni Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira