Græskulaust gaman Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 3. mars 2013 15:30 Bíó. This is 40. Leikstjórn: Judd Apatow. Leikarar: Leslie Mann, Paul Rudd, John Lithgow, Megan Fox, Albert Brooks, Melissa McCarthy, Jason Segel. Judd Apatow kann alveg að búa til skemmtilegar myndir. Hann kann sér hins vegar aldrei hóf, og þá skiptir engu hvort hann leikstýrir eða framleiðir, nær allar myndir sem hann kemur nálægt eiga það sameiginlegt að vera hálftíma of langar. This Is 40 er engin undantekning, en hún segir frá pari um fertugt sem á erfitt með að sætta sig við aldurinn. Fjárhagurinn er erfiður, börnin rífast í sífellu, og samband hjónaleysanna svignar undan álagi og áhyggjum. Í hinu stóra samhengi hlutanna er mestmegnis um lúxusvandamál að ræða, og stærsta ógnin fyrir utan sambandsslit er sú að þau þurfi mögulega að flytja í minna hús. Það má þó vel hlæja að vandræðum parsins, og sumt tengir maður við á meðan annað virðist afar fjarri hinum tekjulága meðaljóni. Styrkur Apatow er spéspegill hans á hversdagsleg vandræði hvítra Vesturlandabúa. Veikleikinn er hæfileikaskortur í að velja og hafna. Persóna John Lithgow er til dæmis áhugaverð í fyrstu en síðan kemur að því að Apatow veit ekkert hvað hann á að gera við hann. Leikstjórinn dvelur við aukapersónur í atriðum sem eru fyndin, en skipta litlu sem engu máli fyrir heildarmyndina og draga úr þéttleika myndarinnar. Þetta er það sem Coen-bræður og Quentin Tarantino gera svo vel. Hér er það til ama og hann hefði betur hent einhverju út. This Is 40 skilar samt sínum skerf af góðlátlegu gríni. Apatow er, þegar öllu er á botninn hvolft, lunkinn húmoristi með skemmtilega sýn á hversdagsleikann. Með öflugum leikhóp eins og þessum ætti hann að geta gert frábæra mynd, og hér kemst hann hálfa leið og rúmlega það. Niðurstaða: Græskulaust gaman að hætti hússins. Gagnrýni Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Fleiri fréttir Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
Bíó. This is 40. Leikstjórn: Judd Apatow. Leikarar: Leslie Mann, Paul Rudd, John Lithgow, Megan Fox, Albert Brooks, Melissa McCarthy, Jason Segel. Judd Apatow kann alveg að búa til skemmtilegar myndir. Hann kann sér hins vegar aldrei hóf, og þá skiptir engu hvort hann leikstýrir eða framleiðir, nær allar myndir sem hann kemur nálægt eiga það sameiginlegt að vera hálftíma of langar. This Is 40 er engin undantekning, en hún segir frá pari um fertugt sem á erfitt með að sætta sig við aldurinn. Fjárhagurinn er erfiður, börnin rífast í sífellu, og samband hjónaleysanna svignar undan álagi og áhyggjum. Í hinu stóra samhengi hlutanna er mestmegnis um lúxusvandamál að ræða, og stærsta ógnin fyrir utan sambandsslit er sú að þau þurfi mögulega að flytja í minna hús. Það má þó vel hlæja að vandræðum parsins, og sumt tengir maður við á meðan annað virðist afar fjarri hinum tekjulága meðaljóni. Styrkur Apatow er spéspegill hans á hversdagsleg vandræði hvítra Vesturlandabúa. Veikleikinn er hæfileikaskortur í að velja og hafna. Persóna John Lithgow er til dæmis áhugaverð í fyrstu en síðan kemur að því að Apatow veit ekkert hvað hann á að gera við hann. Leikstjórinn dvelur við aukapersónur í atriðum sem eru fyndin, en skipta litlu sem engu máli fyrir heildarmyndina og draga úr þéttleika myndarinnar. Þetta er það sem Coen-bræður og Quentin Tarantino gera svo vel. Hér er það til ama og hann hefði betur hent einhverju út. This Is 40 skilar samt sínum skerf af góðlátlegu gríni. Apatow er, þegar öllu er á botninn hvolft, lunkinn húmoristi með skemmtilega sýn á hversdagsleikann. Með öflugum leikhóp eins og þessum ætti hann að geta gert frábæra mynd, og hér kemst hann hálfa leið og rúmlega það. Niðurstaða: Græskulaust gaman að hætti hússins.
Gagnrýni Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Fleiri fréttir Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira